Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 72

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 72
70 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Uppvöxtur og mótun Steinn var næstyngstur fimm systkina. Hann fæddist 13. október 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi við ísafjarðardjúp. Foreldrar hans komu úr röðum vinnufólks og máttu þakka fyrir að fá eitthvað að starfa. Vegna fátækt- ar var heimilið leyst upp og börnunum komið fyrir hjá vandalausum. For- eldrar hans, Etelríður Pálsdóttir (1882-1963) og Kristmundur Guðmundsson (1874-1944), slitu síðar samvistir. Tveggja ára fluttist Steinn með móður sinni að Bessatungu í Saurbæ en fjórum árum síðar varð hún að láta hann frá sér og var honum komið fyrir hjá mæðginunum í Miklagarði í sömu sveit, Stein- grími Samúelssyni og Kristínu Tómasdóttur. í viðtali sem Matthías Johannessen átti við Etelríði móður Steins segir hún: „Það var sárt, þegar ég þurfti að láta Stein frá mér á þriðja árinu, það var sárt. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér var innanbrjósts þá. Ég gleymi honum aldrei, þegar hann kvaddi mig sex ára gamall, viknaði við bæjarvegg- inn og horfði á eftir mér. Það voru þung spor. En hann var dulur á tilfinn- ingar sínar og átti erfitt með að láta þær í ljós og bældi þær. Hann átti ekki langt að sækja það. Þannig hef ég einnig verið. Ég hef aldrei kunnað að flíka tilfinningum mínum.“‘ Eitt og annað bendir til mikils sársauka Steins í garð móður sinnar á bernskuárum hans. En í Miklagarði fékk Steinn gott atlæti og þar leið honum vel og einnig á Heinabergi þangað sem þau Steingrímur og Kristín móðir hans fluttust síðar. Þá var Steingrímur kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur. Steinn var viðloðandi sveitina til tvítugsaldurs. Hann stundaði nám í Ungmennaskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1925-6, sumarið 1926 var hann kaupamaður í Bessatungu hjá Stefáni skáldi frá Hvítadal. Til Reykja- víkur kemur hann fyrst árið 1926, er m.a. vinnumaður á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, á árunum 1926-1928 fær hann sjúkdóm, sumir telja löm- unarveiki, sem olli lömun á vinstri handlegg.2 ✓ Ahrifavaldar Þrátt fyrir bág ytri kjör fékk Steinn gott atlæti og naut umhyggju og ástúðar þeirra sem fóstruðu hann í bernsku. Það var ekki síst Steinunn fóstra hans sem hafði skilning á hæfileikum Steins en Steingrími fóstra hans fannst hinn ungi sveinn hins vegar nýtast lítt við líkamlega vinnu. Kristín móðir Stein- gríms hafði skilning á gáfum Steins og hæfileikum hans, henni bast Steinn sterkum tilfinningaböndum. Heimilið mótaði hann eins og önnur börn. Tvö þjóðkunn skáld komu við sögu á mótunarskeiði hans. Annað þeirra var Stefán Sigurðsson frá Hvítadal sem fluttist í Bessatungu árið 1923 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.