Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 27
Álit þeirra á Kristjáni Ragnarssyni, sem lengi hafa átt samskipti við hann fyrir hönd samtaka sjómanna Guðjón A. Kristjánsson Sœvar Gunnarsson Helgi Laxdal Af forystumönnum samtaka sjó- manna, sem hafa langa reynslu af sam- skiptum við Kristján Ragnarsson, er nær- tækast að nefna Guðjón A. Kristjánsson, alþingismann og forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins til fjölda ára, Sævar Gunnarsson, formann Sjómanna- sambands íslands og Helga Laxdal, for- mann Vélstjórafélags íslands. Þeir voru beðnir um að segja í stuttu máli álit sitt á Kristjáni í ljósi samskipta þeirra við hann. „Samskiptin við Kristján voru út af fyr- ir sig ágæt þótt við værurn iðulega ekki sammála í þessi tuttugu ár sem við vor- um að sitja saman á fundum. Framan af var þetta þannig, að þá endaði þetta oft á þann hátt að við fundum sameiginlegan flöl og þurftum svo að lemja það í gegn hvor á sínum stað. En seinni árin sem ég þurfti að semja við Kristján var eins og annað hvort hann réði ekki ferðinni sjálf- ur eða hákarlarnir voru orðnir svo mikils ráðandi að hann gat ekki klárað ntálin. Eg veit ekki um það. En þegar rnaður lít- ur yfir þennan langa tíma fann ég fyrir þessari breylingu hægt og rólega,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. Hann sagði að áður hefði verið auð- veldara fyrir tvo til fjóra menn að setjast niður og reyna að finna flöt á málunum og vinna að því sameiginlega að finna lausn. Á seinni árum hafi þetta ekki gengið eftir á sama hátt og kannski væri þar um að ræða breytingu á samninga- tækni útvegsmanna. „Hvað sem því líður þá höfum við Kristján átt samskipti á öðrum vettvangi en við samningaborðið. Verið saman á ferðalögum og fundum og það er ekki hægt að halda þessari togstreitu samn- inga uppi við öll möguleg tækifæri. Menn geta ekki alltaf verið að argast hver í öðrum. Það er engin ástæða til að láta deilumál eitra líf sitt og í megindrátlum stóð Kristján Ragnarsson alltaf við það sem hafði náðst samkomulag um. En seinni árin voru komnir haukar í LÍÚ sem vildu kannski aðra niðurstöðu en menn höfðu reynt að tala sig niður á,“ sagði Guðjón. Sævar Gunnarsson sagði að samskiptin við Kristján Ragnarsson hefðu oft verið hörð en yfirleitt drengileg. „Ég hef ekki reynt Kristján að öðru en því, að ef hann segir eitthvað þá standi hann við það. Mér hefur þótt ljómandi gott að uingang- ast hann. Vissulega er hann gríðarlega harður samningamaður og fylginn sínum málstað, en orðheldinn og kemur beint fram og það stendur uppúr. Hins vegar þótti mér verst hvað hann gat verið óbil- gjarn og ósveigjanlegur, en ef hann tók ákvörðun þá stóð hann við hana. Á milli okkar Kristjáns eru engir eftirmálar og þegar við hittumst við ýmis tækifæri þá er hann jafnan afskaplega þægilegur maður að spjalla við,“ sagði Sævar Gunn- arsson. Helgi Laxdal sagðist hafa þekkt Krist- ján Ragnarsson í 21 ár, eða síðan Helgi varð formaður Vélstjórafélagsins. „Mitt starf hjá félaginu hófst með þvi að við ræddum saman í þriggja manna hópi um kvótakerfið. Öll klögumál sem vörðuðu ýmislegt þar að lúlandi lenti inni á borði hjá okkur. Við störfuðum því náið saman í nokkra mánuði og okkur gekk rnjög vel að tala saman. Kristján var ákveðinn í þessu máli en heiðarlegur og ákveðinn. í heildina hef ég yfir engu að kvarta varð- andi samstarfið við Krislján. Það hefur verið gott að vinna með honum. Auðvit- að er hann að fylgja fram stefnumálum LÍÚ og ekkert við því að segja. Oft höf- um við rifist en við höfum aldrei erft það,“ sagði Helgi Laxdal. Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.