Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 7
A grænni grein Sit ég á grænni grein. Gljáfögur skyrtan hrein leggst um mitt bringu bein. Bak viö mig heyrist vein Alberts úr gleiðri gátt, guö hvaö ég lék hann grátt. Haldist nú heill og von í hendur, Geir Hallgrímsson. Fyrir nú hitt ég hef Hermannsson, klækjaref; meinsæris þráan þef þaðan mitt kennir nef svo utanlands ætla nú að efla þar mína trú: Guðsótta, gríð og erg gefi mér Bilderberg. Sit ég á grænni grein gróin mín sálarmein. Sjálfstæðis syng ég brag - samdi hann mér í hag. Tandurhreinn tónninn minn tvinnast um alheiminn. Mitt ráðslag, ráðslag mitt ríkir nú klárt og kvitt. 17. júní 1983, G. Hallgrímsson SPEGILLINN 7

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.