Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15
NATTÚRUFR. 157 neskju um í hvaða stjörnu merki hennar er að leita, og hvaða bókstafsmerki eða númer hún hefir í stjörnumerkinu. Stærstu og- þekktustu stjörnurnar í ýmsum stjörnumerkjunum hafa ákveðin nöfn, geta margir vísað á þær, ])ó lítt séu ])eir fróðir um stjörnur t. d. blástjarna Vega, kaupmanna stjarna (Capella). En fyrir löngu tóku stjörnufræðingar þá reglu upp að nefna stjörnurnar í stjörnumerkjunum eftir bókstöfunum í gríska stafrófinu, Aðal- stjarnan í stjörnumerki, sem vanalega var skærust, var nefnd Alfa (a = a), sú næst stærsta Beta (jj = b), sú þriðja í stærðarröð- inni Gamma (y = g) o. s frv.*. Tökum dæmi: Sirius er bjart- asta stjarnan á himninum, og margir geta bent á hvar hún er, ]>ó eigi þekki þeir nafn á stjörnumerki hennar. En ættum vér að senda bréf til kunningja okkar, sem ætti þar heima, mundi oss þykja öruggara að skrifa utan á það ]>annig: Hr. Jón Jónsson á Alfa í Stóra Hundinum. Á latínu væri heimilisfangið „Alfa Canis Majoris“. l>etta ]>ýðir að stjarnan sé bjartasta stjarna í stjörnumerkinu Stóri- hundurinn. Á stjörnukortum verðum vér fyrst að finna stjörnu- merkin, er ]>á auðvelt að átta sig á stjörnunum í merkinu, og finna stöðu þeirra á himninum eftir kortinu. En hins vegar geta líka sérstaklega bjartar stjörnum orðið okkur til leiðbeiningar, er vér leitum að merkjum ]>eirra. Hegar menn tóku að grannskoða himininn og fleiri og fleiri nýjar stjörnur fundust í stjörnumerkjunum, var farið að tölu- setja stjörnurnar í merkjunum og hlaut hver þeirra ákveðið núm- er í sinni stjörnufylkingu, t. d. nr. 27 í Stóra hundinum. Margar ljósdaufar stjörnur teljast ekki til neins ákveðins stjörnumerkis, og hafa heldur eigi ákveðin nöfn, en hafa hlotið sitt sérstaka númer í einhverri ákveðinni stjörnuskrá, t. d. Wolf 359, sem merkir 359. stjarna í stjörnuskrá Wolfs stjörnufræðings í Zúrich (d. 1893). Til þess að finna slíka stjörnu þurfum vér að vita um stað hennar meðal stjarnanna, eða leita upplýsinga um heimkynni hennar í viðkomandi stjörnuskrá. * Gríska stafrofið: a, Alfa (a); (), Beta (b); y, Gamma (g); Ö, Delta (d); e, Epsilon (e); i;, Zeta (z); p, Eta (e); f), Þeta (þ); i, Jota (i); x, Kappa (k); l, Lambda (1); u, My (m); v, Ny (n); 3„. Xi (x); o, Omikron (o); jt, Pi (p); q, Hró (r); a, c, Sigma (s); t, Tá i>, Ypsilon (y); cp. Fí (f); -/_, Ki (kh); t|>, Psi (ps); co, Ömega (ó).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.