Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 9
FRÉTTIfí Handtók sjálfan sig FylkirÁgústsson, umboðsmaður Spegilsins á ísafirði og lögregluþjónn þar í borg, fékk skipun um það frá bæjarfógeta að handtaka umboðsmann Spegilsins og færa til yfirheyrslu svo og um að leggja hald á annað tölublað. Brást Fylkir ókvæða við í fyrstu, en tók sig svo á, enda samviskusamur maður að eðlisfari. Hélt hann heim til sín og lagði hald á upplag blaðsins. Fór löghaldið fram með þeim hætti að hann þreif upplag blaðsins úr vinstri hendinni með þeirri hægri, skellti handjárnum á úlnlið vinstri handar og hlekkjaði hana við hægri hönd og færði á lögreglustöðina. Yfirheyrði hann síðan sjálfan sig og komst fljótt til botnsímálinu. Dagatal sækir um skilnað í Kanada Vancouver 917. Fráfréttaritara Spegilsins í Kanada, Hans G. Andersen, sendiherra. Fjölmiðlar hér hafa að undanförnu fjallað nokkuð um mál dagatals eins sem nýverið sótti um skilnað frá eigandasínum. Sagði dagatalið fyrir réttinum að eigandinn, Bernie Eiting, hefði beitt það bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi ogm.a. oftar eneinu sinni rifið af því fleiri daga en liðnir væru af árinu. „Þaðer helvíti hart“, sagði dagatalið, „þegar heilu dagarnir hverfa úr lífi manns án þess að maður fái nokkuð við því gert.“ Dómur féll svo í málinu síðastliðinn mánudag og var dagatalinu gefinn eftir skilnaður. Það er nú flutt inn í þriggja herbergja íbúð í útjaðri Vancouver. Aðspurt hvað tæki við h j á þ ví í árslok, kvaðst dagatalið síður en svo óttast endalokin. „Maður hreinlega telur dagana þangað til þetta helvítis rugl er yfirstaðið“, sagði dagatalið að lokum. SPEGILLINN 9 Skiptar skoðanir um utflutning á skaufum Mjög skiptar skoðanir eru á hinni nýju útflutningsvöru. selskaufum, og þá hvort leyfa eigi að flytja þá út eða ekki. Prestastefnan, sem lauk 24. júní sl., ályktaði að flytja bæri sem mest út af skaufum þessum og hvatti til þess að leitað yrði markaða fyrir fleiri tegundir skaufa og þá í kristnum löndum ekki síðurenú'Taiwan. Þá hefur Dómarafélag íslands eindregið hvatt til útflutnings, og telur „að þannig megi losna við mikinn dónaskap og fá nokkuð úr honum jafnfranrt", eins og segir í samþykkt þess. Hins vegar er Félag einstæðra feðra, Lögreglufélagið og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Mela- og Hagasókn, á öndverðum meiði og hafa sent frá sér næstum samhljóða ályktun þar sem segir ma.: „Selskaufar eru lítil verkfæri og vesaldarleg og gefa alranga mynd af því dýraríki, sem í landinu er og við það þróast. Væri meiri reisn yfir því að vinna hvalsreðum markaði erlendis og ólíkt betri landkynning.“ Feiknarlegur áhugi komma fyrir hermálinu Nú þegar kommarnir eru komnir út úr ríkisstjórn hefur áhugi þeirra fyrir hermálinu vaknað á nýjan leik. Þykjast þeir nú ætla að vinna að því öllum árum að koma hernum úr landi og landinu úr N ATÓ, og halda að þeir muni krækja í einhver atkvæði fyrir vikið í næstu kosningum. Af þjóðkunnu smekkleysi sínu og hroka boðuðu konur í Alþýðubandalaginu til vinnufundar um herstöðvamálið ásjálfum 17dajúní. Meðfylgjandi ljósnrynd var tekinávinnufundinum. Lýsir húnveleldmóði kommakellinganna og baráttugleði. Guðrún Helgadóttir, alþm., var í ræðustól þegar myndin var tekin. ViðræSunefndirnar hittust fyrst í garði Alþingishússins og var vinafundur. Talið frá innri miðju: Múiler, Jóhannes, Guðmund- ur G. og hinn svissarinn. Ljósm. Þórður Björnsson. Skjótur og góður árangur i álviðræðum Formaður álviðræðunefnd- arinnar, Jóhannes Nordai, boðaði blaðamann Spegilsins á sinn fund í bústað Seðla- bankans við Ægissíðuna og afhenti eftirfarandi greinar- gerð: Samkomulag: (Illa orðuðum formála sleppt.) 1. Álveriðskalstækkaðum helming tafarlaust og starfs- mönnum fækkað að sama skapi. Á næstu árum skal ár- lega stækka verið um helming og fækka starfsmönnum í sömu hlutföllum, uns Ragnar verður einn eftir. 2. Verð á raforku verði hækkað í það sem heppilegast er fyrir báða aðila. 3. Hækkun súráls í hafi verði reglulegri en hingað tii hefur verið. 3. Dreifing mengunar verði betrumbætt og taki yfir stærra svæði svo ekki beri eins rnikið á landsvirði. 5. Guðmundur G. Þórar- insson hafi með öll samskipti við hið erlenda fyrirtæki að gera allt fram til aldamóta, enda þiggi hann laun hjá því. 6. Aðilar taki sér nokkrar vikur í að láta líta svo út að ekki hafi verið sarnið enn sem komið er. Viðstaddir afhendingu greinargerðarinnar voru Mei- er og Guðmundur G. auk Jó- hannesar. Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra, skaust inn til að sækja bíllykla, sem hann hafði gleymt á borðinu. Staðfesti hann að greinar- gerðin væri rétt með því að lyfta glasi með viðstöddum. Var það ákaflega gott koníak.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.