Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN „Annaöhvort vinnur maður — eða ekki!“ T/EYRÐU nú, Eyvi, þú segir að við ' I getum sparað heimilisútgjöldin, en í hverri viku og mánuði fleygir þú penigum út um gluggann." Éa,“ „Já. Þú kaupir fimm ‘hálfseðla í happdrættinu á hverjum mánuði. Hefirðu reynt að reikna hve mikið þú gætir sparað með þvi að kaupa aðeins hálfseðil, og hefirðu athugað, að það yrði lagleg upphæð, ef þú hættir að eyða tóli' krónum á viku i getraunir?" „Já, en þú veist, Bína mín, að vog- un vinnur og vogun tapar. Við getuin orðið rík ailt í einu. Við eignumst aldrei sumarhúsið, sem mig hefir dreymt um í fimmtán ár, ef ég er ekki i happdrættinu. Einhvern tima vinn- ur maður.“ „Það er óþarfi að hafa svona marga seðla, Eyvi. Þú getur unnið þó að þú hafir ekki nema einn miða. Og mér finnst fásinna að eyða tólf krónum í getraunirnar. Fjórar krón- ur væri nóg.“ „Kvenfólk hefir ekki vit á þessu. Það kemur annað hljóð i strokkinn þegar ég fæ stóra vinninginn.“ Auðvitað var það rétt, sem Bína sagði, að ef liann sparaði þetta þá yrði talsverð upphæð úr því, en þeir peningar mundu ekki fara í bankann 'heldur i mat. Þau mundu kaupa svo- lítið betri mat, t. d. svínasteik á sunnudögum en ekki kjötsnúða. Og ihann var viss um, að fyrr eða síðar mundi hann vinna. Hann mundi eign- ast sumarhús einhvern tíma. Börnin hefðu gott af að komast i sveit, en það gátu þau ekki núna. Á trúlofunarskeiðinu, þegar hann var lærlingur, höfðu þau sett sér það mark að eignast sumarhús nálægt vatni, ekki stórt en nóg 'handa þeim ölTum, þvi að þrjú börn ætluðu þau að eignast. Þau dreymdi svo margt þá, og sumt hafði ræst. Þau höfðu eignast þrjú efnileg börn. Og laglega ibúð. í rauninni leið þeim vel. Þeim þótti vænt hvoru um annað, eins og fyrir fimmtán árum. Það ltom sjaldan fyrir að þau væru ekki sammála — það var helst hegar þau töluðu um happdrætti og getraunir, að þau deildu, en það var ekki hægt að ætlast til að kvenfólkið skildi allt. Og ham- ingjan mundi koma eins og þjófur á nóttu. Þrjátíu þúsund væri gott — það nægði fyrir sumarhúsinu. Hvað mundi Bina segja, ef hann kæmi heim og íegði þrjátíu þúsund á borðið? Það var þriðjudagur og Eyvi var að vmna. Hann hafði gleymt að það var í dag, sem vinningalistinn kom. í matarhléinu sá hann að Tobbi félagi hans var að lesa listann. „Nei, ekki fékk ég neitt í þetta sinn,“ sagði Tobbi. „Má ég líta á listann?“ sagði Eyvi, hann hafði sjö háifseðla núna — hafði 'haft yfirvinnu undanfarið og bætt við sig miðum. Svo tók hann upp rniðana, hann var alltaf eftirvæntingarfullur en aldrei eins og núna, þvi að liann hafði fleiri miða. En ný vonbrigði komu með hverri tölu. Loks var aðeins einn miðinn eftir. Það var 400 króna vinningur á númerinu, en þetta var aðeins hálf- miði, svo að hann fékk 200. I---------------------- ★ Tískumifnrfír ★ - ---------i------—: i Þetta cr frakki. — Balmian hefir ver- ið í góðu skapi þegar hann teiknaði þennan skoskrúðótta frakka með persian kraga og múffu. Árangurinn er ágætur og frakkinn fyrirmyndar- flík. Hann hlakkaði til að koma heim. Þetta var góð byrjun. Yitanlega ætl- aði hann að leggja peningana í spari- sjóð, það var byrjun að sumarhúsinu. — Þegar hann kom heim var Bína að leggja á borðið. „Bína!“ sagði liann brosandi, „nú get ég sagt þér góðir fréttir. Ég hafði sjö hálfseðla núna, en það var ekki tit ónýtis. Ég fæ 200 krónur á einn miðann.“ „Hvers vegna keyptirðu ncma einn, Eyvi,“ sagði Bína brosandi. „Hefði ég keypt einn er ekki víst að ég hefði unnið.“ „Jú, ég er alveg handviss um það.“ Það var unnið fyrir gíg að deila um þetta við hana. „Það getur enginn mannlegur mátt- ur valið úr númerin, sem vinning- arnir koma á.“ „Ég veit það, en ég er nú þeirrar skoðunar, að eigi maður að vinna þá vinni maður hvort maður hefir fáa miða eða marga.“ „Kvenfólk hefir ekki vit á þessu,“ sagði Eyvi ráðalaus. „Ég lield að kvenfólkið skilji nú samt sitt af hverju, Eyvi minn. Nú skal ég segja þér nokkuð. í vikunni sem leið krotaði ég á getraunaseðil og borgaði krónu. Og í dag stendur í blaðinu að ég hafi haft ellefu rétta og fái tvö þúsund og átta hundruð. Svo að það fer að safnast í sumar- húsið okkar úr þessu.“ Gamli túrbaninn fylgir einnig nýju tískunni og Claude St. Cyre hefir hækkað hann að mun. Hann er úr finu mjúlcu crepe chine filt í fallegum kóralrauðum lit. Hann er mjög fal- legur. Fallegur hversdagskjóll. — Pils og treyja, blessunarlega gamaldags og fer aldrei úr tísku svo óhætt er að búa hann til úr góðu efni. Þetta er vissulega „nýr“ kjóll úr smárúðóttu Shetlands-ullarefni, olivengrænt og brúnt. Pilsið er fellt og ermarnar eru með sauma tekna úr olnbogabót og hnapparöð er neðan á ermunum. Vilið þér...? að 90% af öllum lifandi verum á jörðinni eru skordýr? Svo telst til að um (500.000 tegundir af skordýrum séu til á jörðinni, en sú tala er vafalaust of lág. Við menn- irnir, og skepnur sem teljast til ann- arra dýraflokka, megum lirósa happi yfir því, að skordýrin skuli ekki vera stærri en þau eru, því að annars mundu þau éta okkur upp til agna. að Golden Gate-brúin cr lengsta hengibrú í heimi? Hún er yfir höfnina i San-Francis- co í Kaliforníu. Brúargólfið er úr sementi og stáli og hangir í tiltölu- lega mjóum upphöldum á strengjun- um. Vegalengdin milli stöplanna er 1250 metrar og stærstu liafskip geta siglt undir brúna. að glerið cr „fljótandi"? Gler er venjulega talið fast efni, en i rauninni er það séigfljótandi, þó að í litlum mæli sé og hægt fari. Þetta er 'hægt að sjá á gömlum gluggarúðum: Þær verða þykkari að neðan en ofan, með tímanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.