Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 12
Bretland: Nakin kona Já, góöan daginn. Er þetta ekki ör- ugglega hjá lögreglunni? Eg heiti Jón Th. Jónsson. Sko, ég sit hérna á Horninu. Já sjáðu...nei ekki á næsta horni, heldur á Horninu, það er sko veitinga- staður eða þannig. Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég er að vísu búinn að drekka eina hvít- vín. Klukkan er orðin sex. Jú þetta var ágætt hvítvín en það var annað sem ég ætlaði að tala um. Ég er ekkert fullur samt, ég datt aðeins í það í gær sko, en það hefur næstum ekki komið fyrir síðan ég fór í meðferðina um jólin, ég veld þessu al- veg. Já, það var þetta með gangstéttarhell- urnar hérna fyrir utan. Heyrðu fyrirgefðu ég ætla að ná í krónu. ...Já þetta er Jón Th. hérna aftur. Hann er hérna ennþá fyrir utan sá með gangstéttarhellurnar. Ég vil ennfremur taka fram áður en ég held áfram að ég hef eiginlega ekkert komist í kast við lögin nema undir áhrifum áfengis. Það var ekki ég sem braust inní Gull og silfur í gær, ég kannast við hann að vísu, alræmdur kvennabósi sem var nreð mér í meðferð. Nei, ekki með mér þannig, heldur með mér í meðferð. Með í meðferðinni. Það var hann sem var í skjalafalsinu þarna um árið, ekki ég. Við erunr að vísu skyldir og hann heitir Jón líka, okk- ur er stundum ruglað saman. Hinsvegar viðurkenni ég að það var ég sem stal tómötunum í Lúllabúð þegar ég var tólf ára, en það settlaðist, við Lúlli erum sko báðir af Bergsætt. Heyrðu, hann er ennþá að bisa við gangstéttarhellurnar. Það sem ég ætlaði að fá að vita, það var hvort það væri löglegt að taka gangstéttarhellur og setja þær uppí skottið á bílnum sínum? Það er hérna maður að gera það, nei ekki það, heldur hitt. Nei sko, að setja gangstéttarhellur uppí skottið á bílnum sínum. Hann erá rauðri Lödu, hann er farinn núna, en númerið var R 2601, það stakk mig svo að sjá númerið af því það er sama númerið og á tékkheftinu sem ég fékk lánað í Þjóðleikhúskjallaranum í gær hjá eiginmanni fyrrverandi konu minnar, þessum sem var með mér í meðferðinni. Heyrðu gangstéttarhellnaþjófurinn var nú grunsamlega líkur þessum gæja sem er giftur konunni minni og var með mér í meðferð. Ég á ekki fleiri krónur, en ég verð hérna áfram á Horninu í kvöld og næ í sönnunargagn, ég held hann hafi skilið eftir smá hellubrot. Að láta vita 12 SPEGILLINN

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.