Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 35

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 35
Frelsistjáning, sögöu verðirnir. Eins og frelsishugsjón mannsins lægi í klofinu, en ekki í hjarta og heila. Þið eigið að lemja helvítis ónáttúruna úr þeim, varð mér að orði. Ef kreddur kristninnar eru ofnar af mannin- um er hann hömlulaus, syndlaus, guðlaus og frjáls maður, svöruðu verðirnir; púpan hrein! Ástirsamlyndra hjóna e. Guð- berg Bergsson. Helgafell, 1967. Bls. 168. Um stund var hann ruglaður yfir óvæntri reynslu. En úr því hann ástundaði sjálf- skennd og starfaði við guðsútibú kom hann fljótlega auga á útleið. Hann þakkaði Pílatusi fyrir velheppnaða krossfestingu frelsarans, sem hafði leitt til frama hans og margra ann- arra. Án hennar hefði hann orðið að stunda járnsmíði. Gat frelsarinn ekki einnig verið Píl- atusi þakklátur fyrir að hafa forðað sér frá örlögum margra kennimanna, að eldast og þurfa að lokum að éta ofan í sig kenningar sínar í ellinni, verða marg tvísaga, og rölta að endingu meðal vinnandi fólks, tannlaus, sí- kvartandi, sérvitur og öllum leiður, flestum til óþæginda og ama vegna þrasgirni sinnar, fótakulda og úreltra kennisetninga, frá eilífð til eilíðar, ef hann þá var guðsonur. Dauði hefði ekki getað leyst hann undan fylgd leiðs líkama. Mátti hann ekki vera guði þakklátur fyrir að hafa yfirgefið sig einmitt á hátindin- um, hinu rétta andartaki. Hvílíkt vandamál hefði hann orðið, sívekjandi fólk upp frá dauðum á yfirfullri jörð, lifandi lík hefðu orðið í meirihluta. Hann hefði orðið að hreinni plágu hagfræðinga, síþvaðrandi dæmisögur í gríð og ergi, þrumandi fjallræður í tíma og ótíma. Var ekki nóg fyrir af þannig mönnum? Ástir samlyndra hjóna e. Guð- berg Bergsson. Helgafell. 1967. Bls 140-141. Maríuvers Aftur fann hún það upp á víst: undur mjúklega á brjóstin þrýst, - öllu öðru gleymdi. Unaður, meiri en orð fá lýst, inn í skaut hennar streymdi. Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð, fann hún komið við sína dyggð, - engan segginn þó sá hún. Heilögum anda yfirskyggð aftur á bak þar lá hún. Ástleitni guðsins ofurseld, ævintýrið það sama kveld syrgði hin sæla meyja: Almáttugur! Ég held... ég held... - hvað skyldi Jósef segja? Jóhannes úr Kötlum: Ljóða- satn, 4. bindi. Heimskringta, 1973. Bls. II. SPEGILLINN 35

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.