Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17
5JÁTTÚRUFR 159 Tiefir verið kölluð kanpamannastjarna. Er leið á sumar, skyldu ’kaupamenn eigi hætta slætti, fyr en stjarna þessi sást á kvöld- um. Merki þetta nefna sumir Erechtaníus, eftir konungi einum í Aþenu, sem átti að hafa innleitt notkun vagna. Kapella ásamt Epsilon, Eta og Zeta í þessu merki, (er mynda þríhyrning), mynda geitina, sem ökumaðurinn heldur í. 6. Eridanus-fljótið byrjar hægra megin við fætur Orions, og liggur til vesturs. Er það mjög langt stjörnumerki. I>að er lágt -á lofti og smástirnt, og sést því sjaldan vel. Heitir eftir fljóti, •er kemur við sögur í goðafræði Grikkja. 7. Na7itið (Taurus). Lína miðuð yfir beltisstjörnur Orions (Fjósakonurnar) upp á við til hægri, lendir í þessu merki. I því merki munu flestir þekkja Sjöstimið eða Sjöstjörmma. Hér um bil mitt á milli hennar og Bellatrix, í vinstri öxl Orions, er Aldebaran (augað í nautinu), sem er eina stjarnan í Nauts- merkinu af 1. stærð, og er rauð að lit. Beta (2. st.) og Zeta (4. st.) þessa merkis, upp af höfði Orions, eru fremst í horn- xim Nautsins. Sjöstimið (Pleides) er fjölstirndur stjörnuhópur. Menn með meðal sjón, geta greint ]>ar 6 stjörnur. Talið er, að sumir geti greint þá 7. í viðbót. En nokkrir hafa ])ótzt geta séð þær miklu fleiri, og er það heldur ótrúlegt. Það mun sumum þykja ■ósennilegt, að Sjöstirnið sé stærra um sig en tungl í fyllingu. Þó er það svo. Geta menn reynt það með því að halda eineyr- ingi með útréttri hendi, og láta hann bera fyrir bæði á víxl, þegar hvorutveggja sjást á lofti. Sumar fornar sögur telja Sjö- stjörnurnar dætur Atlasar, er guðirnir settu til að bera himin- inn. 8. Hrúturinn (Aries) er spöl fyrir vestan Nautið. Er það ein stjarna af 1. stærð og önnur lítið eitt neðar, af 2. stærð. Hinar eru óglöggar. 8. Hvalurinn (Cetus) er víðáttumikið stjörnumerki, neðar- lega á himni, niður frá Hrútnum. Sést aðeins vestasti hluti hans á myndinni. Þar er Mira nafnkennd stjarna. Hvalurinn er sæ- skrímslið, er granda vildi Andromedu, dóttur Kefeusar konungs í Eþiopíu. En Persevs breytti óvættinum í stein, með því að snúa að honum andliti Medúsu. 10. Flugan (Musca) er lítið og óglöggt stjörnumerki, miðja vega milli Nautsins og Hrútsins, en lítið eitt ofar. 11. Persevs er hátt á himni upp af Sjöstirninu, vestan vert við Ökumanninn. Alfa í Persevs heitir Algenip eða Mirak (2.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.