Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 12
154 NÁTTÚRUFR- Við væntum þess, að eitthvert kvöldið um jólaleitið, verði. heiðríkja og stjörnubjart. Þess vegna látum við nú „Náttúru- fræðinginn“ flytja mynd eða stjörnukort af nokkrum hluta him- insins. Vonum við, að það geti orðið dægrastytting fyrir unglinga. og börn, sem hafa lært að lesa, að virða fyrir sér stjörnurnar á himninum, og reyna að átta sig á þeim eftir kortinu, og læra að. þekkja nöfn stjörnumerkjanna. Síðar í vetur mun „Náttúrufræðingurinn“ flytja kort af öðr- um hlutum himinsins, eftir því, sem efni hans og ástæður leyfa: ekki sízt, ef að vér komumst að raun um, að unglingum falli vel. í geð jólalexían, er fylgir þessari grein. Sólin og fylgihnettir hennar. Sólin er glóandi bjartur him- inhnöttur eða stjarna, er stafar frá sér bæði birtu og hita, bæði. á. jörð vora og aðra hnetti í sólkerfi voru, sem allir eru svo kaldir,. að þeir eigi veita birtu af sjálfsdáðum; þeir hafa eigi öðru ljósi að miðla en því, sem þeir hafa fengið frá sólinni. Sólin er því sjálf- lýsandi stjarna, sama eðlis og allur þorri þeirra stjarna, sem vér sjáum blika á næturhimninum. En oss virðist hún miklu stærri. en þær, af því að hún er miklu nær jörð vorri. Fylgihnettir Sólarinnar eru jarðstjörnumar, er ganga um- hverfis hana eftir ákveðnum hringbrautum. Þær eru þessar, tald- ar í röð út frá Sólinni: Merkúr, Venus, Jörðin, Marz, Júpiter^ Satúmus, Úranus, Neptúnus og Plútó (sjá síðasta hefti Náttúru- fræðingsins, bls. 122—124). Auk þess eru nokkur þúsund smá- stjörnur, er eiga brautir milli Marz og Júpiters. Fimm af þess- um jarðstjörnum (Merkúr, Venus, Marz, Júpíter og Saturnus) getum vér séð með berum augum á himninum meðal annara. stjarna. En staða þeirra á himninum er mjög breytileg; ])ær breyta sífelt afstöðu sinni til annara stjarna, og virðast reika úi" einu stjörnumerki í annað, eftir árstíðum, og eins er um þær jarðstjörnur, sem ekki sjást með berum augum. Þess vegna eru. þær líka nefndar reikistjörnur. Þessar stjörnur eru ekki merkt- ar á stjörnukortið, og hér verða ekki veittar leiðbeiningar til að< finna þær. En aftan við almanak Þjóðvinafélagsins, eru upp- lýsingar um, hvar þær sé að finna á himninum á ýmsum tímum árs. — Til okkar sólkerfis teljast líka tunglin, sem snúast eftir ákveðnum brautum umhverfis jarðstjörnurnar. Jörðin og Nep- túnus hafa sitt tungl hvor, Marz 2, Úranus 4, Júpiter og Saturnus. 9 hvor. Auk þess hefir Saturnus um sig breiðan, flatvaxinn hring; veit innri rönd hans að hnettinum, og er langt bil á miili.. Lengi

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.