Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 48
36 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen er í við- tali á heimasíðu UEFA í tilefni að þátttöku kvennalandsliðs Íslands á loka- keppni EM í Finnlandi sem hefst i n na n skamms. Eiður Smári fer eðli- lega fögrum orðum um íslenska liðið en segist þó hafa haft ástæðu til þess að skamma þær upp á síðkastið. „Ég óska þeim auð- vitað velfarnaðar í lokakeppninni en hef þó þurft að skamma þær nokkrum sinn- um upp á síðkastið. Þær láta okkur strák- ana líta svo illa út þar sem við eigum enn langt í land með að ná sömu h æðu m og þær. Kvenna- liðið er alveg frábært lið og þær eru góðir fulltrúar Íslands,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári hrósar markadrottningunni Mar- gréti Láru Viðarsdóttur sérstak- lega en hún skoraði mest allra leikmanna sem tóku þátt í undan- keppninni eða tólf mörk. „Mér finnst hún vera mjög hæfileikarík. Hún er með frábæra tækni og vonandi verður hún bara enn betri á komandi árum,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári segir vitanlega mikla eftirvæntingu ríkja á Íslandi fyrir þátttöku kvenna- liðsins á EM. „Að sjálfsögðu er mikil eftir- vænting fyrir lokakeppnina á Íslandi. Ég get reyndar ímyndað mér að það sé eins hjá öllum keppnis- þjóðunum þegar í lokakeppni er komið,“ segir Eiður Smári að lokum. - óþ Eiður Smári er í viðtali um kvennalandslið Íslands á heimasíðu UEFA: Láta okkur strákana líta illa út EIÐUR SMÁRI Óskar íslenska kvennalandsliðinu góðs gengis í lokakeppninni í Finnlandi í viðtali á heimasíðu UEFA. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lokaspretturinn í 1. deild karla hefst í kvöld þegar þrír leikir fara fram í 18. umferð og því aðeins fimm umferðir eftir og baráttan á toppi og botni deildarinnar í algleymi. Selfyssingar hafa verið í bílstjórasætinu stóran part af sumrinu og markahrókurinn Sævar Þór Gíslason, sem hefur skorað fimmtán mörk í sextán leikjum í sumar, segir liðið tilbúið fyrir lokaátökin. „Það er bara einn pakki í toppbaráttunni og það virðist vera sem allir geti unnið alla í þessari deild. Við þurfum bara að halda áfram að spila okkar leik og klára þetta af krafti. Mér hefur gengið vel að skora en það er einfald- lega liðinu að þakka. Ég væri ekki kominn með þetta mörg mörk ef liðið væri ekki að spila sem ein heild,“ segir Sævar Þór. Selfyssingar voru í baráttunni um að komast upp í efstu deild síðasta sumar á sínu fyrsta ári í 1. deild- inni og því kemur staða þess ekkert á óvart núna. Sævar Þór segir gengi liðsins þó hafa farið fram úr sínum björtustu vonum. „Markmið okkar fyrir tímabilið var að ná stöðugleika í okkar leik í deildinni þar sem það er alltaf talað um að annað árið í deild sé erfiðast. En þetta hefur bara gengið framar vonum og um mitt sumar settum við okkur nýtt markmið og við einbeitum okkur bara að ná því núna,“ segir Sævar Þór. Sævar Þór var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að fara aftur á heimaslóðir á Selfossi þegar liðið var enn að spila í 2. deildinni en nú eru fínar líkur á því að hann spili í úrvalsdeildinni næsta sumar. „Þegar ég kom til Selfoss árið 2007 vildu margir meina að ég væri útbrunninn og það væri jafnframt stórt skref niður á við að fara til félagsins. Ég ákvað hins vegar að slá til og sé alls ekki eftir því núna. Það væri draumur ef Selfoss færi upp í efstu deild og við erum nú fimm leikjum frá því takmarki. Ef það tekst þá tek ég bara stöðuna á því hvernig skrokkurinn verður eftir sumarið áður en ég ákveð hvort ég held áfram,“ segir Sævar Þór. Selfoss er á toppnum með eins stigs forskot á Hauka og þriggja stiga forskot á HK og mætir Leikni á Selfossi í kvöld en Leiknismenn unnu 4-0 í fyrri leik liðanna í Breiðholti. SÆVAR ÞÓR GÍSLASON: ER VONGÓÐUR FYRIR HÖND SELFOSS FYRIR LOKASPRETTINN Í 1. DEILDINNI Það væri draumur ef Selfoss færi upp í efstu deild FÓTBOLTI Txiki Begiristain, yfir- maður knattspyrnumála hjá Bar- celona, hefur staðfest að félagið ætli að verðlauna stjörnuleik- mennina Andrés Iniesta og Lionel Messi með nýjum og betri samn- ingum á næstunni. „Messi er besti leikmaður í heimi og því viljum við gera allt til þess að halda honum sem lengst á Nývangi. Iniesta fær líka nýjan samning í samræmi við mikilvægi hans fyrir félagið. Við viljum halda sömu mönnum og gerðu það gott á síðustu leiktíð,“ segir Begiristain. Iniesta og Messi fylgja því væntanlega eftir þeim Víctor Valdés, Yaya Toure og Xavi sem skrifuðu nýlega undir nýja samn- inga við Spánar- og Evrópumeist- arana. - óþ Lionel Messi og Iniesta: Fá nýja og betri samninga LIONEL MESSI Hefur verið ótrúlegur með Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fulham náði í gær sam- komulagi við WBA um að fá Jonathan Greening að láni út leiktíðina. Fulham hefur reynt að fá hann í allt sumar og það bar loks árangur hjá Roy Hodgson. - hbg Jonatan Greening: Fenginn að láni til Fulham FÓTBOLTI Liverpool keypti í gær gríska landsliðsmanninn Sotir- ios Kyrgiakos frá AEK í Aþenu. Kaupverðið er talið vera 2 millj- ónir punda. Þessi 30 ára varnarmaður mun væntanlega gangast undir læknisskoðun í dag og ætti að vera klár í leikinn gegn Aston Villa á mánudag. „Þetta er leikmaður með mikla reynslu sem getur hjálpað okkur í vörninni,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. „Hann hefur þess utan reynslu af breskum bolta síðan hann lék með Glasgow Rangers. Hann er sterkur í loftinu, hefur mikinn líkamlegan styrk og er grimmur. Við vorum að leita að leikmanni með reynslu.“ Grikkinn kemur til Liverpool á góðum tíma enda eru Daniel Agger og Martin Skrtel báðir meiddir og Liverpool vantar því sárlega miðvörð til að leysa þá félaga af. Kyrgiakos, sem hefur leikið 50 landsleiki fyrir Grikkland, til- kynnti um félagaskiptin á heima- síðu sinni síðasta þriðjudag. „Þetta er stærsta verkefni lífs míns. Ég hef tekið tilboði Liver- pool,“ sagði Grikkinn á síðu sinni áður en búið var að staðfesta félagaskiptin en honum lá aug- ljóslega mikið á að deila fréttun- um með heiminum - hbg Vörn Liverpool styrkist: Kyrgiakos fer til Liverpool KYRGIAKOS Fer líklega í læknisskoðun í dag. NORDIC PHOTOS/AFP Vígsla gervigrasvallar Víkings Hanna Birna Kristjánsdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur vígir völlinn ásamt ungum iðkendum Víkings. Að vígslu lokinni kl. 18:30 fer fram á aðalleikvangi leikur Víkings og Aftureldingar í 1. deild karla. Fjölmennum! föstudaginn 21. ágúst kl. 17. > Biðstaða í málum Eiðs Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að ekkert hafi enn komið úr viðræðum þeirra við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. „Það er afskaplega lítið að frétta af hans málum,“ sagði Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði þá þó hafa átt í viðræðum við fleiri félög en West Ham. Eiður Smári á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona. Félagaskipta- glugginn lokast um næstu mánaða- mót og því tíminn að renna út fyrir Eið Smára. „Það er ómögulegt að segja hvað gerist. Það vill oft vera þannig að þessir hlutir ganga hratt fyrir sig á lokakaflanum,” sagði Arnór. FRJÁLSAR Fljótasti maður allra tíma, Jamaíkamaðurinn Usain Bolt, er enn að bæta sig og menn spyrja sig eftir 100 og 200 metra hlaupin á HM í Berlín hvað hann geti bætt metin mikið en hann er aðeins 22 ára gamall. Bolt stakk andstæðinga sína af í gær og kom í mark á 19,19 sekúnd- um. Það var mikil spenna í upp- hafi hlaupsins og Frakkinn David Alerte þjófstartaði. Kapparnir komust af stað í kjölfarið og Bolt skildi alla eftir í beygjunni. Þegar Bolt kom í mark á ógnar- hraða benti hann á skiltið við hlið- ina, fullviss um að hann hefði bætt eigið heimsmet. Það reyndist rétt. Alonso Edward varð annar á 19,81 sekúndu og Wallace Spearmon varð þriðji. Bolt átti ekki von á því að geta bætt þetta heimsmet þar sem hann missti mánuð úr æfingum fyrr á árinu eftir að hann lenti í bílslysi. „Ég get fullvissað fólk um að ég átti ekki von á þessu því að ég var líka svolítið þreyttur. Ég ákvað samt að reyna því að fólk var mjög spennt fyrir hlaupinu. Ég sagði að það sakaði ekki að reyna. Þannig að ég gaf allt sem ég átti og nú er ég mjög þreyttur,“ sagði Bolt þreyttur en himinlifandi eftir hlaupið. „Næst ætti ég kannski að hlaupa 100 eða 200 metra hlaupið einn. Forminu var farið að hraka og ég hljóp ekki rétt. Þetta var ekki gott hlaup en vissulega var það hratt.“ Bolt varð með heimsmeistara- titli sínum í gær fyrsti maðurinn í sögunni sem heldur heims- og ólympíutitlum í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Ofurmennið frá Jamaíka Usain Bolt setti í gær ótrúlegt heimsmet í 200 metra hlaupi á HM í Berlín. Bolt hljóp metrana 200 á 19,19 sekúndum og bætti eigið heimsmet frá því á ÓL í Pek- ing er hann kom í mark á 19,30 sekúndum. Þetta var annað heimsmet hans. TVÖ HEIMSMET Usain Bolt sagðist hafa verið þreyttur í gær en það hindraði hann ekki í því að setja glæsilegt heimsmet. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.