Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 22
164 NÁTTÚRUFR- bergi, unz þær hafa horfið hljóðlaust, eða horfið út aftur á svipaðan hátt og þær komu. Þó oft séu þær hægfara og meinleysislegar, geta þær stundum brugðið sjer í verri ham, valdið sprengingum og skemmdum á húsum og umturnað jörðinni, þar sem þær ber niður. Við menn eru þær líka mjög duttlungafullar, leika stundum léttilega umhverfis þá og gera þeim gælur, ef SVO' mætti segja, án þess að gera þeim mein. Annað veifið veita þær rafmagnsslög, án þess sjáanlega að snerta, stundum veita þær litlar skeinur eða sár, en mörg eru dæmi þess, að þær veiti mönnum bráðan bana. Þessar einkennilegu eldingar hafa oft vakið undrun manna og gefið hjátrú fólks byr undir vængi. G. G. B. Tunglfísksseyðí rekíð í Gríndavík. Einn af hinum sjaldséðu fiskum hér við land er hinn svo nefndi tunglfiskur (Orthagoriscus mola, eða Mola rotunda). Hann hefir að eins sézt hér 5—7 sinnum síðustu 90 ár, og aldrei áður, svo að í frásögur sé fært: Einn rak í Fljótum nyrðra 1845, ann- an í Húnavatni 1900, þriðji var tekinn lifandi úti fyrir Innra- Hólmi við Hvalfjörð 1902 (er „uppsettur“ á náttúrugripasafn- inu), hinn fjórða rak á Landeyjasandi 1904, hinn fimmti sást á sundi, við Garðskaga, fáum árum síðar, hinn sjötti mun hafa rek- ið á Landeyjasandi 1915, og 1928 rak þar (á Önundarstaðafjöru) loks hinn sjöunda. Af hinum síðasttalda og Húnavatns-fiskinum fekk Náttúrugripasafnið lítið eitt til sannindamerkis, og líklegt er,. eftir lýsingunum af hinum að dæma, að um tunglfisk hafi verið að. ræða, nema ef vera skyldi um fiskinn við Garðskaga, því að fisk- urinn er svo einkennilegur að útliti, að auðvelt er að lýsa honum greinilega, ef menn hafa haft hann milli handanna. (Sbr. lýsinff á honum 1 fiskabók minni). Nú fyrir skömmu var mér sendur tunglfiskur, sem rekið hafði á Hraunfjörur í Grindavík um síðustu mánaðamót, sem verður þá hinn 7. eða 8., er hér hefir sézt, og hann var að því leyti frá- brugðinn öllum hinum, sem hafa verið fullorðnir fiskar, 150—- 225 cm. (5—7 fet) á lengd, þeir sem mældir hafa verið, að hann var að eins seiði, 32 cm. á lengd, að vísu búinn að fá allan svip

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.