Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 1931 ^61 Hnatteídíngar. I erindi, er frakkneski eðlisfræðingurinn Babinet (f. 1794, d. 1872) flutti í Vísinda-Akademíinu í París 1852, sagði hann frá eftirfarandi atburði: 1 húsi einu í Jaquesgötu í París bjó skraddari nokkur. Hann sat í makindum við matborðið í stofu sinni, að nýlokinni máltíð. Þrumuveður var úti, og eftir að ein þrumuhviðan hafði liðið hjá, veitti hann því eftirtekt, að pappírsspjald, sem reist hafði verið fyrir opið á eldstónni, féll skyndilega frá, eins og hægur vindgustur fram úr eldstónni blési því fram. Jafn snemma kom glóandi hnöttur, á stærð við barnshöfuð, veltandi í hægð- um sínum fram úr eldstónni og leið hægfara um herbergið fáar spannir fyrir ofan gólfið. Hann var all bjartur og lýsandi, en engan hita fann hann leggja frá honum. Hnoðri þessi teygði úr sér og breytti nokkuð lögun, og leið að fótum hans og um- hverfis þær, og fannst honum hreyfingar hans líkjast því sem lítill köttur væri hér á ferðinni, er vildi nudda sig við fætur hans. Með hægð og varfærni flutti hann fæturnar undan, til þess að forðast að þetta ,,kvikindi“ snerti sig. Skraddarinn sat kyr í sæti sínu, en vofa þessi var á sveimi í kring um hann, í miðju herberginu, nokkrar mínútur. Loks hóf hún sig upp og tók að sveima umhverfis höfuð hans, en hann ýmist beygði sig, eða sveigði til höfuðið, til þess að forðast að ljóshnoðrinn snerti sig. Að lokum teygði hnoðrinn úr sér og seildist að reykpípuopi ofan til á skorsteininum, yfir eldstónni. Komst skraddarinn svo að orði, að ,,kvikindi“ þetta hefði ekki ,,séð“ opið, af því að yfir það var límdur pappír. Eigi að síður stefndi það beint á opið og smaug gegn um pappírinn, en reif um leið rauf í hann, án þess að svíða hann eða skemma að öðru leyti. Um leið og ljóshnoðrinn hvarf upp í skorsteininn, heyrðust voða brestir, varð sprenging mikil, efst í skorsteininum. Sundr- aðist þá allur efsti hluti skorsteinsins, sem náði um 20 m. hátt frá jörðu og þeyttust múrsteinarnir í allar áttir og gerðu mikl- ar skemmdir á húsþökum, er næst voru. Snemma vetrar, um 1890, var maður úr Hrútafirði á ferð norður yfir Laxárdalsheiði, á leið úr Laxárdal til Hrútafjarðar. Það var komið kvöld, þykkt loft og dimmt yfir, en þó úrkomu- laust. Allt í einu sá hann birtu bregða fyrir í dimmunni og leit upp. Sá hann þá lýsandi, bjartan hnoðra, eða kúlu, svífa til 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.