Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 22

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 22
Eins og lesendum Spegilsins er kunnugt, þá komst Bóthildur Björk Ögmunds- dóttir á þing í síðustu kosningum. Hún er fyrsta raunverulega konan sem þar kemst inn, þvíþœr sem áður hafa setið á þingi gerðu sér aldrei fyllilega grein fyrir þvíað þœr vœru konurog voru því haldnar nokkurs konar kynblindu á eigin kyn. Spegillinn vildi vita nánar hvernig Bóthildur hefur hagað lífi sínufram á þennan dag, en hún skaust upp á yfirborð stjórnmálanna öllum að óvörum. Við heimsótt- um hana í nýuppgert hús hennar í Öskjuhlíð. Bóthildur tók á móti okkur í hrásilkiblússu frá Kalkútta, þar sem hún stundaði nám í fornleifafrœði í eitt ár. Pilsið sem hún bar var œttaðfrá ömmu, sem bjó lengst affyrir vestan, mikil kona og skapstór, sem vissi hvað hún vildi, en skórnir sem Bóthildur bar voru keyptir í Hagkaup, léttir strigaskór, sem hœgt er að nota í hvaða veðri sem er, á aðeins 39 krónur, frá Hong Kong. Blágrœnn litur þeirra fer Ijómandi vel við teppið á Alþingishúsinu. Bóthildur bauð okkur upp á loft í Ijómandi fallega hvítkalkaða stofu, þau hjónin erufyrir löngu orðin leið á panelnum og rifu hann því af. Við settumst í bastsófann sem var lakkaður í hafbláum lit. A veggnum fyrir ofan sófann hékk sporöskjulagaður spegill í ramma úrslönguskinni og tígrisdýraskinn þjótraði hlutverki mottu. Við byrjuðum því á að spyrja Bóthildi á meðan hún hitaði suður-amrískt indíánate hvort hún vœri dýravinur: Bóthildur: Eiginlega gæti ég svarað þess- ari spurningu játandi. Það voru alltaf kett- ir heima hjá mér þegar ég var lítil. Mér finnst náttúrulega óæskilegt að skinn aí dýrum séu notuð í húsgagnagerð og skrautmunagerð, en slönguskinnið í speg- ilrammanum þarna er ættað frá Súdan. Það var aðdáandi minn þar sem gaf mér það þegar ég var við nám í Kartúm, en maðurinn minn bjó síðan til spegilramm- ann úr því. Honum fannst það fara ljóm- andi vel við bláa litinn á sófanum og ég gat ekki fengið af mér að banna honum að hengja hann þarna upp. Tígrisdýraskinnið er aftur á móti frá kennara mínum á Ind- landi, en það er siður þar að gefa konum tígrisdýraskinn, þegar þær hafa lokið ein- hverjum áfanga. SpegiIIinn: Já, en ef við víkjum nú að sjálfu húsinu, hvers vegna valdirðu að búa hér, svona nálœgt flugvellinum og heita- vatnsgeym unum? Bóthildur: Þegar ég var lítil lék ég mér öllum stundum hérna í Öskjuhlíðinni. Það var yndislegt að fá að hoppa og skoppa um hlíðina, ég var mikil fyrir mér og stundum fannst mér ég vera drottning í ríki mínu. Það var svo gaman að skipuleggja leiki og hafa forystu meðal krakkanna. Mömmu fannst stundum einum of, því hún vildi auðvitað að ég yrði sæt og prúð stúlka, eins og allar hinar systurnar. Svo gafst hún fljótt upp á því og leyfði mér bara að rasa út. Spegillinn: Bóthildur, hverjir eru foreldr- ar þínir? Bóthildur: Ég er ættuð úr Reykjavík. Faðir minn Ögmundur Steindórsson var einnig Reykvíkingur og faðir hans einnig. Móðir mín er einnig úr Reykjavík og móð- ir hennar sömuleiðis. Svo það má segja að foreldrar tnímr séu Reykvíkingar í húð og hár. Að vísu hef ég heyrt talaö prh ein- hvern langafa sém var prestur í Borgarfirði íbyrjun 19. aldar og amma mín í móðurætt var komin af efnuðum bændum í Arnar- dalsætt fyrir vestan, en mér finnst ég vera hreinn og klár Reykvíkingur. SpegiIIinn: Bóthildur, nú varst þú sérstak- ur krakki og skarst þig úr, hvað er þér minnisstœðast úr œsku? Bóthildur: Alveg tvímælalaust nafnið, það hét enginn þessu nafni nema ég í skólanum og það var líka svö erfitt að stytta það, en ég man aldrei eftir að mér hafi verið strítt út af því. Að vísu er ég kölluð Bótý Björk af mínum allra nánustu, en það er ekki meira en svo. Ég man eftir einum karlpung, sem hrópaði á eftir mér Bótý hrísla, en það var ekki fyrr en ég var komin fram að þrítugu. Það er ábyggilega einhver kynngimagnaður kraftur í þessu nafni og ég er viss um að það ýtti undir þá braut, sem ég hef valið mér síðar á lífsleið- inni. Spegillinn: Nú eftir að þú hœttir indíána- leikjunum í Fossvoginum, þá fórstu í svo- kallað langskólanám, hvernig var að vera menntskœlingur og kona? Bóthildur: Að sjálfsögðu var ég ekki orð- in kona í menntó, en maður reyndi svo sem að sameina hvorttveggja, jafnvel þótt maður hefði alltaf verið meiri menntskæl- ingur innst inni en kona, enda kom ekkert annað til greina í því piltasamfélagi sem ríkti á þessum árum. Ég reyndi náttúru- lega að standa undir nafni og stóð fyrir ýmsum umbótum í félagslífinu. Spegillinn: Var ekki erfitt að sameina það að vera stelpa og standa í félagslífi? Bóthildur: Vissulega, en eins og ég sagði áður, þá stóð ég fyrir ýmsum umbótum. Ég hef t.d. alltaf haft gaman af kvikmynd- um og í 4. bekk stóð ég fyrir kvikmynda- viku, sem kölluð var Kvennanótt. Ég gleymi því aldrei þegar ég bar fram til- löguna um þessa nýjung, því þá lenti ég á mínum fyrsta fundi með eintómum strák- um og ég man alltaf hvernig það var, að vera eina stelpan á meðal þeirra, sérstak- lega þegar ég hugsa um sjálfa málnotkun- ina. Þ.eir notuðu náttúrulega bara lýsingar- orð fi’Ícairllþýni, |þjgðu alltóf „við strákarnir" og notuðmáuðVitað allta'f lýsihgarhátt þá- tíðar í karlkyni, sögðu t.d. ;,Nú erum við sko hættir fundahöldum og famir“. ög kom það sér þá vel, að hafa setið einsamall kvöld eftir kvöld og lesið Simone de Be- auvoir, nú og ég skrifaðist á við Germaine Greer sem gaf mér góð ráð og Beckett var SPEGILLINN

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.