Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í okkar sérfræðingavæddu ver-öld höfum við komið ár okkar svo fyrir borð að einföldustu verk eiga til að vaxa okkur í augum – hvað þá hin flóknari. Þessi þróun leiddi af sér þann hugsunarhátt að líta á margt í okkar nánasta umhverfi fyrst og fremst sem eitt- hvað til að laga, til dæmis heim- ilið og ruddi brautina fyrir ótal lífsstílsþætti sem kynntu okkur sniðugar „lausnir“. Heimilið var með öðrum orðum skilgreint sem klasi mismunandi stórra vanda- mála, velflest þess eðlis að þau yrðu ekki leyst án aðstoðar sér- menntaðra manna. Í HVERRI fjölskyldu má finna að minnsta kosti eina laghenta manneskju sem getur dyttað að öllum fjáranum; tengt þvotta- vélina, fest upp ljóskastara eða skipt um olíu á bílnum. Hæfileik- ar af þessu tagi eru líklegir til að gulltryggja manni vinsældir innan fjölskyldunnar – að ekki sé minnst á tengdafjölskylduna. Það er óbrigðul regla að þegar valið stendur á milli tveggja eða fleiri tengdasona nýtur sá laghentasti ótvírætt mestrar hylli. ÉG er það sem kalla má liðónýtur handverksmaður. Orðinn þrítugur eru þau teljandi á fingrum annarr- ar handar árin frá því ég gat fyrst spennt startkapla á rafgeymi einn míns liðs. Fyrir vikið hef ég forð- ast eins og heitan eldinn öll verk- efni sem fyrirfram virðast krefj- ast handlagni. Ef þvottavélin bilar geri ég eins og mér hefur hingað til verið eðlislægt: hringi í mann. TENGDAFÓLK mitt hefur þrátt fyrir þessa vankanta mína sýnt mér vinsemd og hlýju. Mér hraus hins vegar hugur við því þegar tengdamóðir mín bað mig – eflaust í gustukaskyni til að láta mér finnast ég standa jafnfætis hinum handlögnu svilum mínum – að aðstoða við að parkettleggja nýja íbúð endanna á milli. Parkett- lagning. Móðir allra yfirhalninga. Slík dvergasmíð er eflaust aðeins á færi snjöllustu völunda hugsaði ég með mér. ÉG sló til með semingi. Eflaust hægt að nýta mig í að rífa upp umbúðir, sópa sag af svölunum og þar fram eftir götunum. Næstu þrjá daga reyndi ég hins vegar að það er á færi klunnalegustu álappa að leggja fjalir á gólf. Slík reynsla er á við hundrað sjálfsstyrkingar- námskeið og kollvarpar jafn mörg- um hugmyndum sem maður hefur um sjálfan sig og eigin getu. Ég stóð keikur upp. Nú eru mér allir óspónlagðir vegir færir. Og tengdó á óaðfinnanlegt parkettgólf. Það er bara mismunandi flatt. Að finna fjölina sína Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Hvar er þín auglýsing? 35% 72% Í dag er föstudagurinn 21. ágúst 2009, 231. dagur ársins. 5.37 13.41 21.22 5.13 13.16 21.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.