Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Konur í búri. Húsfreyjur, sem eru lokaðar inni alla ævina, og fá aldrei að sjá aðra en manninn sinn, föður og bræður. athöfn en í sambandi við hana eru ýmiss konar veislur og brúðargöngur. Brúðkaupskvöldið fer „imam“ — presturinn — i dyngjnna sem brúð- urin bíður í ásamt hóp af dyngju- meyjum og ambáttum, sem móðir hennar hefir yfir að segja. Hún er hvítklædd eins og Evrópubúar og ekki með slæðu fyrir andlitinu heldur með svart sjal á höfðinu. Hún situr með fæturna i bala með köldu vatni, „til að kæla tilfinningar hjartans“. Nú spyr „iman“ liana þrivegis livort hún vilji eiga brúðguma sinn. Og iþrisvar beygir hún höfuðið niður á brjóstin ón þess að segja orð. Þá segir „imam“: „Ég er gamall, tungan þornar i munni mér — svaraðu mér!“ Og nú segir brúðurin já. Undir eins og svariö er fengið hefja haremesmeyjarnar hróp og köll og verður nú mesta ærusta. Sumir scgja gamanyrði en aðrar gefa góð ráð. En „Imaminn" heldur nú af stað heim til brúðgumans og tilkynnir: „Hún hefir sagt já!“ og þar með er hjóna- vígslunni iokið. Hefst nú veisla og mannfagnaður á heimili brúðgumans. En ekki má hann sækja brúðina fyrr en kvöldið eftir. (Þá fyrst fá þau að vera ein saman. Nú tekur hann slæðuna af henni og skoðar það sem liann hefir keypt. Það er siður að móðir brúðarinnar setji nokkra postulínsdiska við hjóna- rúmið; á það að tákna að brúðurin sé dyggðuð og liafi fengið gott upp- etdi, ef hún grýtir diskunum á brúð- gumann þegar hann fer að gerast nærgöngull við hana. Ættingjar brúð- bjónanna standa á lileri fyrir utan dyrnar og bíða eftir að heyra brol- litjóð í glerinu. Undir eins og það hefir heyrst draga þeir sig í lilé og setjast að veistu. í Arabíu lifa menn samkvæmt því boðorði Kóransins, að karlmaður megi eiga fjórar konur ef hann hafi efni á að vera jafn gjafmildur við þær allar. Það er sagt að ef efnaður mað- ur gefur einni konunni sinni gólf- ábreiðu, komist hann ekki hjá að gefa hinum konunum eins góða ábreiðu líka. Hann getur ekki lifað glaða daga með einni konunni og af- rækt hinar, lieldur verður hann að gera öllum jal'n hátt undir höfði. Hann verður að skipta sér jafnt á milli þeirra. Hver konan um sig hefir sína eigin dyngju og konurnar matast ekki sam- an heldur hefir hver sitt eld'hús. Arabiska húsfreyján er heiðruð og helguð — orðið harem þýðir hclgur dómur. Helgasti staður Múhameðs- sinna, Kaba í Mekka, hcitir E1 Harem — helgað hús. KVENNABÚR í UPPNÁMI! Eins og nærri má geta er líf kvenn- anna i dyngjunum æði tilbreytinga- laust, þó að þær reyni að gera sér ýmislegt til dægrastyttingar. Ein helsta skemmtunin er sú, að ]iær láta ambáttir dansa fyrir sig á kvöldin. Fyrrum var haremsdansarnir trúar- lcgs eðlis, eins konar kirkjuleg at- liöfn ogiþá voru það eingöngu stúlk- ur af tignustu ættum þjóðarinnar, sem dönsuðu ]já. En nú er allt er snertir trúarbrögðin löngu gleymt i sambandi við þessa dansa, þeir eru eingöngu til augnagamans og tíma- dráps. Eiginkonurnar í ríks manns kvenna- búrum lifa mesta letilifi. Mennirnir þeirra dekra við þær, og geldingar og ambáttir stjana kringum þær. Mat- urinn sem þær fá er mikið krydd- aður og hitinn er mikill i dyngjun- um. Sjólfar hafa þær litið annað fyrir stafni en að gera sig sem girnilegastar og vera manni sinum til eftirlætis. Haremskona tetur manninn sinn allra manna fremstan og fríðastan, þvi að hún fær aldrei tækifæri til að sjá aðra menn og gera samanburð. Það gerði því usla er svo bar við einu sinni, að karlmenn komu aðvifandi í kvennabúrsveislu, sem ég var boðin í. Það var Um Haled (móðir Haleds), fyrsta kona fjármálaráðherrans nr. 2, sem æltaði að fara að gifta sig. Haremsgarðinum tiafði verið breytt í veislusal eins og gerist í „1001 nótt“. Hundruð af dýrindis ábreið- unum voru lagðar yfir grasflötina og þúsundir mislitra lukta hengu i garð- inum. Búningar kvennanna voru þeir dýrustu og „djarflegustu" sem ég hefi nokkurn tíma séð. Margar þeirra höfðu fengið kjólana sína frá tisku- húsunum í París. Þarna sá maður kjóla flegna niður að mitti, berar axlir og brjóst, og sumir kjólarnir voru bókstaflega gagnsæir. Og gim- steinarnir sem þær höfðu hlaðið á sig, báru þess vott, að mennirnir þeirra voru ekki á nástrái. En allt í einu komst allt í uppnám þarna í garðinum. Tuttugu og fimm kjólkiæddir menn komu inn og dreifðu sér um garðinn. Óviðkomandi karlmenn i kvennabúrin! Og enginn eiginmaður nálægur! Þetta var tygi- legt, en konurnar urðu að trúa því samt. Þegar frúrnar fóru ofurlítið að jafna sig fengum við loks að vita, að þetta voru þjónar, sem höfðu ver- ið sóttir til Beirul ti! þess að ganga um beina í veislunni. Um Haled hafði ekki talið þræla sína færa um að ganga um beina. En fimm minútum eftir að borðhaldinu lauk voru þjón- arnir farnir iit og sestir í flugvélina, sem fór með þá til Beirut aftur. Eftir það sem þeir liöfðu séð var óhugsandi að þeir fengju að vera í landinu stund- inni lengur, eða eiga þangað aftur- kvæmt. Svona kvennabúr liafa ekki aðrir en ríkir furstar, tignir menn eða for- ríkir kaupmenn. En liver maður sem eignast konu verður að sjá henni fyr- ir dyngju. Hann býr ekki með henni í venjulegum skilningi, heldur hefir hann sina eigin íbúð sjálfur. Gestir hans fá ekki að sjá konuna hans öðru visi en hjúpaða og þeim er aldrei boð- ið inn í kvennabúrið. KONAN ER DÝRASTA EIGNIN. Ef Arabinn hefir ekki efni á að hafa vinnufólk og þræla, hefir hann oftast gamla piparkerlingu eða ekkju til að annast heimilisstörfin, og fær hún ókeypis liúsnæði í staðinn. Skól- ar fyrir konur eru fáir í Saudi-Arabíu og engin kvennafangelsi heldur. Mér hefir verið sagt að kvenfólkið sé ánægðara með tilveruna en svo, að þvi detti í hug að drýgja glæpi. En liklega er það fremur svo, að tæki- færið vanti. I rauninni er konan í æviiöngu fangelsi. Þjófnaður er sjald- gæfur í Saudi-Arabíu enda er refsing þung. Sá sem uppvís verður að þjófn- aði missir hægri höndina! Og maður sem missér sig á konu annars manns eða ógiftri stúlku, getur átt von á líf- láti fyrir. En konan er réttlaus gagnvart manni sínum. Ef hann vill losna við hana þarf hann ekki annað en segja ÓVENJULEG DÆGRADVÖL. Yngsti leirkerasmiðurinn í Berlín heitir Gundula Kampmann og er að- eins tíu ára. Það er óvenjulegt að barnaskólatelpa móti leir, en Gundula er orðin kunnandi í faginu og hefir hlotið aðdáun fólks, sem vit hefir á. LÍTILL SAFNARI. — Sandra Garai á heima í Englandi og er aðeins átta ára, en leggur fyrir sig að safna brúð- um. Afi hennar ferðast mikið og hefir alltaf brúður af ýmsu tagi til að gefa henni þegar hann kemur heim. Og nú hefir Sandra einsett sér að verða mesti brúðusafnari í heimi. — Hér sést hún með nokkur sýnishorn. Maria Boschero er áttræð pipar- kerling, sem lifað hefir meira en mannsaldur uppi í Ítalíu-Ölpum og lifað á kúnni sinni og geitunum. Nýlega fékk hún bréf frá banka í Milano, þess efnis að bróðir hennar, sem fyrir mörgum áratugum fluttist til Argentinu væri dauður, og að hún hefði erft 8 milljón lírur — eða nær hálfri milljón króna — eftir hann. Hún varð ekkert uppvæg yfir þessu cn sagði bara: — Hvern skráttann á ég að gera við þessa peninga? Mér hefði þótt vænna, ef hann hefði sent mér línu einhvern tíma! undir votta: „Ég skil við þig.“ Hann segir þetta þrisvar og þá telst hjóna- bandið ógilt. En þetta kemur sjaldan fyrir þvi að það er dýrt. Maðurinn verður nfl. að borga konunni stóra fúlgu af peningum þegar hún fer. 1 næsta blaði: Marcella d’Arle heimsækir Zein drottningu, móð- ur Husseins Jordanskonungs, sem segir henni frá hag kvenna í Jordan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.