Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 10
Björgunarsjóður Stýrimannaskólans IFiiium MÍfflJónir til uyrlu- s'Tdtaff Landhdgíigæshumar Við skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík hinn 23. maí s.l. var forstjóra Landhelgisgæslunnar afhentar fimm milljónir króna til kaupa á tækjum til björgunar- og leitarstarfa i þyrluflota Landhelgisgæslunnar. Nemendafélag Stýrimannaskólans stofnaði Björgunarsjóð Stýrimannaskól- ans á kynningardegi skólans hinn 16. apríl 1988. Með skírskotun til megin- markmiðs sjóðsins, stuðning við kaup á fullkominni björgunarþyrlu til landsins, sem þá sárvantaði, hefur sjóðurinn í dag- legu tali verið nefndur Þyrlusjóður. í stofnskrá sjóðsins segir þó: „þegar þessu markmiði hefur verið náð getur sjóðurinn styrkt aðra björgunarstarfsemi við ísland.“ Á kynningardegi Stýrimannaskólans vorið 2001 voru Slysavarnaskóla sjó- manna afhentar 1,5 milljónir króna til kaupa á grind fyrir frítt fallandi lífbát, þó að þess hafi ekki enn séð stað.Samtals hafa á vegum Björgunarsjóðsins verið af- hentar 33.661.605 - (þrjátíu og þrjár milljónir sex hundruð sextíu og eitt þús- und sex hundruð og fimm krónur) til ör- yggismála sjómanna, þar af nærri 32,2 milljónir til Landhelgisgæslunnar. Margir einstaklingar hafa á liðnum árum gefið stórgjafir til Þyrlusjóðs, þó að sérhvert framlag sé i sjálfu sér jafn mikils virði, þegar hinn góði hugur gefenda liggur að baki. Hér skulu aðeins nefnd örfá nöfn. Árið 1988, þegar Björgunarsjóðurinn var að fara af stað gaf Rannveig Tryggva- dóttir rúmlega hálfa milljón króna til sjóðsins. Árið 1994 gaf 93 ára verkakona í Reykjavík, Guðrún Pálsdóttir frá Grunnavík í Jökulfjörðum, krónur tvær milljónir. Hinn 22. júlí 1995 gaf Sigurgeir G Sig- urðsson skipstjóri á Húna í Bolungarvík, krónur tvær milljónir til minningar um konu sína, Margréti Guðfinnsdóttur. Viku síðar, hinn 28. júlí 1995, andaðist Sigurgeir. Jóakim Pálsson í Hnifsdal gaf tvær milljónir króna um svipað leyti. Árið 2001 fékk sjóðurinn afhenta eina milljón króna, sem var dánargjöf Kristín- ar Þorláksdóttur, sem andaðist 1. sept- ember 2000. Sérstakt er framlag Grétu Halldórsdótt- ur starfsmanns Landsbanka íslands til margra ára. Hún hefur mánaðarlega síð- an 1992 greitt ákveðna upphæð með gíróseðli inn á reikning sjóðsins nr. 10.000 við Sparisjóð Vélstjóra. Með þessum mánaðarlegu greiðslum hefur Gréta Halldórsdóttir nú gefið um 200 þúsund krónur til Björgunarsjóðsins. Stjórn Björgunarsjóðs Stýrimannaskól- ans í Reykjavík skipa skólameistari Stýri- mannaskólans, formaður Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar og formaður Nem- endafélags Stýrimannaskólans. Ályktun sambandsstjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands ’IllíílfLllLíll LQ'il'IiL'i >TJfj , w Æíí wrmmin s'iaaM'il' Sambandsstjórnarfundur Farmanna- og fiskimannasambands íslands hald- inn 18. september 2003, mótmælir nú sem endranær hverskonar sértækum aðgerðum stjórnvalda við úthlutun aflahlutdeildar, hvort sem fiskur er veiddur á línu eða í önnur veiðarfæri. Heildarhlutdeild smábáta í afla hefur aukist jafnt og þétt, og sú aukning eðli máls samkvæmt verið frá öðrum tekin. Slik mismunun er með öllu óliðandi. Sú línuívilnun sem nú er í umræðunni mundi enn auka forréttindi smábáta á kostnað annarra skipaflokka. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að láta af þeirri undanlátsstefnu við smá- báta sem stunduð hefur verið undan- farin ár. 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.