Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Við óðum áfram breiðar fannir. Það gekk hægt, en við vorum komin nokkur hundruð metra út á jökulinn þegar hermennirnir komu að jökulbrúninni . ÁHELJARÞ ÉG var á heimleið til Englands eftir sex mánaða strit inni á hásléttunum í Tihet, er ég hitti Richard Hamilton frá Chicago og liina óumræðilega l'ögru konu hans. Ég var staðráðinn í að fá mér honga hvíld lieima. Þetta var i mai 1951 og því fór fjarri að kyrrð og ró væri í Hima- laya um þær mundir. Jafnvel ég, sem var hundkunnugur á þessum slóðum, átti erfitt með að fá að leika lausum hala. Alls staðar voru einhvers konar þröskuldar — lokuð landamæri eða erfiðleikar á gjaldeyrisyfirfærslum, og ég var orðinn nærri því vonlaus um að geta lokið rannsókn minni á fjallasvæðinu, sem ég hafði verið að kanna. Það kom á daginn að Hamilton hafði tekist að fá dvalarleyfi i Nepal, þrátt fyrir það að hvorki hann né konan hans voru vanir fjailamenn. Og fyrir innilegar bænir þeirra dróst ég á að verða ieiðsögumaður þeirra. Svo lögðum við á stað og tveir sherp- ar voru með okkur. Þess var skammt að biða að ég færi að iðrast eftir að hafa látið ginna mig í þessa ferð. Samkomulag Hamil- ton-hjónanna var eins og hunds og kattar og er við höfSum verið í ferð- inni í eina viku var orðið óverandi með þeim. Þunna loftið átti vitanlega sinn þátt í að skapsmunirnir voru fyrir neðan allar hellur, en þó var ekki hægt að kenna því um það aug- ljósa hatur, sem hjónin 'höfðu hvort á öðru. Smám saman þóttist ég fara að fá nasasjón af hver ástæðan væri til þessa haturs. Elizabeth Hamilton var ósveigjanleg og metnaðargjörn að eðl- isfari, svo að henni var alveg ómögu- legt að játa að henni hefði skjátlast, eða að éta ofan i sig það sem hún hafði sagt. Bæði henni og mér var kvöl að hve Ricliard Hamilton var stirðbusalegur og óþjáll í framkomu, og þrákelkni hans var blátt áfram vitfirring á stundum. Við vorum nú stödd uppi í miðri Langtang-lægðinni og Hamilton hafði einsett sér að ganga á Lring-fjali, sem er 7000 metra hátt. Ég hafði loksins fallist á þetta. Við höfðum verið að leita að einstigi upp á fjallið í þrjá daga, og nú var ekki um neina upp- gönguleið að ræða nema ef til vill að norðanverðu, upp hlíðarnar frá Tíbet. Eftir ferlega rimmu milli hjónanna — hún hafði verið að reyna að fá hann til að hætta við þetta — hafði hann farið í fússi inn í tjaldið sitt og skilið hana eftir hjá mér við varð- eldinn. Ég sá að hún barðist við grátinn. — Mikil lofthæð hefir einkennileg áhrif á mennina, frú Hamilton, sagði ég. — Ég held að hann geri sér ekki ljóst hvað það er að eiga að fara upp í 7000 metra hæð. Hún horfði fast i augun á mér. Augnaráðið var ískalt. — Þér hafið vonandi ekki hugsað yður að láta hann gera það? — I-Iann er sinn eigin herra. En ég skal gera mitt besta til þess að reyna að hafa liann ofan af því. — Þér eruð undarlegur maður, Tilton. Hafið þér aldrei verið giftur? Ég brosti, ef til vill fremur angur- Jjlítt. — Ég geri ráð fyrir að ég hafi snúið bakinu við mörgum lífsgæðum, sagði ég. Kannske er það þessi fjalla- hugur í mér, sem á sökina. Og nú er það of seint. — Hvers vegna of seint? Þér eruð ekki gamail maður og þér cruð einkar viðfelldinn. Ég er viss um að margar stúlkur gætu elskað yður. Eftir dá- Jitla stund bætti hún við hugsandi: — Ég gæfi elskað yður sjálf. — Þakka yður fyrir gullhamrana. En því miður eigið þér mann fyrir, eins og svo margar aðrar. — Já. Á ég að trúa yður fyrir nokkru. Stundum óska ég þess heitt, að ég væri frjáls. Richard er einskis virði. Hann er ragur og hann er heimskur. Ég hlýt að hafa orðið forviða á svipinn, því að hún flýtti sér að brosa til mín. — Ég segi vitanlcga þetta og ann- að eins þegar ég er reið. í raun réttri niundi ég ekki geta lifað án Iians. Hann er allt sem ég á. Allt i einu stóð hún upp. — Við verðum að reyna að koma honum í betra skap. Eigum við að lofa honum að spreyta sig á norður- hlíðinni? — Það gæti kannske verið að skað- lausu, sagði ég. — Ágætt! Nú verður hann glaður. Og svo eitt enn. Röddin var köld. Hún sneri sér að mér og augnaráðið var annarlegt. — Ég geri ráð fyrir að möguleikar séu á þvi, að eitthvað gæti komið fyr- ir hann? — Ekkert skal geta komið fyrir hann, sagði ég hughreystandi og tók undir handlegginn á henni og leiddi liana að tjaldinu. VIÐ gengum kringum fjallið uns við komum til Rashua Garlii, litla virk- inu Nepalsmegin við landamærin. Það stendur uppi á bröttu felii. Þar skammt frá cr hengibrú yfir djúpt gljúfur, og handan hennar er Tíbet. Virkisstjórinn fagnaði okkur vel, en þegar við sögðum honum frá áformi okkar fór hann að hlæja. Það er ekki mögulegt að halda lengra áíram þarna megin, sagði hann, því að eina færa leiðin var fyrir liandan landamærin — i Tíbet. Og það gæti verið mjög hættulegt ... — Hættulegt? spurði Hamilton. — I’ér eigið við erfiða færð? Kommúnistar geta tekið völdin í Tíbet livenær sem vcra skal, svaraði virkisstjórinn blátt áfram. Flest bend- ir á að þeir muni gera l)að. Og undir eins og þeir hafa gert það loka þeir landamærunum. — En þetta eru ekki nema lausa- fregnir, sagði Hamilton. Virkisstjórinn kinkaði kolli. — Jú, að vísu lausafregnir. Elizabeth liafði lilustað á þá þegj- andi en tók nú fram í og röddin var áhyggjufull: — Jæja, þá er ekki meira að gera í því. — Ég held áfram samt, Tiiton, sagði Hamilton iágt. Ég sá á 'honum að þýðingarlaust var að mótmæla. Og mín eigin ævin- týralöngun dró iíka úr vandkvæð- unum. — Gott og vel, sagði ég. — Þá för- um við. Við fórum yi'ir brúna, fimm í hala- rófu og lögðum svo á brekkuna. Þarna virtist vera algerlega óbyggt land, en Tíbet er merkilegt. Þarna sést hvergi símastaur, en þar berast allar fréttir óðfluga. Við vorum nýsest til að fá okkur bita þegar nokkrir ríðandi menn sáust á næsta leiti. Einn af þeim var lama. Ilann beygði sig að sið Tibetbúa og saup á febollanum, sem við réttum honum. Fyigdarmenn hans, þrír að tölu og með bióðþyrst augu, héldu sig spöi- korn frá. Sherpa var túlkur og sam- taiið virtist aldrei ætla að taka enda. En lamainn var ósveigjanlegur. Við yrðum að snúa við. Verða á burt úr Tibet undir eins. Þegar þeir voru horfnir gerði Hamilton síðustu tilraunina: — Tilton, hvað ætti að hindra að við héldum áfram undir eins og þeir eru horfnir úr augsýn? — Enga flónsku. Úr því að þeir fundu okkur núna, ætti þeim að verða enn auðveldara að finna okkur aftur. En þeir verða ekki jafn hæverskir og núna, ef þeir finna okkur aftur. — Enginn nema saliib. Það var Da Nangyal, annar sherpainn okkar. Hann liafði taiað við einn hermann- inn. — Þeir segja að kinverskir her- roenn séu komnir til Kyeron Dzong. Aðeins tveggja tima reið héðan. Það reið baggamuninn. Við urðum að komast aftur inn í Nepal eins fljótt og fætur toguðu. En áður en við kom- umst að brúnni var orðið dimmt, og þegar við komum upp á síðasta fjails- tindinn nam Da Nangyal staðar, en iiann gekk fyrstur. — Sahib! kallaði hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.