Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 26
168 N'ATTUIíU I' I getað verið orsök til ]>ess, að hlið ]>etta myndaðist. Skýringin virð- ist vera þessi: Þegar álandsvindur er með brimi, keyrir vindurinn sjóinn upp að ströndinni. En ]>að er auðskilið, að sjórinn getur ekki stöð- ugt keyrzt að landi, nema að hann hafi jafnframt einhverja út- rás frá ströndinni aftur. Verður útsog með öldunni, ]>egar hún brotnar og fellur til baka, og þar sem dýpka tekur út frá strönd- inni, verður útsogið að undirstraum eða botnstraum, er stefnir frá landi. Sé brimið mun minna á einum stað en öðrum við strönd- ina, getur svo farið, að öldufallið, frá báðum hliðum, leggist þar að, og þar myndist stöðugt íitsog meðan brimið varir, er beri sand- inn burt með sér frá ströndinni, líkt og árstraumur, og grafi þar niður hlið eða ála. Svo sem kunnugt er, dregur fitubrák mjög úr öldu broti. Hefir því lýsi eða olía verið notuð til að lægja brim við suma lendingarstaði hér á landi, til þess að gera bátum hægra fyrir að lenda. Brákin við hvalfjöruna í Landeyjum hefir líka orðið til að draga úr briminu á takmörkuðu svæði, svo þar hefir getað myndast útstreymi, sem grafið hefir hlið í sandinn. Bændur í Landeyjum, sem veittu þessu eftirtekt, komust á þá skoðun, að það sem hér skeði, mætti leika eftir. Það myndi líklega vera hægt að fá brimið til að rjúfa slík hlið í sandana, með því að láta lýsi eða olíu seitla fram í fjöruna á ákveðnum stöðum, þegar brim væri, þar sem menn vildu að hlið sköpuðust. Ef þessu yrði haldið áfram um nokkurn tíma í svo stórum stíl, að brák gæti myndast í brimgarðinum, hugðu ]>eir að það gæti nægt til þess, að nothæf hlið til lendingar mynduðust. — Veit eg eigi, hvort leitað hefir verið liðsinnis hjá þeim, er sjá um lendingarbætur hér á landi, til þess að fá slíka tilraun gerða. En um 1920 réðust bænd- ur í að kaupa grút frá Vestmannaeyjum, settu hann í poka og stjóruðu hann niður á einum stað við sandinn. En tilraun þessi mistókst, því grúturinn var svo fitulítill, að hann gerði enga að kalla brák út frá sér. Annars er ]>etta vel þess vert, að því sé gaum- ur gefinn, og það nánar rannsakað. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.