Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 20
Baldur hífður upp á bryggju. Baldur kominn á land Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báfa Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452 VLyf&heilsa _____ J APÚTEK mmmm BETRI LÍÐAN Baldur KE-97 er kominn í naust skammt frá smábátahöfninni í Gróf i Keflavík. Þar er hann í nágrenni Duus- húsa þar sem hinn haglega gerði bátafloti Gríms Karlssonar er hafður til sýnis. Baldur þótti mikil happafleyta og var bát- urinn gjarnan nefndur Gullmolinn. Enda var hann aflahæsti báturinn á dragnót á Faxaflóa samfellt í nær 30 ár, eða frá 1962 til 1990. Baldur var smíðaður í Svíþjóð 1961 og var lengstum gerður út frá Keflavík, en síðasta áratuginn var hann gerður út frá Garðinum. Þetta er fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog. Ólafur Björnsson gerði Baldur lengi út og var mjög umhugað um að varðveita bátinn eftir að hann hafði þjónað sínu hlutverki á sjónum. Eigendur Nesfisks í Garði afhentu Ólafi bátinn og Reykjanes- bær kom til aðstoðar og lét útbúa naust til að geyma hann í. Ólafur stendur hins vegar að varðveislu Baldurs og sá um flutninginn á honum sem var talsvert fyrirtæki því báturinn vegur 75 tonn. Varðveisla gamalla báta Nokkur dæmi eru til þess að gamlir bátar séu varðveittir, en mörgum þykir mjög skorta á að unnið sé að slíkri varð- veislu með skipulögðum og ákveðnum hætti. Svo samofin sem sjósókn er sögu þjóðarinnar þykir skjóta skökku við að meðan verið er að koma upp minjasöfn- um yfir gamla bíla og flugvélar skuli lítið aðhafst i að varðveita fiskibáta. Á sínum tíma flutti Guðjón A. Kristjánsson al- þingismaður tillögu á Alþingi um varð- veislu báta og var hún samþykkt sem þingsályktun til ríkisstjórnarinnar og fal- in menntamálaráðherra til framkvæmda. Guðjón sagði í samtali við blaðið, að svo virtist sem lítið hafi síðan verið aðhafst í málinu og hann ætlaði að spyrjast fyrir um það á því þingi sem nú er hafið. „Svo er eitt sem menn eru alltaf að 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.