Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Achmed Soekarno lieitir forseti bandaríkja Indonesíu, liinna auðugu eyja i Indlandshafi og Iíyrrahafi, scm Hollendingar réðu á'Öur. Þetta cr víðlent ríki og ósam- stætt enda veitist erfitt að halda því saman. Og um þessar niundir hefir sjálfur gimsteinninn í þessu sam- bandi, Sumatra, gert uppreisn, sem erfitt virðist að bæla niður. Soekarno forseti er fæddur í Sura- baya á Java árið 1902 og laulc verk- fræðiprófi i æsku en lagði jafnframt stund á ýmis vísindi önnur, og er talinn hámenntaður maður. Tuttugu og fjögra ára fór hann að sinna stjórn- málum og fyllti flokk þeirra ungu manna, sem kröfðust sjálfstæðis. Hann hafði verið kommúnisti framan af en yfirgaf þann flokk en tók hins vegar þátt i spellvirkjum og samsær- um gegn Holllendingum og var oft í fangelsi. Þegar Japanar höfðu lagt undir sig Indlandseyjar hafði Soe- karno samvinnu við þá á yfirborðinu, en vann á móti þeim undir niðri. Og undir eins og Japanar gáfust upp, 1945, lýsti Soekarno yfir sjálfstæði Indonesíu og stofnun lýðveldis. Hol- lendingar urðu að fallast á þetta og afsöluðu sér hirium riku nýlendum árið 1947, en Soekarno var kosinn forseti. * Gamal Abdel Nasser er sá maður, sem einna mest hefir verið talað um siðasta missirið. En Naguib sá, sem hrifsaði völdin og gerði Farúk konung landrækan, heyr- ist aldrei nefndur. Nasser dreymir mikla drauma um að gera Egyptaland að stórveldi og hafa forustuna i llokki þeirra landa, sem Arabar byggja, og byrjaði með þvi að rifta alþjóðasamningnum um Súezskurðinn, jafnframt því sem liann elur á hatri Arabaþjóða til Vestur-Evrópu. Nasser er fæddur í Alexandríu árið 1909. Hann lærði hermennsku i upp- vexti — af Bretum — og tók þátt í eyðumerkurstyrjöldinni i síðari heimsstyrjöld, undir stjórn Montgom- erys marskálks. Hann var einn af styrktarmönnum Naguibs er hann gerði byltinguna og rak Farúk á burt 1952, og varð innanríkisráðherra í stjórn Naguibs og vara-forsætisráð- herra. En í febrúar 1954 tók hann við stjórninni, og eftir að hafa verið forsætisráðherra í nokkra daga tók hann sér alræðisvaldið með tilstyrk hersins, og síðan í maí 1954 hefir hann öllu ráðið i Egyptalandi. Súez-deilan hófst meðan Nasser var vara-forsætisráðherra. Sumarið 1953 fóru fram samningar um vörslu skurðsins, milli Breta og Egypta, en upp úr þeim slitnaði 21. október. Hófst nú „kalt stríð“ milli Egypta og breska setuliðsins við Súez og myrtu Egyptar yfir 50 breska menn næstu átta mánuði og stálu vistum og her- gögnum cftir bestu getu. Og egypska stjórnin bannaði að viðlagðri strangri refsingu að selja setuliðinu vistir og vatn. En 27. júli 1954 féllust Bretar á að verða burt með allt setulið sitt frá Súes, þó með þvi skilyrði að þeir Framhald á bls. 14. Gift í þriðja sinn Einu sinni var Gloria Vanderbilt kölluð „veslings litla, ríka stúlkan“, og það verður ekki annað sagt, en auðlegðin hafi fært henni litla hamingju. Að minnsta kosti hafa hjónabönd hennar ekki orðið varanleg. Nýlega skildi hún við hljómsveitarstjórann Leopold Stokovvski, og nú er hún gift í þriðja sinn. Nýi maðurinn er forstjóri leikhúss og sjónvarpsstöðvar og heitir Sidney Lumet. Þau eru bæði 32 ára. Ungur verslunarmaður í Kaup- mannahöfn, sem var óánægður með lifið langaði til að skipta um kyn og verða að stúlku, fór til spákonunnar Sörine Larsen, til þess að láta hana spá fyrir sér um horfurnar á hvort þetta mætti takast. Hún spáði ekki aðeins að hann gæti orðið kvenmað- ur, heldur bauðst liún til að taka að sér að gera hann að stúlku. Nú gekk hann til hennar í tvö ár. Hún þóttist sprauta í hann hormónum, en reynd- ar var vatn í sprautunni, en einhver hormónalyf gaf hún lionum líka, en þau voru gagnslaus. Loks sannfærð- ist manngarmurinn um að liann hefði verið prettaður, og stefndi Sörine kerlingu. Ivvaðst hann liafa borgað htnni 18.300 danskar krónur fyrir læknishjálpina og krafðist nú pening- anna. En Sörine sagðist ekki hafa tekið við nenia 5—6 þúsundum. Rétt- urinn taldi að kerla hefði fengið yfir tiu þúsund krónur að minnsta kosti. Ekki lenti Sörine í tukthúsinu fyrir þetta, lieldur var úrskurðað að liún færi i geðveikraspítala. — Ætli það ihefði ekki verið ástæða til að láta manngarminn fara þangað líka? Maharajahsfrúin af Baroda er skilin við manninn sinn og komin til Frakk- lands og hefst ýmist við í París eða við Rivierann. Ekki hefir lnin farið biönk frá manninum, því að fyrir nokkru þurfti lnin að leita læknis við innanskömm og fékk bót meina hinna. Borgaði hún lækninum venjulega þóknun, en gaf honurn svo i ofanálag bíl, sem kostaði um 250.000 krónur. Ellefu þúsund hjúkrunarkonur vantar í Vestur-Þýskalandi. Þessi skyndilega þurrð stafar af þvi, að vinnutimi hjúkrunarkvenna hefir ver- ið styttur úr 00 í 48 tima á viku. Ein milljón manns hverfur á ári hverju í Bándaríkjunum. Mikill hluti af þessu fólki eru menn éða konur, sem strjúka frá maka sínum, með öðrum, sem það elskar meira. Kona nr. 1 Það er sagt um Ekateriu Furtsevu, að hún sé fremst í flokki kvenna í kommún- istalöndunum. Ilún er 46 ára gömul og er aðalritari flokksdeildar kommún- istaflokksins í Moskvu. Hún var formaður þingmannasendinefndar, sem heim- sótti Bretland ekki alls fyrir löngu, og hér sést hún heilsa Jakob Malik sendi- herra við komuna til London.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.