Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Barnftsogft Jólasveinninn og töfrnspegillinn Framhald úr síðasta blaði. yfir ísinn og speglaði sig langa stund. Og hún hai'ði gaman af þessu. Þeg- ar hún kom aftur ljómaði hún af ánægju. í þessum svifum komu synir Golíats. Þeir umkringdu börnin. En um ieið og Valdi, sem var stærstur af öllum risunum, ætlaði að þrífa Bélindu, gekk nornin á milli. — Komdu, sagði 'hún ofurhlið. Komdu og líttu í spegilinn minn. SPEGILLINN HEÍFUR. Nornin braut stóra klakahellu úr tjörninni og hélt henni upp að nef- inu á risanum. — Sjáið þið! sagði luin. Lítið þið í spegilinn minn! Þeim fannst réttast að gegna norn- inni, og að vörmu spori var kominn blíðusvipur á þá alla. Synir Golíats urðu svo glaðir og góðir og komust í svo gott skap að.þeir kysstu norn- ina og föðmuðu hana í nýja kjóln- um. Og svo héldu þeir heim i höllina sina og losuðu Pukrara úr klaka- stokknum, sem hann var í. — Þú ættir að lita í spegilinn líka, sagði, nornin við dverginn. En hann var reiður og gretti sig og hvessti augun á hana. — Mér dettur það ekki i hug! svar- aði Pukrari. — Það dugir ekki að vera nein fleða, þegar maður er í minni stöðu. Tommi hló. — Hann Jólasveinki heldur að hjartað í honum Pukrara sé meyrt marsípan, sagði liann við nornina. — En við þurfum svolítið af klaka, eða réttara sagt faðir hans Tomma, skaut Belinda inn í. Nornin gaf börnunum stóra klaka- hellu. ,Svo þökkuðu þau fyrir sig og kvöddu, og fóru með Pukrara heim til Jólasveinalands. — Nú er kominn tími til að fara heim, sagði Belinda við Jólasveinka, og hélt báðum Iiöndum um gjöfina, sem hún hafði fengið lijá norninni. — Þið getið orðið mér samferða, sagði Jólasveinki. — Færðu að fara? spurði Tommi og gaut liornauga til Pukrara. — í dag geri ég það sem ég vil, því að það er aðfangadagur, svaraði Jólasveinki. — Ég þarf að heimsækja marga í kvöld. Nú fóru jólasveinarnir að hlaða Nornin tók af sér gleraugun, þótt ótrú.legt væri ... skíðum, steðum, reiðhjólum, mynda- bókum og brúðum á stóra sleðann hans Jólasveinka. Og nú var ailt tilbúið og börnin settust í sleðann hjá Jólasveinka. — Haldið ykkur fast, krakkar. Ég ætla að keppast við eldinguna. Átta lireindýr tóku til fótanna. Þau þutu með sleðann eftir sér upp í ioft og yfir skýin, ótrúlega fljótt. Áður en krakkarnir vissu af sveif sleðinn yfir borginni. Allir voru inni að halda jólin. — Nei, sjáðu! hrópaði Belinda. — Þarna er húsið lians Tomnia ... og ijós í hverjum glugga. Jólasveinki stöðvaði sleðann við marmaraþrepin. — Farið þið nú inn lit Jeremíasar niska og látið hann iíta í töfraspegilinn, sagði hann. — Ég fer beint í fangelsið til þess að ná í hann pabba þinn, Beiinda. En eitthvað hafði komið fyrir. Pabbi, sem hafði ekki getað hugsað sér að Belinda væri ein heima á jól- unum, hafði blátt áfram strokið úr tukthúsinu. Vörðurinn hafði gleymt að læsa. Ef til vill liefir liann gert það viljandi, þvi að það er ógaman að dúsa í tukthúsinu um jólin, jafn- vel i jólasveinabúningi. Pabbi kom heim til sin og húsið var tómt. Kannske Belinda sé hjá Tomma, datt honum fyrst í hug, og svo fór hann til þess að athuga livern- ig í þessu lægi. Einmitt á þessum tíma kom Jóla- sveinki í fangið. Dyrnar voru opnar og hann gekk beint inn í klefa Pabba. En þar var enginn. Hvað gat hafa orðið af honum. En þá kom vörður- inn sem hafði gleymt að læsa. — Mikið flón gat ég verið, sagði hann og skellti hurðinni í lás. — Hleyptu mér út! Hleyptu mér út! æpti Jólasveinki og hristi járn- rimarnar. —. Hver dirfist að læsa mig, Jólasveinka, inni? En vörðurinn hló bara og sneri að honum bakinu. Jólasveinki hélt áfram að bölsót- ast og eftir dálitla stund kom vörð- urinn aftur með sjálfan yfirfanga- vörðinn. — Ég er sá eini sanni Jólasveinn! sagði hann. — Hleypið mér út 'héðan og upp á þak, þá skal ég sanna ykk- ur það. — Stendur sleðinn og hreindýrin þar? hló vörðurinn. Nú sagði yfirfangavörðurinn: — Við skulum gera samning: Ef hrein- dýrin og sleðinn eru uppi á þaki, skaltu fá að fara, en ef ekki, þá hættu þessum látum og farðu að sofa. — Ég felst á það, sagði Jólasveinki. Vörðurinn opnaði og þeir fóru upp, allir þrír. Þar stóðu átta hreindýr og sleði, kúfaður af leikföngum. Áður en verðirnir áttuðu sig sett- ist Jólasveinki á sleðann, sneri upp á skeggið og brunaði af stað. — Hörmung er að vita. Þetta var þá sá eini sanni Jólasveinn, sem við höfum l'æst inni hérna í tukthúsinu! BELINDA og Tommi stóðu fyrir ut- an húsið hans Jeremiasar niska. — Ég fer inn einn, sagði Tommi. í sömu svifmn kom Pahbi labbandi til þeirra. — Pabbi! Pabbi! hrópaði Belinda — ertu kominn? — Mér datt i hug að ég mundi finna ykkur hérna, sagði Pabbi. — Það er best að þú komir með mér heim og skreytir jólatréð. — Hefir hann Jólasveinki sagt þér nokkuð? — Jólasveinninn? Nei, ég hefi ekki séð hann, en nú ætti liann að fara að koma úr þessu. Pabbi brosti og leit á klukkuna. Tommi og Belinda hristust af hlátri. Pabbi ætti bara að vita hve rétt hann gat giskað á. Belinda rétti Tomma töfraspegil- inn. — Vertu sæll, sagði liún, — og gleðileg jól. Og svo fóru feðginin heim til sín. En Tommi læddist inn í húsið, gegnum stofurnar og inn í bókastof- una, en þar sat Jeremías níski og var að rýna í eittlivað. Tonnni hélt speglinum framundan sér. Pabbi, hérna er ... Jeremías níski spratt upp af stóln- um og starði á drenginn, eins og hann tryði ekki sínum eigin augurn. — Tonnni, drengurinn minn, sagði hann. — Og ég sem hél't að ... hann fór að gráta. — Þú ert kominn heim til nýs pabba. Ég hefi hugsað margt síðan þú fórst frá mér, og nú skil ég hve illa ég hefi Iiagað mér. Héðan i frá skal allt verða öðru vísi. Tommi varð svo glaður að hann fieygði sér í faðm pabba síns. Hann gleymdi alveg töfraspeglinum, sem datt á gólfið og brotnaði. — Hvað var þetta? spurði Jeremías niski. — Það var bara klakamoli, sagði Tonnni. Jeremías níski bar drenginn sinn inn í betri stofuna. Á miðju gólfi stóð stórt jólatré með fjölda af kert- um og stjörnu efst. — Þetta er fyrsta jólatréð, sem ég hefi skreytt á ævinni, sagði hann. — Það er ekki vel gert, en það verður betra næsta ár. Mjér finnst það Ijómandi fa'llegt, hvislaði Tommi og horfði aðdáunar- augum á tréð og ljósin. Það var komið miðnætti og Jeremí- as níski svaf og Pabbi svaf líka, þeg- ar Tonnni og Belinda heyrðu bjöllu- kliðinn. Þau hlupu upp hvort úr sinu rúmi og hvort út að sínum glugga. Það var Jólasveinki, sem sveif yfir húsþökunum í rauða sleðanum sínum. — Gleðileg jól! kölluðu börnin. — Þökk fyrir, i sama máta! svar- aði Jólasveinki og lét smella í keyr- inu sinu. * E n d i r .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.