Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 44

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 44
Það var aldrci ætlunin að karlarnir elduðu matinn, enda báðir vinnandi menn. Hins vegar bauðst Dóttirin til að skaffa borðvín, en Faðirinn tók það ekki í mál; sagðist sjálfur geta séð um veitingar á sínu heimili. Tengdasonurinn treysti þó ekki allsendis á Föðurinn og hafði með sér góðvín á vasapela. Gaman var að fylgjast með Móðurinni við matarundirbúninginn. Uppskriftina hafði hún lært utanað og lagði sálina í matargerðina sjálfa; borðtuskan hannlýst og svuntan fjarri góðu gamni. Skvetta hér, skvetta þar; eða eins og sagt er á hinum hcimilunum: „dash“af þessu, „dash“afhinu. Hvor rétturinn var síðan borinn fram af öðrum, og þeirra neytt með viðeigandi „umm - namm“ hljóðum matargcsta. 44 SPEGILLINN

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.