Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 22
22 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var settur í fyrsta skipti í gær að Brúar- landi í Mosfellsbæ, en það var fyrsta skólahús Mosfellinga. Um bráða- birgðahúsnæði er að ræða en Guð- björg Aðalbergsdóttir skólameistari segir ánægjulegt að hefja starfsem- ina á jafn virðulegum stað. „Húsið hefur allt verið tekið í gegn að undan- förnu en síðan stendur til að byggja 4.000 fermetra hús í hjarta bæjarins. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir því að það yrði tilbúið árið 2011 en nú ligg- ur fyrir að byggingunni seinkar um að minnsta kosti ár.“ Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og er þar jafnt átt við náttúruauðlindir og mann- auð með áherslu á lýðheilsu og menn- ingu. Þá er stefnt að því að gera um- hverfi skólans að lifandi þætti í skóla- starfinu enda skólinn umlukinn gróðri, fellum og fjöllum. „Við munum leggja áherslu á náttúrufræði, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig megi njóta þess og nýta á skynsamlegan hátt.“ Hugmyndafræði og kennsluhætt- ir skólans einkennast af því að nem- endur eru virkir þátttakendur í eigin námi. Notaðar verða verkefnamiðað- ar kennsluaðferðir í stað fyrirlestra en þær gera ráð fyrir því að nemand- inn sé ávallt virkur í sínu námi og læri með því að leysa verkefni. „Slíkar að- ferðir og stór skrifleg lokapróf fara illa saman og verður því notast við leiðsagnarmat þar sem nemandinn fær markvissar umsagnir frá kennar- anum fyrir verkefnavinnu og áfanga- próf og um leið tækifæri til að bæta sig,“ segir Guðbjörg. Hún segir upplagt að nota tækifærið og innleiða nýjar aðferðir í nýjum skóla, en rannsókn- ir benda til þess að aðferðir sem þess- ar gefist vel. Skólinn hentar að sögn Guðbjargar hvaða nemendum sem er. Hún segir þá koma til með að fá persónulega þjón- ustu en 70 nemendur hófu nám í gær. „Þegar nýja húsið verður komið í gagn- ið og allir árgangar komnir inn ímynd- um við okkur að þeir verði á bilinu fjögur til fimm hundruð.“ vera@frettabladid.is FRAMHALDSSKÓLINN Í MOSFELLSBÆ: SETTUR Í FYRSTA SINN Nemendur virkir í eigin námi SERGEY BRIN ER 36 ÁRA Í DAG „Allir óska sér velgengni en ég vil að mín verði minnst fyrir að vera nýjungagjarn, áreiðanlegur og með ríka siðgæðisvitund auk þess sem ég vil leggja mitt af mörkum til heimsins.“ Sergey Brin, annar stofnanda Google. Fjórða úthlutun úr Hrafn- kelssjóði fór fram nýlega. Þá afhenti Hildur Björns- dóttir, formaður sjóðsstjórn- ar, Rósu Elínu Davíðsdótt- ur 500 þúsund króna styrk til doktorsnáms í orðabóka- fræðum við Sorbonne-há- skóla í París. Rósa Elín útskrifaðist með BA í frönsku frá Háskóla Ís- lands árið 2005 og MA í al- mennum málvísindum frá Sorbonne-háskóla í París 2007. Hún hefur undanfar- in ár meðal annars unnið að undirbúningi og fjármögnun íslensk-franskrar orðabók- ar sem vakti áhuga henn- ar á frekara námi í orða- bókafræðum. Í framtíðinni hyggst hún starfa í háskóla- samfélaginu við kennslu og rannsóknir á sviði frönsku og málvísinda. Hrafnkelssjóður var stofn- aður í minningu Hrafnkels Einarssonar sem var fædd- ur 13. ágúst 1905. Hann lauk námi í hagfræði og var að undirbúa doktorsverkefni sitt um fiskveiðar á Íslandi og útflutning fiskafurða þegar hann lést í nóvember 1927. Foreldrar hans stofn- uðu minningarsjóðinn um hann og fyrst var úthlutað úr honum árið 2005. Úr Hrafnkelssjóði MERKISATBURÐIR 1011 Njáll Þorgeirsson og heimilisfólk hans á Berg- þórshvoli í Landeyjum er brennt inni í hefndarskyni af Flosa Þórðarsyni og mönnum hans. 1439 Eiríkur af Pommern er settur af konungsembætti í Kalmarsambandinu. 1942 Vélbáturinn Skaftfellingur, með sjö manna áhöfn, bjargar 52 Þjóðverjum af sökkvandi kafbáti undan Bretlandsströndum. 1958 Friðrik Ólafsson skákmað- ur verður stórmeistari, 24 ára gamall. 1988 Stuðlabergsdrangur var reistur í Skagafirði til minningar um Örlygs- staðabardaga en þá voru 750 ár voru liðin frá at- burðinum. Þennan dag árið 1958 varð Friðrik Ólafsson fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, þá 24 ára að aldri. Hann fékk titilinn eftir að hafa komist á áskorenda- mót. Það var átta manna mót þar sem barist var um að fá að skora á heimsmeistarann. Mikhaíl Tal vann mótið og varð síðan heimsmeistari. Með afrekinu hóf Friðrik sig upp í hóp sterkustu skákmanna heims. Hann hefur auk þess unnið all- mörg alþjóðleg skákmót, orðið Norðurlandameist- ari og Íslandsmeistari sex sinnum. Friðrik var forseti Alþjóðaskáksambandsins á ár- unum 1978-1982. Hann jók vinsældir skákarinnar hér á landi og plægði akurinn fyrir komandi stór- meistara. Friðrik er eini íslenski skákmaðurinn sem lagði Bobby Fischer að velli en það tókst honum að gera tvívegis. Friðrik er líka eini Íslendingurinn sem hefur unnið ríkjandi heimsmeistara. Það var gegn Anatolí Karpov árið 1980. ÞETTA GERÐIST 21. ÁGÚST ÁRIÐ 1958 Friðrik Ólafsson stórmeistari FRIÐRIK ÓLAFSSON, STÓRMEISTARI Í SKÁK Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför mannsins míns, Þorgríms Þórðarsonar Hlaðbæ 1, Reykjavík. Jónína B. Thorarensen og fjölskylda. Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, Erlar Jón Kristjánsson Árnatúni 4, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju mánu - daginn 24. ágúst kl. 14.00. Auður Júlíusdóttir Auður Bergþóra Erlarsdóttir Albert Steingrímsson Katrín Eva Erlarsdóttir Vignir Örn Oddgeirsson Jónína K. Kristjánsdóttir Bernt H. Sigurðsson Kristján J. Kristjánsson Svandís Einarsdóttir Þóra M. Halldórsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Marsibil Guðmundu Helgadóttur Hlíf I, Ísafirði. Sérstakar þakkir til allra á Hlíf fyrir góða umönnun og góðan félagsskap. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Helga Jensdóttir Valur Karl Pétursson Friðbjört Elísabet Jensdóttir Þórir Kjartansson Guðmundur Helgi Jensson Freymóður Jensson Inga Jóna Björgvinsdóttir Pálína Jóhanna Jensdóttir Þorbjörn Halldór Jóhannesson Margrét Bjarndís Jensdóttir Kristinn Guðni Ebenesersson Sigvarður Halldórsson Guðríður Elíasdóttir Halldóra Guðbjörg Magnúsdóttir Guðmundur Magnús Kristjánsson Ingi Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórey Erna Sigvaldadóttir Reiðvaði 1, andaðist að morgni fimmtudagsins 19. ágúst. Jarðarför auglýst síðar. Ægir Jónsson Sigvaldi Ægisson Elísabet Reinhardsdóttir Jón Ægisson Svanborg Þ. Einarsdóttir Hrönn Ægisdóttir Guðmann Reynir Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. VERKEFNAMIÐAÐAR KENNSLUAÐFERÐIR Guðbjörg segir upplagt að innleiða nýjar kennsluaðferðir í nýjum skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFHENDING. Hildur Björnsdóttir afhenti Rósu Elínu styrkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.