Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 26
er um að menn vinni sinn eigin afla, bæði af bátum og togurum. Það tengir þetta við markaðinn því það skiptir svo miklu máli í dag að tryggt sé að menn geti afhent vöru á hvaða tíma árs sem er og menn haga veiðunum með hliðsjón af því. Pað gera menn ekki ef þeir hafa eng- an fisk í dag en alltof mikið á morgun. Pví er það ánægjulegt þegar maður sér haft eftir skipstjórum að þetta sé allt annað viðhorf núna. Áður hafi þeir keppst við að fiska sem mest en nú hugsi þeir bara um hvaða verðmæti þeir flytji að landi. Við þurfum hins vegar ekki að fara langt aftur í tímann til að sjá þessi ó- sköp að menn fiskuðu gjörsamlega yfir sig og sumir af þeim skipstjórum eru ekki þagnaðir enn. Einhverjum þeirra hefur vonandi lærst það að skynsamlegra er að fiska með þeim hætti sem nú er hafður á, þ.e. að hugsa um verðmæti en ekki magn. -Þó að þú standir ekki lengur í samninga- viðræðum við sjómenn um kaup og kjör þá kom þaðfram í rceðu þinni á aðalfundi LÍÚ ífyrra að þti vildir sjá breytingar á hlutaskiptum. Hvaða breytingar eru það? Þær breytingar eru helst fólgnar í því að mér finnst að fjármagnið í fjárfesting- um eigi að fá stærri hlut heldur en er í dag. Þegar hingað koma ný stór og öflug skip sem margfalda afkastagetu frá því sem áður var, margfaldast tekjur sjó- manna. Þetta er ákveðin hamla í dag á því að við getum endurnýjað skip. Við sjáum hvað gerðist í Færeyjum þegar þeir fóru að endurnýja sín skip. Þá sögðu bankastofnanirnar einfaldlega: Við lánum ykkur ekki fyrir þessum kaupum vegna þess að þetta getur ekki borið sig. Hluta- skiptin verða að lækka og útgerðin að fá meira til að geta borgað þessi skip. Þeir fóru með þetta til sjómannasamtakanna í Færeyjum og þau sýndu á þessu skilning og lækkuðu hlutaskiptin á þessum skip- um sem voru að innleiða nýja tækni og miklu meiri tekjumöguleika fyrir sjó- menn. Þótt þeir hafi minni hlut úr heild- inni er hlutur hvers og eins miklu meiri en hann var áður. Okkur finnst skorta skilning á þessu hjá okkar sjómannafor- ystu og því miður getur maður ekki ver- ið bjartsýnn. En ég vona að menn skilji að flotinn gengur úr sér og þarf endur- nýjunar við, þótt lítið hafi verið um það að undanförnu því flotinn var það stór að hann mátti mjög vel við því að minnka. -Hagrœðing á öllum sviðum er mjög til umrœðu. Hefur náðst ásættanleg hagrœð- ing í útgerð hvað varðar til dœmis fjölda skipa sem sœkja leyfilegan afla? Það hefur miðað í rétta átt, en við eigum enn nokkuð í land. En engu að siður höfum við náð gríðarlegum ár- angri. Nú eru togarar til dæmis að fiska sex til sjö þúsund tonn, bæði ísfisk- og frystitogarar. Við þurfum að halda fiski- stofnunum í sem bestu ástandi þannig að það sé ódýrt að sækja fiskinn. Margur hefur æst sig þegar ég segi að það sé allt í lagi að geyma fiskinn í sjónum. Sumir skipstjórar eru mér ekki sammála um það. Ég hef verið mjög eindregið þeirrar skoðunar að við eigum að takmarka sóknina og takmarka aflann við það sem fræðimenn segja, þó vissulega sé það allt mjög umdeilanlegt. Þetta eru engin ná- kvæmisvísindi. -Þið hafið stutt mjög tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar og það sem kemur af þeim bæ.... ... Við höfum stutt þá í öllum megin- atriðum og það er í alveg andstætt því sem gerist hér í nágrannaríkjum. Þar finnur þú varla útgerðarmann sem segir að það eigi að fara eftir vísindalegri ráð- gjöf því það sé allt bull og vitleysa. En við höfum valið þennan kost og held að það sé rétt af okkur að gera það. Kvótaþak ekki sett til að lyfta því -Það komfram ífréttum á dögunum að eitt útgerðarfyrirtœki vœri hugsanlega að komast upp í kvótaþakið. Sumir vilja lyfta þakinu eðajafnvel afnema það. Hver er þín skoðun? Ég held að við eigum að halda því óbreyttu. Þakið var ekki sett lil þess að lyfta þvi þegar einhver kæmist upp undir það. Þá væri ekkert gagn af því. Þetta var eitt af mörgum atriðum sem áttu að sætta fólk betur við fiskveiðistjórnunina, það yrðu engir risar í þessu kerfi. Við ættum að nýta auðlindina í hafinu og að hún dreifðist víða. Fyrir þessu hef ég talað og tala enn, en ég heyri að einstaka menn eru ekki sammála mér. Það hefur hins vegar farið frekar lítið fyrir því og ég tel að þetta sé ásættanlegt og menn eigi að geta unnið á grundvelli þess að takmörk séu sett. Ég skil ekki suma þessa ungu rnenn sent segja að hér eigi aðeins að vera þrjú sjávarútvegsfyrirtæki og er mjög mótfallinn því. Vissulega gæti verið hægt að réttlæta frekari hagræðingu með enn stærri fyrirtækjum, en ég tel að greinin þróist eðlilegast og best með fjöl- breyttum fyrirtækjum. Einyrkjar hafa alltaf skilað mjög góðu starfi í þessari grein og þeir vinna ötullega að sínum út- vegi og öllu sem því tilheyrir frá morgni til kvölds án þess að skrifa tíma á það sem þeir eru að vinna við. Svo eru það millistór fyrirtæki sem hefur mörgum vegnað mjög vel og síðan stærri fyrirtæki sem eru mjög gagnleg og þörf og gera góða hluti. Þetta er gott hvað með öðru. Lagði mig undir í kvótakerfinu -1 upphafi þessa viðtals komfram að þú vœrir Vestfirðingur. Hvernig finnst þér komið fyrir sjávarútvegi á Vestfjörðum í dag? Já, ég er Vestfirðingur og segi alltaf „heim á Flateyri“. Það er mjög leitt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir úl- gerðinni fyrir vestan. Útgerðir á Vest- fjörðum voru i byrjun kvótakerfis með hæstu veiðiheimildir á landinu vegna þess að þær höfðu fiskað mest, en kerfið byggðist á þriggja ára veiðireynslu. Ég sagði þá oftar en einu sinni að ég myndi aldrei taka þátt í að koma á kvótakerfi nema á þessum forsendum þar sem Vest- firðir myndu njóta sín mjög vel í nýju kerfi. Síðan héldu menn illa á því margir hverjir, aðrir vel. Þingmenn Vestfirðinga voru alltaf á móti kerfinu, sögðu að þetta yrði lagt niður og því löguðu menn sig ekki að því og unnu ekki eftir því. Það olli því að mjög stór og öflug fyrirtæki á Vestfjörðum liðu undir lok og mér finnst leitt segja að þar geta menn fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. Aðstæður þeirra til að eflast voru engu minni en annars staðar á landinu nema síður væri. -Fínnst þér enn gott að borða ekta vest- firskan mat? Já. Ef ég er einn heima þá fer ég úl í búð og kaupi mér ýsu. Þversker hana og nota vestfirskt mörflot útá. Hins vegar er mér sagt að það sé ekki það heilnæmasta sem ég læt ofan í mig, en leyfi mér þetta einstöku sinnum. Fyrir utan þá venju sem ég er alinn upp við að borða kæsta skötu á Þorláksmessu. Þá vel kæsta í stöppu með miklu mörfloti bræddu út í, en aldrei þess utan. Venjan hefur mikið að segja um hvernig manni likar matur- inn. Það má líka sjá á því að þorskurinn og ýsan skuli vera okkar aðal mark- aðsvara í Bretlandi en karfi og ufsi í Þýskalandi, enn þann dag í dag. -Þegar þú lítur til baka, er eitthvað eitt öðrufremur sem þú tekurfram yfir annað sem þú hefur unnið að á þessum áratugum hjá LÍÚ? Ég lagði sjálfan mig mjög undir í þessu liskveiðistjórnunarkerfi. Stundum hélt ég að minn síðasti dagur væri runninn upp. Ég minnist þess að 18. mars 1984, á fyrstu vertíðinni eftir að kvótakerfinu var komið á, var haldinn ntikill mótmæla- fundur í Reykjavík. Mér var ekki boðið á fundinn, en það var víst til þess ætlast að ég kæmi. Ástæða þess að ég fór ekki á fundinn var fyrst og fremst sú að þetta var áttræðisafmælisdagur föður míns. En það fór vissulega um mig því þetta var brothætt kerfi á þessum tíma, en sem betur fer hjaðnaði andstaðan smám sam- an. Hins vegar er það deginum ljósara að ekki voru allir útvegsmenn sammála því sem formaðurinn hafði beitt sér fyrir í þessum efnum. Ef kvótakerfið hefði hrunið hefði ég eflaust verið rekinn úr starfi. En í þessi 30 ár sem ég hef verið formaður hef ég aldrei fengið mótfram- boð og ætla ekki að taka áhættu á þvi lengur, sagði Kristján Ragnarsson og kímdi. 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.