Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 30
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Að þessu sinni hefjum við siglinguna með því að fara á síður útgerða kaupskipa. Ekki eru það íslenskar útgerðir sem litið verður til enda hefur þeim verið áður gert skil á síðunni. Alveg frábær útgerðarsíða er á slóðinni http://www.jumboship.nl/ en hér er útgerð sem sannarlega er Júmbó. Þetta er útgerð sem rek- ur þungaflutningaskip um allan heim. Þeir fá þessa sérstæðu farma sem ekki er á allra færi að flytja. Á síðunni er hægt að fá upplýsingar um störf hjá fyrirtækinu og einnig hægt að hlaða niður fréttablaði útgerðarinnar. Næst verður skoðuð síða BBC Chartering á slóðinni http://www.bbc-online.de/ en þetta fyrirtæki hefur yfir að ráða rúmlega 60 skipum. I’ar er að finna myndir af skipum sem kljúfa höf allra heimsálfa því einnig er listi yfir hvar hvert skip er í siglingum. Skip frá þessum aðila hefur m.a. verið í siglingum fyrir Atlantsskip. Þriðji útgerðaraðilinn er Smit sem er í rekstri dráttar- og björg- unarskipa. Síða þeirra er vistuð á http://www.smit-havensleepdi- ensten.nl/ og þar er martg fréttnæmt. Þar er að finna fréttir af þeim björgunaraðgerðum sem fyrirtækið hefur staðið í. Kursk og Tricolor eru nöfn sem hljóma innan veggja fyrirtækisins enda stóð og stendur að þeim verkefnum. Næsta síða er því í beinu framhaldi af þeim verkefnum sem Smit’s er í en það er sérstök síða um björgunaraðgerir við Tricolaor. Síðan http://tricolorsalvage.com er síða sem enginn á að láta fara framhjá sér því hér er mjög greinagóð lýsing á atburðinum og eftirleiknum. Þá eru skýringamyndir á því hvernig staðið verður að þessari sérstöku sögun á 190 metra löngu skipi á hafs- botni. Mjög skemmtileg hollensk síða um olíuskip í eigu Esso er á slóðinni http://visseraa.topcities.com/index.htm. Hér er gam- all olíuskipavélstjóri að halda úti siðu um Essoskipin og til- einkar hann síðunni þeim sem fórust á skipum félagsins í seinni heimsstyrjöldinni. Þar má meðal annars nefna nýjung sem eru myndir af stærstu skipum heims VLCC og ULCC skipum en stærsta skip heims Jahre Viking á þar góða síðu. Heimasíða Þjóðverjans Josef Nusse; Ships and Flags, finnum við á http://home.t-online.de/home/josef.nuesse/. Fyrirtækja- fánar útgerða er aðalefni síðunnar en einnig er hægt að skoða skip smíðuð hjá skipasmíðastöðinni J.J. Sietas i Þýskalandi. Samskip hafa nýverið gengið frá samningum um að fá tvö ný- smíðuð skip frá þessari skipasmíðastöð á árinu 2005 í stað nú- verndi áætlunarskipa félagsins. Skip sömu gerðar má finna þar s.s. skipið Helgaland en vænlanleg skip eru af gerðinni 172. Ástralska skipaljósmyndasíðu finnum við á http://www.mattmar.com.au/photography.html en þessi síða inniheldur ógrynni af skipamyndum. Hér hefur eigandi síð- unnar meðal annars boðið gestaljósmyndurum að vista myndir sínar til að gefa síðunni meira fjölþjóðlegt gildi. Síðasta síðan að þessu sinni verður myndasiða frá Elbunni á slóðinni http://www.hewirsching.de. Hér eru meðal annars myndir af islenskum skipum og því áhugavert að fylgjast með heimasíðum sem eru að fylgjasl með skipauntferðum unt hafn- ir þar sem íslensk skip eru tíðir gestir. 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.