Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 26
2 föstudagur 21. ágúst núna ✽ hönnun og hundar augnablikið Ritstjórn: Anna Margrét BjörnssonÚtgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Tilraunarokk Það er ýmislegt áhugavert á döfinni á Menningarnótt. Töffarinn Krummi kenndur við Mínus mun verða með tónlistargjörning á Kaffi Kúlt- úra. Kappinn verður í félagsskap Orrustubjarka og saman munu þeir verða með eins konar tilrauna- kennt hljóðverk klukkan fjögur um daginn. Flutt til Hafnar Fatahönnuðurinn Hera Harðardóttir er flutt aftur til Dan- merkur þar sem henni leist ekki nógu vel á Ísland í kreppuástandinu. Unnusti hennar, Hugleikur Dags- son, varð eftir á klakanum en hann var einmitt að gefa út nýja bók um ein- eygða köttinn Kisa og ástandið. Hætt hjá Gyllta Stílistinn Ása Ottesen hefur sagt skilið við verslunina Gyllta kött- inn í Aðalstræti. Ása hefur stýrt versl- uninni með glæsibrag undanfarin ár en ætlar nú að setj- ast á skólabekk. þetta HELST „Ég hef elskað hunda frá því að ég eignaðist minn fyrsta hund, Schäfer-tík, þegar ég var tólf ára,“ útskýrir Daníel Hinriksson, hár- greiðslumaður á Senter. Daníel og Svavar Örn sambýlismaður hans eiga þrjá hunda af ólíkum kynjum en Daníel mun sýna tvo þeirra um helgina á sýningu Hundaræktar- félags Íslands í Reiðhöllinni. „Ég er að sýna chihuahua- og poodle- hundana mína ásamt áströlskum fjárhundi sem ég sýni fyrir vin- konu mína. Ég fékk mér fyrsta chi- huahua-hundinn minn fyrir um tíu árum og hef alltaf verið ein- staklega hrifinn af því kyni.“ Að- spurður segir Daníel nýlegt æði fyrir chihuahua-hundum frek- ar hafa skemmt fyrir hundun- um á síðustu árum. „Það er aldrei gott þegar eitt kyn verður svona vinsælt, þá fara allt of margir að reyna að rækta þá og það skemm- ir fyrir. En þessir hundar eru af- skaplega sjálfstæðir, vökulir og leikglaðir. Þeir eru stórir hundar í litlum líkama.“ Í ár heldur Hunda- ræktarfélag Íslands upp á 40 ára afmæli sitt og því verður sýning- in tvíþætt og stendur yfir bæði laugardag og sunnudag. „ Ég hvet alla til að kíkja upp í Reiðhöll og skoða hundana því að bæði ungir og aldnir munu hafa gaman af.“ - amb STEFÁN SVAN VERSLUNARSTJÓRI Á föstudaginn ætla ég að snæða á Segurmo eftir vinnu áður en heim er haldið í rólegheita-skrall. Á laugardaginn ætla ég að vinna í GK þar sem að Signý Kolbeins er að opna sýningu í tilefni Menningarnætur og svo eru nokkur afmæli á dagskránni plús nautakjöts bernaissósu dinner í góðra vina hópi. SÆTAR MÆÐGUR Fyrirsætan Kate Moss spókaði sig í hitanum í Saint- Tropez í Suður-Frakklandi í síðustu viku ásamt dóttur sinni Lilu Grace. Þ etta eru alls kyns verk sem ég ætla að sýna, teikning- ar, málverk og ljósmyndir. Svo blanda ég þessu öllu saman í sumum verkum mínum,“ segir myndlistarkonan Regína María Árnadóttir, sem ætlar að leggja tískuverslunina Einveru á Lauga- vegi 35 undir sig og verkin sín á Menningarnótt. Margar mynda Regínu tengjast á einn eða annan hátt leikaranum Mickey Rourke, sem Regína segir sína helstu uppsprettu ástríðu og innblásturs. „Ef einhver veit sím- ann hjá honum má sá hinn sami láta mig vita. Ég er allt- af að leita að honum.“ Verkin hefur Regína unnið á undanförnum árum, sam- hliða námi sínu í grafískri hönnun við listaháskólann Par- sons í New York. Meðfram nám- inu hefur hún gegnt lærlingastöð- um, annars vegar hjá vefritinu The Contributing Editor og hjá hinu þekkta tískutímariti V Maga-zine. „Ég var að vinna við vefsíðuna hjá þeim, meðal annars að vinna með tískuþættina þeirra. Þetta er heill- andi heimur en þarna er ekkert gefið eftir, unnið endalaust og allir með hugann við framann. Ég þarf að gera það upp við mig hvort ég ætla að fórna mér í þennan heim, hvort ég ætli að verða framakona eða listamaður.“ -hhs Regína María Árnadóttir, myndlistarkona og nemi í grafískri hönnun: SÆKIR INNBLÁSTUR Í MICKEY ROURKE Lærir í Parsons Myndlistarkonan Regína María Árnadóttir við eitt af verkunum sem verða til sýnis í tískuversluninni Einveru á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Danni á Sentrum með hundadellu: Sýnir þrjá ólíka hunda um helgina Glæsileg hundaræktarsýning um helgina Daníel ásamt hundunum sínum. helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.