Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 45
samfelh samstarf við erlent stórfyrirtæki nánast einsdæmi hér á landi. Víðtæk þjónusta við sjávarútveginn Rekstur og viðgangur HF/Shell á ís- landi og síðar Skeljungs hf. hefur ávallt verið samofin undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. í dag eru starfsstöðvar á vegum félagsins um eitt hundrað og eru þar með taldar liðlega 60 bensínstöðvar víðs vegar unt land. Pjónusta við sjávar- útveginn hefur frá fyrslu tíð skipað veigamikinn sess hjá félaginu og eru fyr- irtæki í sjávarútvegi meðal þýðingar- mestu viðskiptahópa Skeljungs hf. Mikil áhersla hefur verið lögð á að byggja upp virkt þjónustunet um landið til að veita sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum stórnotendum sem besta þjónustu. Pjón- ustnetið teygir einnig anga sína út fyrir landssteinana þvi skipaflotinn getur fengið þjónustu frá Skeljungi hf. bæði í úthafinu og í erlendum höfnum. Stærsti innflytjandi eldsneytis á Islandi Undanfarin ár hefur Skeljungur verið stærsli innflytjandi cldsneytis á íslandi með um 40% markaðshlutdeild. Starf- semi sem í upphafi einskorðaðist við innflutning og dreifingu á eldsneyti og smurvörum er í dag mun víðfeðmari. Verslunarrekstur á Shell og Selectstöðv- ununt er orðin umfangsmeiri og fjöl- breyttari en áður var auk þess sem inn- flutningur og verslun með hráefni til iðnaðar og ýmsum öðrum vörum hefur aukist mjög. Bensínorkan ehf er dótturfé- lag Skeljungs en hjá Skeljungi hf. starfa í dag um 300 manns. Fyrsla vetnisstöðin En þótt afmæli og önnur timamót séu vel til þess fallinn að líta um öxl og huga því hvernig til hefur tekist á liðnum tím- úm, þá eru þau einnig tilvalin til að und- irbúa það sem framundan er. Það er einmitt það sem Skeljungsmenn hafa verið að gera á afmælisárinu og á sumar- daginn fyrsta opnaði félagið í samvinnu við íslenska NýOrku fyrstu vetnisstöðina i heiminum sem starfrækt er á almennri bensínstöð. Vetni er af mörgurn talið geta orðið eldsneyti framtíðar og því vakti opnun stöðvarinnar alþjóðlega at- hygli 0g hefur fengið drjúga utnfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Vetnisstöðin mun sjá þremur vetnisknúnum strætisvögnum íyrir eldsneyti en þeir verða í tilrauna- akstri í höfuðborginni næstu tvö árin. Starfræksla vetnisstöðvarinnar er hluti af víðtækara rannsóknar- og þróunarverk- efni sem miðar að vetnisvæðingu ís- lensks samfélags og sem styrkt er af Evr- ópusambandinu. Meðal þáttlakenda í verkefninu eru Shell Hydrogen, Daim- lerChrysler og Norsk Hydro. Á afmælisárinu var opnuð við Selectstöðina á Vesturlandsvegi fyrsta vetnisstöðin í heiminum sem starfrækt er á almennri bcnsínstöð. Valgcrður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tengir hér fyrsta vetnisbílinn við stöðina. Með henni er Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri íslenskrar NýOrku ehf. sem er samstarfsaðili Skeljungs i vetnisverkefhinu. THERMOLITE B00TS BUILTTO LAST JON BERqgSON EHF. BERINA Lynghálsi 4-110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.