Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 17
allt kennarar sem voru komnir á aldur og fengu biðlaun í eitt ár hjá ríkinu. Því varð enginn llótti úr liði kennara og aðrir nýir kennarar ráðnir í stað þeirra sem hættu þannig að það er svolítil endurnýj- un í kennaraliðinu." -Nú eru sem sagt þessir tveir skólar relmir undir einum hatti? ,Já, nú eru þessir skólar reknir sameig- inlega. Ef við horfum aðeins á það hver breytingin er þá sameinast rekstur skól- anna. Áður var Vélskólinn með sinn skólameistara, sína skrifstofu og Stýri- mannaskólinn með sama hætti. Núna er bara einn skólameistari og ein skrifstofa þannig að allt stjórnunarkerfið dregst saman og verður eitt f staðinn fyrir tvö. í staðinn fyrir að vera með tvo skóla erum við með tvö námssvið sem er annars veg- ar skipstjórnarsvið og hins vegar vél- stjórnarsvið. Faglega séð er þetta hins vegar í sama dúr og áður var. Við leggj- um þó áfram áherslu á að nota nöfn skólanna til faglegrar aðgreiningar" -Það hefur þá ekki orðið breyting á kennsluefni eða öðru slíku? „Á þessu stigi málsins hefur mjög lítið verið gert í breylingum þar og starfið byrjar með því kennsluefni og kennslu- aðferðum sem hér hafa verið á slðustu árum. Þó höfum við til dæmis breytt tölvuumhverfinu, endurnýjað töluvert af vélum og netumhverfinu aðeins breytt sem og að aðstaðan hefur nokkuð breyst til hins betra. En auðvitað verður það svo skoðað hvernig framtíðarþróun skól- ans verður." Endur- og símenntun í framhaldi af þessu var Jón spurður hvert væri meginmarkmiðið með þessari breytingu á rekstrinum. „í fyrsta lagi að sameina rekstur skól- anna tveggja, auka samkennslu og ekki síst að byggja skólana upp með því að tengja þá í framtíðinni meira við at- vinnulífið. Við höfum áhuga á því að vinna með atvinnulífinu f að þróa námið að þörfum þess og fara í rannsóknarverk- efni og þróunarstarfsemi. Við getum unnið að því með fyrirtækjunum þar sem vinna vélstjórar og skipstjórnarmenn. Síðan höfum við áhuga á að beita okkur talsvert að endurmenntun, sem hefur kannski ekki verið sinnt nægilega í skól- unurn til þessa. Það hafa að vísu verið haldin námskeið en við viljum gjörbylta því og sækja fram í endur- og símenntun. Teygja okkur þá inn í alla þá geira sem tengjast sjó, útgerð, vélgæslu, vélstjórn og öðru slíku sem tengist þessu námi. Eins og menn vita þá fara þeir sem út- skrifast héðan ekki eingöngu á sjóinn. Töluvert stór hluti, sérstaklega vélstjórar, fer í landvinnu svo sem í orkugeiranum. Varðandi endur- og símenntun erum við bæði með í huga núverandi skóla og önnur fög tengdum atvinnulífinu, svo sem menntun sjómanna sem ekki er í þessum skóla sem slfk. Því ætlum við að fara í námskeiðshald og önnur verkefni sem tengjast sjómennt. í þessu samhengi höfum við gert samning við Sjómennt, sem er samstarfsvettvangur Samtaka At- vinnulífsins, LIÚ og Sjómannasambands íslands, og tökum að okkur verkefni sent lúta að því að sinna þörfum undirmanna á skipum og annarra sem tengjast sjó, út- gerð og siglingum. Þá geta þeir sent ráða sig til starfa á skipum fengið undirstöðu- menntun sem kemur þeirn strax til góða. Þeir læri að sinna þeim verkum sem þarf að vinna um borð og byrja þá ekki alveg grænir til sjós.“ Nám sem gefur aukna möguleika Á undanförnum árum hefur dregið ntjög úr aðsókn að Stýrimannaskólanum. Jón B. Stefánsson var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að snúa þessari þróun við. „Svona skóli er háður því í hvaða um- hverfi hann er. Nú vitum við að stöðum urn borð hefur fækkað, en ákveðin end- urnýjun þarf að eiga sér stað og við þurf- um að viðhalda henni. Síðan er það verk- efni, sérstaklega á skipstjórnarsviðinu, að finna leiðir til að auðvelda þessum mönnum, með einhverri aukamenntun, að koina í land þegar þar að kemur og hafa þá eitthvað til að snúa sér að. Vél- stjóramegin er þetta öðru vísi því þeir eru gjaldgengari til vinnu í landi. Ég tek stundum dærni af því, að ef við horfunt á skóla eins og þennan, að ungur rnaður sem er að klára grunnskólanám í dag veltir því fyrir sér hvað hann eigi að gera. Flestir sem ætla að læra meira fara sjálf- krafa inn í menntaskóla til að ljúka stúd- entsprófi, en stúdentspróf í dag er ekkert annað en lykill að framhaldsnámi. Ef þessi ungi maður hefði sérstakan áhuga á raungreinum eða tæknisviðinu væri hann betur settur með því að fara hina leiðina. Fara sem sagl í Vélskólann og öðlast stighækkandi starfsréttindi, þau fyrstu eftir eina til tvær annir, starfsrétt- indapróf eftir fjögur ár og hafa þá jafn- mikinn aðgang að háskóla þótt hann hafi ekki stimplað stúdentspróf. Ungt fólk sem klárar Vélskólann fer einmitt tals- vert til náms í raungreinum í háskólun- um. Það hlýtur að vera betur undirbúið heldur en þeir sem bara hafa verið í bók- námi. Þetta fólk er búið að kynnast vél- um, kröftum, eðlis- og efnafræði og fleiri fögum í raun og lært að smíða, sjóða og svo framvegis. Því gefur auga leið að þetta fólk er betur undirbúið til að fara að takast á við teoríuna í verkfræði og tæknifræði. Því finnst mér að það ætti að vera biðröð eftir að fá að komast hér inn. Hver vill ekki fá starfsréttindi á sama tíma og annar er að ljúka stúdentsprófi, og hafa sömu möguleika á háskólanámi? En menn hafa gjarnan spyrt þessa skóla og sjóinn saman. Komi menn hingað til náms verði þeir síðan að fara á sjóinn og vera þar alla starfsævina. Raunin er sarnt ekki sú.“ -Þetta nýja rekstrarform skólans hamlar því ekki að hann geti átt góða samvinnu við aðra skóla? „Nei, alls ekki. Við erum jafnháðir framhaldsskólalögunum eins og hver annar skóli og við höfum ekkert leyfi til að fara aðrar lciðir en að uppfylla kröfur námskrár og þeim lögunt og reglugerð- um sem ná yfir skólahald. Við erum í rauninni bara rekstraraðili, ráðum kenn- ara, greiðum launin og svo framvegis. Það eru margir skólar reknir með sama sniði og hafa ekki náð síðri árangri en hinir skólarnir.“ Enginn afsláttur gefinn af náminu Þegar það spurðist út að samtök út- gerða ætluðu að koma að rekstri skól- LOWARM sjódælur Útgerðamenn - Fiskeldisstöðvar Sjódælur úr AISI 316L ryðfríu stáli 6 m3/klst. til 228 m3/klst. 0,75 kW til 75 kW Gæði - Öryggi - Þjónusta Danfoss hf Skútuvogi 6 Simi 510 4100 www.danfoss.is Sjómannablaðið Víkingur - 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.