Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 10
10 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR AFGANISTAN, AP Hótanir talibana fældu fjöl- marga Afgana frá því að mæta á kjörstað í gær, þegar forsetakosningar voru haldnar þar í annað sinn. Kosningaþátttakan varð líklega innan við fimmtíu prósent, sem er mun minna en fyrir fjórum árum þegar 70 prósent mættu á kjörstað. Víðs vegar um landið gerðu uppreisnar- menn tugi árása og tókst að drepa 26 manns. Framkvæmd kosninganna fór þó ekki úr skorðum, en á síðustu stundu var ákveðið að hafa kjörstaði opna klukkustund lengur . Fyrstu tölur birtast væntanlega ekki fyrr en á sunnudaginn, en léleg kosningaþátt- taka, einkum í suðurhluta landsins, kemur líklega Hamid Karzaí í koll. „Snemma í morgun var kosningaþátttak- an dræm, einkum í suðurhluta landsins, en um miðjan dag var hún orðin mjög góð,“ sagði Zekria Barakzai aðstoðaryfirkjör- stjóri og bar sig vel. „Í mið- og norðurhluta landsins var þátttakan gríðarleg.“ Í höfuðborginni Kabúl voru gerðar að minnsta kosti fimm sprengjuárásir, og lög- regla borgarinnar átti í meira en klukku- stundarlöngum skotbardaga við hóp upp- reisnarmanna. Tveir sjálfsvígsárásarmenn féllu í þeim bardögum, að sögn lögreglunn- ar. Karzai forseti greiddi atkvæði í skóla í Kabúl. Eftir að kjörstöðum var lokað hrós- aði hann landsmönnum fyrir að hafa sýnt það hugrekki að mæta á kjörstað og gerði lítið úr fréttum af lélegri þátttöku. Hann sagði uppreisnarmenn hafa gert árásir á 73 stöðum í fimmtán héruðum landsins. Aðstoðarmenn hans sögðu að átta afganskir hermenn, níu lögreglumenn og níu almennir borgarar hefðu fallið í þessum árásum. Karzai hlaut 55,4 prósent atkvæða í kosn- ingunum árið 2004. Samkvæmt skoðana- könnunum hafði hann mest fylgi þeirra 36 frambjóðenda, sem kepptu um embættið. Óvíst er þó hvort hann nær meira en 50 prósent atkvæða, en fái hann ekki hreinan meirihluta þarf að efna til annarrar umferð- ar þar sem kosið verður milli tveggja efstu frambjóðendanna. Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Karzais, þykir líklegastur til að keppa við Karzai í seinni umferðinni, fari svo að hún verði haldin. gudsteinn@frettabladid.is „Þessar kosningar eru stór áfangi í átt að friði og stöðugleika í Afganistan. Afganar eiga stöðugleika skilið og við í alþjóðasamfélaginu þurfum að leggja hart að okkur við að hjálpa þeim við að ná því takmarki,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á fundi með fjölmiðlafólki ásamt Össuri Skarphéð- inssyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu í gær. „Trúverðugar kosningar eru afar mikilvægar fyrir framtíð Afganistans,“ sagði Rasmussen. NATO myndi eftir sem áður beita sér fyrir því að stöðug- leiki ríkti í landinu. Mikilvægt væri að Afganistan yrði ekki aftur ríki sem skyti skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn og vera herafla NATO í Afganistan snerist því beinlínis um öryggi bandalagsríkja. „Markmið okkar er að koma ábyrgðinni á öryggismálum í Afganistan aftur í hendur afganskra stjórnvalda,“ sagði Rasmussen. „Við eigum að hjálpa Afgönum að verða þess megnug- ir að verða húsbændur á eigin heimili.“ Til að gera það mögulegt yrði að aðstoða afgönsk stjórnvöld við uppbyggingu hers og lögreglu. Afar mikilvægt væri að NATO setti á lagg- irnar umfangsmiklar þjálfunarbúðir fyrir her- og lögreglumenn í Afganistan. - bj FYLGIST MEÐ FLUGSÝNINGU Nokkrir flugmenn úr franska flughernum sýndu listir sínar skammt frá Moskvu í gær. Ekki er gott að segja hvað fór fram í huga þessa áhorfanda á meðan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Úrslita beðið í Afganistan Þátttaka í forsetakosningunum í Afganistan varð mun minni en fyrir fjórum árum. Uppreisnarmenn felldu tugi manna og tókst að fæla marga kjósendur frá, einkum í syðri hluta landsins. Fyrstu tölur birtast ekki fyrr en á sunnudag, en hugsanlega þarf að efna til annarrar umferðar milli tveggja efstu frambjóðenda. SKILRÍKIN SÝND Afganskar konur á kjörstað í Kandahar í sunnanverðu Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ANDERS FOGH RASMUSSEN Í REYKJAVÍK Í GÆR Segir markmið NATO vera að hjálpa Afgönum að verða aftur húsbændur á eigin heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KOSNINGARNAR ERU STÓR ÁFANGI UMHVERFISMÁL Lýsing staðhátta þar sem eftirlitsflugvél Landhelgis- gæslunnar fann olíubrák á dögun- um gæti bent til þess að annað skip en bandaríska varðskipið USCGC Alexander Hamilton liggi þar á hafsbotni, eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær. Hugsanlegt er að í hlut eigi annað skip sem þýsk- ur kafbátur sökkti á stríðsárun- um, að mati Gæslunnar. Talið er að lýsingin geti einnig átt við um breska olíuskipið Shir- van sem þann 10. nóvember 1944 varð fyrir sprengjuárás þýska kafbátsins U-300. Shirvan var 6.017 tonna olíuskip, með 8.050 tonn af gasolíu innan- borðs en skipið var á leið í Hval- fjörð. Tundurskeyti þýska kafbáts- ins hitti Shirvan og varð skipið samstundis alelda. Farþegaskipið Goðafoss sigldi til bjargar og tókst að bjarga öllum þeim nítján sem voru í áhöfn Shirvan en nokkr- ir þeirra hlutu alvarleg bruna- sár. Goðafoss sigldi á fullri ferð til Reykjavíkur en aðeins klukku- stund síðar varð Goðafoss einn- ig fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátnum. Fórust fjölmargir við árásina eða fjórtán úr áhöfn Goða- foss og tíu farþegar, þar á meðal tvö börn. Einnig fórust allir nítján skipverjar Shirvan. Staðsetning olíunnar á Faxa- flóa passar við þann punkt þar sem talið er að Shirvan hafi sokkið og passar stærðin á skipinu einn- ig við mælingar sjómælingabáts- ins Baldurs frá síðastliðinni viku sem þóttu sterklega benda til að þar lægi bandaríska varðskipið. - shá Staðsetning olíunnar á Faxaflóa bendir til að hún gæti komið frá olíuskipi sem var sökkt 1944: Tvö skip gætu skýrt olíubrák á Faxaflóa GOÐAFOSS Með skipinu fórust 24 Íslendingar og einnig skipsbrotsmenn sem um borð voru. DÓMSTÓLAR Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjór- um ungum mönnum fyrir rán á Barðaströnd á Seltjarnar- nesi í lok maí. Þar gengu tveir þjófar í flasið á húsráðanda, úrsmið á átt- ræðisaldri, börðu hann og bundu fastan með límbandi. Þeir rændu síðan tugum úra og skartgripum. Ákæran á hendur fjórmenningun- um verður þingfest á morgun. Einn hinna ákærðu er Axel Karl Gíslason, sem komst í frétt- ir árið 2005 fyrir að ræna pilti úr verslun Bónuss á Seltjarnarnesi, koma honum fyrir í skotti bíls og aka með hann á brott. Axel var þá aðeins sextán ára. - sh Fjórir ungir menn fyrir dómi: Ákærðir fyrir að ræna úrsmið AXEL KARL GÍSLASON HAAG, AP Dómari við stríðsglæpa- dómstól í Haag segir málatil- búnað gegn Radovan Karadzic, fyrrver- andi leiðtoga Bosníu-Serba, líklega vera til- búinn. Réttar- höld geti því hafist innan fárra vikna. Karadzic er sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorð á átta þúsund Bosníu-múslimum í Srebrenica árið 1995, auk annarra stríðs- glæpa og glæpa gegn mannkyni. Hann var handtekinn í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið þrettán ár í felum. - gb Sakborningur í Haag: Styttist í réttar- höld Karadzics RADOVAN KARADZIC ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld hafa aflétt eins árs löngu banni og heimilað eftirlitsmönnum Sam- einuðu þjóðanna að skoða bæði nánast fullbúinn kjarnorkuofn á einum stað og kjarnorkubúnað á öðrum. Eftirlitsmenn Alþjóðakjarn- orkustofnunarinnar staðfestu að þeir hefðu í síðustu viku heimsótt kjarnorkuverið í Arak, auk þess sem þeir fá í næstu viku að skoða Natanz-verið, þar sem auðgun úrans fer fram. Vesturlönd hafa haft áhyggj- ur af því að Íranar ætli sér að nota auðgað úran til þess að gera kjarnorkuvopn. - gb Íranar opna dyrnar: Kjarnorkueftir- lit hefst á ný FÓLK Fleiri útlendingar fluttust frá landinu en til þess á fyrstu þremur mánuðum ársins. Er það í fyrsta sinn síðan árið 1992, sem einnig var kreppuár, að sögn Ólafar Garðarsdóttur, dósents við Háskóla Íslands og doktors í fólksfjöldafræði. Fjöldi útlendinga sem flutt- ust til Íslands margfaldaðist á árunum 2004 til 2008. Fram að því höfðu á bilinu 600 til 1.800 manns flust hingað árlega. Árið 2004 komu rúmlega 2.500 manns hingað til lands, en hámarkinu var náð árið 2007 þegar rúmlega 9.300 manns fluttu hingað. Í fyrra fór metfjöldi útlend- inga einnig úr landi. Miklu fleiri erlendir karlar en konur fóru af landi brott en hlutfall meðal Íslendinga var nánast jafnt. Sú þróun skýrist af því að árin 2004 til 2008 komu miklu fleiri erlend- ir karlmenn til landsins en konur. Mælingar Hagstofunnar ná aftur til ársins 1986, en frá þeim tíma og fram til 2004 fluttu mun fleiri erlendar konur en karlar til Íslands. „Það er ekki fyrr en í þensluframkvæmdum, 2004, sem karlarnir verða fleiri en konurn- ar,“ segir Ólöf. Þessir karlar eru nú í miklum mæli að fara af landi brott. - þeb Metfjöldi útlendinga fluttist hingað til lands árin 2004 til 2008: Margfalt fleiri karlar en konur REYKJAVÍK Mikill fjöldi erlendra karl- manna kom hingað á þenslutímum síðustu ára. Þeir eru nú í miklum mæli að flytja aftur burt. BANDARÍKIN Ný bandarísk skýrsla sýnir að ölvunarakstur kvenna jókst mikið í Bandaríkjunum á tímabilinu frá 1998 til 2007. Árið 2007 voru 30 prósentum fleiri bandarískar konur hand- teknar vegna ölvunaraksturs en árið 1998. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjórfalt fleiri karlar en konur eru handteknir í Bandaríkjunum fyrir ölvunar- akstur. Laura Dean-Moody, formaður samtakanna Mæður gegn ölv- unarakstri, segir að þessi aukna gáleysislega hegðun sé afar slæm. Í skýrslunni er ekkert fjallað um hvað veldur þessari aukningu á ölvunarakstri kvenna. Moody segir að skýringin sé að einhverju leyti sú að í sjónvarps- þáttum sé dregin upp glansmynd af ölvunarakstri. - th Ölvunarakstur í BNA: Fleiri konur keyra fullar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.