Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 50
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Enn á ný eru jólin að nálgast og eins og svo oft áður vil ég hvetja netlesendur að nota lausan tíma um hátíðarnar til að flakka um netið. Afþreyingarmöguleikar netsins eru óteljandi en sumar síður gefa meira af sér en aðrar. Fyrsta síðan að þessu sinni er okkur ekki ókunnug en hún hefur tekið miklum breyting- um frá því ég fjallaði um hana síðast. Panamaskurðurinn á slóðinni www.panc- anal.com er virkilega skemmiileg síða þar sem meðal annars má sjá vefmyndavélar frá þremur stöðum við skurðinn. Síðan er alveg mögnuð hvað varðar skoðunar- möguleika og ætti að vera áhugaverð fyrir þig lesandi góður. Mikla upplýsingasíðu er að finna á slóðinni www.ship-info.com sem er norskt fyrirtæki sem meðal annars gefur út myndskreyttar skipaskrár. Á síðu þeirra eru fréttapistlar og upplýsingar um skip, þjónustu, ráðgjöf og ráðningar svo eitt- hvað sé nefnt. Vissulega hægt að staldra lengi við. Björgunarskip eru mikilvægur þáttur í öryggi sjófarenda en til að gera sér grein fyrir hversu víða þau er að finna skaltu kíkja á slóðina www.lifeboats24-7.co.uk en þar er fjallað um björgunarskip. Það er mikið af upplýsingum á þessari síðu sem tengir saman félaga í sjóbjörgunar- sveitum víða um heim í endalausum áhuga þeirra á þessum málaflokki. Nú geta til dæmis áhugamenn um líkana- smíði séð hvernig líkan af björgunarskipi verður til, allt frá því að fyrsta spítan er sett og þar til líkanið er prufukeyrt. Fjöldi Ijósmynda eru á síðunni sem og umræðuvefur. írskt skipafélag sem heitir Arklow Shipping er svo lánsamt að áhugamað- ur hefur setl upp mjög skemmtilega síðu um skip félagsins og meðal ann- ars safnað myndum víða að af skipum þess. Slóðin http://arklowshipping.web- log.nl segir sögu skipafélagsins. Petta skipafélag hefur meðal annars komið við í Straumsvík á undanförnum árum og hefur sá sem þetta ritar ljáð ljósmyndir af skipum félagsins þar sem þau liggja þar við bryggju. Ef þið lesendur góðir eigið myndir af skipum félagsins þá er eigandi síðunnar að falast eftir slikum myndum. Fyrir veðurþyrsta sjómenn ætla ég að hafa tvær síður um það efni sem ég hvet ykkur til að skoða. Sú fyrri www. wettermonitor.de/ er þýsk og er meðal annars ætluð radíóamatörum en einnig okkur hinum. Þar er hægt að kaupa for- rit sem sett eru í tölvurnar okkar og ættu m.a. að geta látið veðurskeyti og Navtex upplýsingar berast til okkar. Flin síðan er íslensk og benti einn lesandi blaðsins mér á hana. Slóðin er www.belgingur.is og þar má sjá veður og veðurhorfur framundan i 3 og 9 km hæð. Alveg frábær síða sem þið ættuð að skoða. Fyrst við erum farin að skoða íslenska heimasíðu þá skulum við halda áfram á þeirri slóð. Einn af velunnurum Sjómannablaðsins Víkings, Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður, er með heimasíðu á slóðinni www.123.is/jonpa/ þar sem margar myndir hans er að finna. Jón Páll hefur tekið fjðlda mynda fyrir Víkinginn, átt forsíðumyndir sem og tekið þátt i ljós- myndakeppnum blaðsins og unnið þar til verðlauna. Fyrir ykkur lesendur sem eruð að munda myndavélar þá er lilvalið að fara sömu leið og Jón Páll, setja upp heimasíðu og að sjálfsögðu að taka þátt í ljósmyndakeppninni hjá okkur. Myndasíða fiskiskipa má finna á slóð- inni www.fiskeskibe.dk en þar er danskur sjómaður, Rasrnus Christoffersen, sent hefur safnað myndum af evrópskunt fiskiskipum frá ýmsum ljósmyndurum. Ef þið viljið deila fiskiskipamyndum ykkar þá endilega setjið ykkur í samband við Rasmus en netfang hans er að finna á síðunni. Áhugasamir dráttarbátamenn finna efni við sitt hæfi á www.tugspotters.com en þar er áhugamaður sem er með nrikið safn af dráttarbátamyndum ásamt fleiru. Ef þið hafið áhuga á að kaupa ykkur dráttarbát þá er þar sölusíða og margt fleira. En það er víða sem áhugamenn um dráttarbáta geta fundið áhugavert efni en á síðunni www.lekko.org er hægt að fá allar upplýsingar um tímaritið Lekko sem fjallar um drátlarbáta. Lokasiðan að þessu sinni fjallar um for- tíðina eða ferðalög með farþegaskipum síðustu aldar. Um er að ræða nettímarit sem hægt er að gerast áskrifandi að en það er að finna á slóðinni www.garem- aritime.com/. Hér er að finna fyrsta tímaritið og má meðal annars sjá myndir af Queen Mary fara í sína fyrstu för. Að lokum vil ég ntinna ykkur, lesendur góðir, á að ef þið rekist á skemnttilegar síður þá sendið þær áfram til mín á slóð- ina iceship@heimsnet.is. Góðar slundir. Jólavísa eftir Bjarna frá Gröf Kvöldin lengjast, hverfur sóliii hak er í skuggunum. Þá birtast okkur blessuð jólin í búðargluggunum. 50 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.