Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 32
Ólafur Ragnarsson „Coastcardinn“ í Fíladelfíu Ólafur hefur víðafarið og meðal annars lent í vopnaviðskiptum i Beirut þar sem hann tók þessa mynd. Fyrir nokkrum árum var ég stýrimaður á skipi sem var í „timecharder“ hjá útgerð á Miami. Við sigldum á milli hafna við Karíbahafið og til bandarískra hafna. Eitt sinn lestuðum við járnrúllur í Puerto Cabello í Venezuela sem áttu að fara til Fíladelfíu á austurströnd Bandaríkjanna. Á leiðinni hrepptum við slæmt veður og losnuðu nokkrar rúli- urnar og skemmdust. í Fíladelfiu þurfti skipstjórinn því að gera „sea protest". En akkúrat þegar hann ætlaði að fara að sinna því kom flokkur af fólki frá strandgæslunni til að að taka test á skip- inu og búnaði þess. Þar sem hann vissi að mér var ekkert sérlega vel við „Gardinn" bað hann mig þess lengstra orða að vera nú kurteis við þá. En ég hafði lent í harði orðasennu við einn strandgæslugaur- inn nokkrunt vikum áður er við vorum í Richmond (Virginia). En það er útbreidd- ur misskilningur hjá „Gardinum“ að amerísk lög gildi um heiminn allan. Skipper gat nú engan veginn frestað lengur för sinni til Notarius publicus og lét ntig einan með strandgæsluhópnum. Yfirmaður hans var ung og mjög svo hugguleg kona á óræðum aldri þó. Ekki var ég viss um með hvaða hreim enskan hennar var, sem er ekki að marka því að enskukunnátta mín er ekkert til að hrópa húrra fyrir. En svo mikið er víst að ég mér gekk bölvanlega að skilja hana. Enda muldraði hún ofan í bringu sér sem var ekki til að bæta stöðuna. Hópurinn skipti nú með sér verkum og hvarf á brott i tveimur flokkum. En hinn gullfallegi yfirmaður varð eftir hjá mér í brúnni Vélstjórinn fór með annan flokk- inn niður í vél en bátsmaðurinn með hinn um dekkið. í brúnni höfðum við það bara huggu- legt. Eftir að hafa spurt nokkurra spurn- inga um hin ýmsu tæki og tól sagði hún altíeinu — að mér heyrðist: ”Há abát jor sexlæf?” Mig rak í rogastans og hugsaði : „Af öllum and.....er nú Coastcardinn farinn að skipta sér.“ En minnugur orða skipstjóra míns svaraði ég án þess að spyrja, hvern fjan... henni kæmi það við: „I dú not nóv, æ hef not træd it for a væl.“ Þá horfði þessi undurfagra kona beint í augun á mér og sagði: „Sjóv mí the bottom.” Nú varð algert stjörnuhrap í hausnunt á mér og ntér féllust hendur og glápti orðlaus á hana. Fleiri þúsund hugsanir þutu í gegnum minn gamla, grá-fiðr- aða haus, og ég skalf í hnjáliðunum, það get ég svarið. Eitthvað fannst þessari, í mínum huga yndislegu álfamær, ég vera skrílinn því að hún spurði: „Ar jú olræt Kaptein?“ Ég náði að kinka kolli í örvæntingu. Og gat stamað út úr mér: ,Jes, ó jes“ „Ok,“ sagði hún, „Show nre the push button so I can turn on the searchlight." 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.