Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 125

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 125
ANDVARI LANDFLUTNINGAR 119 Náttúran hefur hér fallið í form harðsvíraðrar efnishyggju; ekki vegna þess að hún sé innantómt tákn, heldur fremur sökum þess að í þessu fasta móti virðast náttúrumyndir hafa glatað lífsáskorun sinni, nema þá helst gagnvart bankareikningum. Á hinn bóginn má þó segja að þessi hlutgerving og firring - svo notuð séu klassísk marxísk hugtök - opinberist sérlega vel í sögunni einmitt vegna þess að yfir fólkinu gnæfir þessi drangur af landsbyggðinni, „fulltrúi“ íslenskrar náttúru. Miðja og smiðja Náttúran birtist lesendum sem annarleg nærvera. Hið náttúrulega bakland, sem flutt var til borgarinnar og hlaðið þar upp sem fallegum vegg í nýjum híbýlum, reynist ókennilegt. Veggurinn er sem útlagi frá öðrum heimi. En þetta þýðir líka að þessi heimur þarna „úti“, sveitirnar, óbyggð- irnar, fjöllin, eru staðir sem vert er að kanna og kynnast. Sé litið til bók- menntanna verður raunar ekki annað séð en að ljóðskáldin hafi sum hver ætíð sótt efni til náttúruheims landsbyggðarinnar og óbyggðanna, hvað sem leið landflóttanum á mölina. Vitaskuld á það einnig við um sagnaskáldin, enda er heimur sveitanna oftar en ekki „endurbyggður“ í þeim verkum sem fjalla um vistaskiptin og eru skrifuð af höfundum sem hafa sest að á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem þeir eru þátttakendur í þeim borgarheimi, þar sem stjórnvöld, fjölmiðlar og æðstu mennta- og menningarstofnanir eiga sér aðsetur. Þar er miðstöð bókamarkaðar, rétt eins og listaverkamarkaðarins sem áður var drepið á. En sú Reykjavík sem verður menningarmiðja landsins, verður ekki endi- lega eða sjálfkrafa sögusvið eða beint viðfangsefni þeirra höfunda sem hvað róttækastir eru, hvort sem það eru ljóðskáldin eða þá sagnahöfundar eins og Thor Vilhjálmsson, Steinar Sigurjónsson og Guðbergur Bergsson. I sögu samfélagsins, þróun þess og breytingum, skynja menn atburðarás og orsakasamhengi sem leitar á ýmsan hátt í frásagnarform, rétt eins og atburðir og breytingar á æviferli einstaklings. í bókmenntum er iðulega falinn „lestur“ á slíkum frásögnum og viðbrögð við þeim, og þá ekki síst í sjálfri sagnalistinni, sem mætir sögu með sögu, ef svo má að orði komast. Eftir að sagan um flutning fólks úr dreifbýlinu á mölina hafði verið áber- andi um nokkra hríð, fer að örla á hreyfingu í öfuga átt. Kristnihald undir Jökli (1968) eftir Halldór Laxness er væntanlega ekki fyrsta skáldsagan sem segir af ferð ungs borgarbúa út í íslenska sveit, en fyrir margra hluta sakir er bókin þó tímamótaverk einmitt vegna þess að hér mætir grandalaus mennta- drengur af malbikinu veruleika sem ruglar hann í ríminu og reynist í senn framandlegur og margbreytilegur. Og það er merkilegt hversu margir yngri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.