Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 20

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 20
Greinarhöfundur, Andrew Jackson Ding-Dong, er frá Hong Kong, af breskum og kínverskum ættum. Hann er vafalaust þekktasti blaðamað- ur stórblaðsins Hong Kong Herald Tribune. Hefur hann ekki síst getið sér mikið orð fyrir skarpar lýsingar af mönnum og málefnum víða um heim. Greinarhöfundur dvaldist hér á landi allan maí- mánuð og ferðaðist víða. Hann hyggst koma hingað öðru sinni síðar í sumar. Grein þessi birtist í blaði hans 9. júní sl. og er þýdd og birt með leyfi höfundar. íslendingar eru afar sérstök þjóð. Þeir eru ákaflega stoltir af fornri menningu sinni, margra alda skinnbókum, sem enginn þekkir lengur, og glímunni, sem er eina sam- eiginlega aðhlátursefni þjóð- arinnar. Önnur íslensk menn- ing fyrirfinnst varla. Islendingar eru einnig mjög stoltir af landi sínu, en ýmsir staðir á landinu þykja fallegir þegar styttir upp og viðrar til ljósmyndunar. Eg sá reyndar engan slíkan nema Gufunes, en þangað var mér ekið dag- inn sem ekki rigndi. í Gufu- nesi er reyndar verið að gera afar merkilega tilraun í umhverfis- og félagsmálum. Þarna er að rísa blönduð byggð, samansett úr fimm höfuðþáttum, sem hvergi í víðri veröld hefur fyrr verið reynt að sameina í eina lífræna heild. Þarna á að tengja saman opna sorphauga höfuð- borgarinnar, einu ammóníak- verksmiðju landsins (tankarn- ir eru auk þess ónýtir), kirkju- garða borgarinnar og nýtt og glæsilegt millahverfi. Ibúða- hverfið er byggt þétt utan um einu smitsjúkdómarannsókn- arstöð þjóðarinnar. Tilraun þessi þykir einkar nýstárleg og djörf, enda fer hinn ungi borgarstjóri lítt troðnar slóðir. Millahverfið þýtur upp og komast færri að en vilja. Viðhorf fslendinga til út- lendinga eru einstök. Þeir eru, ásamt Kananum, einir um það meðal þjóða heims að hafa engan áhuga á öðrum þjóðum. Áhugi þeirra gagn- vart útlendingum beinist að því einu að fá jákvæðar skoð- anir útlendinga um sig og sitt land. Utlendingunum bregst líka sjaldnast kurteisin þegar þeir eru á annað borð búnir að leggja það á sig að komast hingað við ærinn kostnað. íslendingar eru einstakir um flest. Svo er og vissulega um efnahags- og atvinnulíf þeirra. Tök þeirra á þeim mál- um eru afburða frumleg og eftirbreytniverð, Hong Kong- búum sem öðrum. Sem aldagömul landbún- aðarþjóð líta íslendingar á landbúnaðarframleiðslu sem dyggð frekar en bisness. Þeir fjárfesta langt umfram þörf í greininni og framleiða nálega eingöngu forsögulegar land- búnaðarvörur, þ.e. óætt kjöt af sauðfé og mjólk úr nautgripum. Síðan keppist þjóðin við að neyta hins þjóð- lega landbúnaðar og dugar þó hvergi til. Afgangurinn er sendur úr landi sem framlag þjóðarinnar til menningarút- breiðslu („cultural diffusi- on“), skv. tillögum Evrópu- ráðsins og Unesco. íslendingar eru mikil fisk- veiðiþjóð, og þar koma skýrast fram eðlisþætttir þjóðarsálarinnar, dugnaður, vinnusemi og hagsýni. Til að þurfa ekki að dreifa kröftun- um um of einbeita íslendingar sér gjarnan að einni fiskteg- und í einu og klára hana áður en hafist er handa um þá næstu. Hefur þessi aðferð tví- mælalaust sannað ágæti sitt, þrátt fyrir smávægileg nei- kvæð áhrif, s.s. lélega nýtingu verksmiðjutogara við grásl- eppuveiðar eftir að þorskur- inn hvarf. Slæm meðferð hrá- efnis hefur ekki komið veru- lega að sök, því ávallt hefur tekist að finna nýja gúanóm- arkaði í Afríku. Fjárfesting- arvandamál í greininni hafa ekki reynst alvarleg, því alltaf má lækka gengið og kaup al- mennings og slá óaýr lán er- lendis. Raforkuver hafa sprottið upp eins og gorkúlur á síðustu árum og hefur þjóðin grætt ómælt á sölu rafurmagns til er- lendrar stóriðju. Þetta hefur einnig eflt fjölbreytilegan úr- vinnsluiðnað, t.d. á súráli. Má þar nefna nýja fægiskúffu- verksmiðju og er seðlabanka- stjóri, J. Nordal, stjórnarfor- maður nýju verksmiðjunnar. Tannburstaviðgerðin hf., í Kópavogi, virðist eiga mikla framtíð á hinum stóra heimsmarkaði. Aðalhvata- menn þessa þjóðþrifafyrir- tækis eru áðurnefndur Seðla- bankastjóri, J. Nordal, E. Konrad Jónsson, alþingis- maður, og K. Ólafsson, rit- stjóri. Stefnumótun í íslenskum framleiðsluiðnaði hefur einn- ig borið vitni um frumleik og efnahagslegt innsæi. Fyrst gengu Islendingar í fríverslun- arsamtök með iðnvæddum Evrópuþjóðum til að fá auðveldari aðgang að þró- uðum stórmörkuðum. Þegar svo útlendingarnir kunnu ekki að meta íslensku framleiðsl- una breyttu iðnrekendur sér í innflytjendur sömu vöru til að draga úr eigin framleiðslu með skynsamlegri sam- keppni. Með þessu hefur sparast vinnuafl í landinu. Á dögunum var mynduð ný ríkisstjórn í landinu, sem greinilega ætlar að bregst við alheimskreppunni af lýðræðislegri festu, ábyrgð og einstöku hugviti. Bindur þjóðin miklar vonir við hina nýju stjórn, ekki síst þar sem hún lýtur forystu verkfræð- ings, sem þekktur er um víða veröld fyrir frumlegar lausnir á ýmsum tæknivandamálum. Nægir þar að nefna orkuspar- andi breytingar hans á bensín- vélum bíla, en honum tókst fyrstum manna að láta bíl ganga fyrir grænum baunum (sbr. heimsmetabók Guinn- ess, útg. Hong Kong 1981, bls. 383). Hin nýja ríkisstjórn virðist njóta óvenjulegrar lýðhylli í upphafi göngu sinnar. Hafa öll hagsmunasamtök, að undanskildu Tannlæknafélagi íslands, fagnað fyrstu aðgerðum stjórnarinnar. Má því ætla að íslendingum reynist næsta auðvelt að smeygja sér úr þeim fjötrum alþjóðakreppunnar, sem þjakar flestar þjóðir heims um þetta leyti.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.