Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 20
162 XÁTTURUFR. norðurs yfir loftið, bar hann hratt yfir og hvarf honum skjótt norður í dimmuna. Sagði hann svo frá, að sér hefði virzt hún nokkru stærri en mannshöfuð. Um sama leyti var verið að reka fé í hús í Bæ í Hrútafirði. Var fjárhópurinn kominn að húsa- dyrunum, og stóðu nokkrir menn í kringum hópinn, en aðrir við húsadyr og töldu féð inn. Allt t einu kemur björt kúla, svipuð á stærð og áður er lýst, svífandi í loftinu úr suðri, og lendir í miðjum fjárhópnum. Mönnunum varð hverft við, en féð .styggðist og hópurinn sundraðist í allar áttir, en jafn snemma var ljóskúlan horfin, eins og hún hefði sokkið í jörðina. Fóru menn til og athuguðu staðinn, þar sem hún kom niður og sá- ust engin verksummerki þar á jörðinni. Töldu sumir víst, að þarna hefði vofa verið á ferðinni. í júnímánuði 1874, var skógarvörður frá Mochenthal á Uýzkalandi á ferð í skógi einum. Það var að kvöldi dags um níu leytið. Skall þá á þrumuveður, svo að hann varð að leita sér skýlis í gömlum skógarkofa. I>egar þrumuveðrið stóð sem hæst sá hann bjarta bláleita knetti, á stærð við knattleikskúlu, fara skoppandi eftir veginum. Leystust þær sumar sundur í neista og fylgdi því nokkur hvinur eða brak. Sumar sprungu í sundur :mjög nærri honum, án þess nokkur sprengihvellur heyrðist, en með slíkri ljómandi birtu, að hann fekk ofbirtu í augun. Hnett- ir þessir fóru ekki mjög hratt yfir, en allir veltust þeir í sömu átt, og þræddu að mestu veginn, og var mismunandi bil milli þeirra, þó fóru þeir svo hratt, hver eftir öðrum, að hann sá 25—30 hnetti fara fram hjá sér um veginn á hálfri klukku- stund. Þessir lýsandi hnettir komu fyrst í ljós strax og þrumu- veðrið skall á og regnið tók að streyma úr loftinu. Þrumuveðr- inu fylgdu líka tíðar eldingar, með vanalegu útliti, langdregin hlykkjaleiftur. — Fullar 2 klukkustundir beið skógarvörðurinn í kofanum af því að hann eigi þorði að leggja út á veginn, vegna þessara lýsandi vegfarenda. Fjölda margar frásögur eru til um atburði þessu líka, er vísindamenn hafa safnað saman erlendis. En eg tek aðeins þessar tvær erlendu sagnir af mörgum, sem dæmi, og hnýti sögunni úr Hrútafirði við, af því að eg tel hai’la líklegt að þar hafi verið um samskonar atburð að ræða. Lengi vel héldu vísindamenn að þessar frásögur væru bábyljur einar. En þegar Babínet og aðrir áreiðanlegir sérfræðingar tóku að gefa þeim gaum, og afla sér áreiðanlegra heimilda um þessa fyrirburði, komust menn að þeirri niðurstöðu, að þetta væri sérkennilegar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.