Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.01.1957, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 með ýmsan mat, sem ekki var rúm fyrir í kæliskápnum þeirra. Lesley hafði lagt pípuna hans föður síns og tóbakstuðruna á borðið hjá honum og hafði kveikt sér í vindlingi sjálf. Hún settist og horfði á föður sinn, en svipur hennar leyndi fyllilega því, sem henni var niðri fyrir. — Á n.orgun um þetta leyti er ég í Kongo, eða kannske yfir Vestur-Afríku. Mér liggur við að óska að ég ætti að fara með jet- flugvél. Hann sat hugsandi og hreinsaði pípuna sína með eldspýtu. — Ertu svona ólm í að komast til Eng- lands, telpa mín? — Já, mér finnst það — úr því að þetta er afráðið mál. — Mér þykir vænst um að þig þarf ekki að skorta peninga. Farðu á gott gistihús fyrst í stað og flýttu þér ekkert að ná þér í stöðu. Þú þarft líka að hvila þig. — Þér líður vel hérna í Afríku? spurði hún. — Já. Hann horfði innilega á hana. — Ransome læknir segir að ég sé orðinn alveg jafngóður eftir veikindin, og að lítil líkindi séu til að mér hraki aftur meðan ég er í heitu loftslagi. Mér finnst alltaf að þú hafir gefið mér Buenda, Lesley. — Við vorum heppin. Við höfðum aldrei heyrt Buenda getið fyrr en við sáum jörðina auglýsta til sölu. — Mér hefði þótt gaman að hafa þig hérna núna, þegar við förum að byggja nýja húsið, en ég skal senda þér teikningarnar, og kannske kemur þú aftur nógu snemma til þess að geta hjálpað mér með garðinn. Ég vil ekki að þú verðir í Englandi ef þér leið- ist þar. — Ég venst því áreiðanlega. Hún var viss um það. Ef hún fengi ekki að vera í Buenda mundi henni ekki leiðast hvar í veröldinni sem væri. — Ég skal skrifa þér að staðaldri og láta þig vita hvernig mér líður, sagði hún svo. — Já, þú verður að gera það. Mér datt aldrei í hug að vera hræddur um Virginiu, meðan hún var í Englandi, því að hún var svo lagin á að hafa sig áfram. En þú ert öðru vísi, væna mín. Ég vil ekki beinlínis segja, að þú getir ekki séð þér farborða sjálf, en þú ert ekki alveg eins óháð öðrum og hún er. Þú þai’ft að eiga vini og ég vona að þú eignist þá, þegar þú kemur til Englands. Einu máttu treysta, Lesley. Ef þú afræður að koma hingað aftur eftir nokkra mánuði, skal eng- inn gleðjast meira yfir því en ég. Nú gat hún notað tækifærið til að tala í einlægni við föður sinn, en hún lét það tæki- færi ganga úr greipum sér. Virginiu hafði tekist að brjóta mótstöðuafl hennar á bak Hvar er innbrotsþjófurinn? aftur, og hún varð að feta þá braut, sem henni hafði verið mörkuð. Hefði hún fengið dálítið lengri umhugsunartíma, mundi hún hafa hafa krafist þess að verða áfram í Af- ríku og fá sér atvinnu í einhverjum af bæj- unum syðra. Hins vegar mundi það létta henni viðskilnaðinn við Fernando ef hún kæmist alla leið til Englands. Fernando var eiginlega ástæðan til þess að hún hafði látið telja sig á að fara með svona stuttum fyrirvara. Að vissu leyti var henni það léttir, að sleppa við að kveðja hann. Hann var alltaf svo ákafur og hjálpsamur, og mundi vafalaust hafa heimtað að sjá um að hún fengi auðvelda og góða ferð, og kannske haldið skilnaðarsamsæti fyrir hana í ofanálag. Það var hann, sem hafði pantað flugvélina til að sækja vélfræðinginn, sem átti að fá frí. Lesley reykti vindlinginn sinn. Virginia kom aftur og setti plötu á grammófóninn til að eyða drunganum. Enginn stakk upp á því að Lesley kveddi kunningjana í Kalindi, og af því að hún kunni ekki að stýra bíl sjálf, varð ekkert af því að hún heimsækti Pemberton eða færi til Amanzi til að kveðja Neville. BURTFÖRIN. Flugvélin átti að lenda fyrir utan Buenda klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Virginia og faðir hennar fylgdu Lesley út á flugvöll- inn góðri stund fyrir áætlunartíma, og Lesley hitti Hathern, vélfræðinginn sem var á leið heim til konunnar sinnar, sem hafði orðið skyndilega veik. Skömmu síðar kom iítil silfurgljáandi vél og settist á flugvöllinn, og flugmaðurinn rak svo á eftir, að Lesley gafst varla tími til að kyssa föður sinn og systur á kinnina áður en hún hljóp upp í flugvélina, þar sem þernan vísaði henni til sætis. Á næsta augnabliki voru þau komin á loft aftur. Lesley sá sem snöggvast föður sinn, sem veif- aði, og Virginiu í græna línkjólnum. Og svo hurfu þau út í blámann við sjóndeildarhring- inn. Fyrir viku hafði hún haldið að hún mundi eiga heima í Buenda alla sína ævi. Nú var hún uppi í flugvél, í fyrsta skipti á ævi sinni, en hún hafði enga gleði af því, vegna þess að hún vissi að hún mundi aldrei gleðjast yfir neinu framar. Hún var farin frá Afríku fyrir fullt og allt, en hjarta hennar varð eftir í stóru, hvítu húsi, sem Fernando Cuero átti. Virginia talaði vingjarnlega og huggandi við föður sinn er þau óku til baka til Kalindi. Hún vissi að hann var hryggur og hún vor- kenndi honum, af því að það lá illa á henni sjálfri. Eitt var að afráða hvað gera skyldi við Lesley — annað að koma áforminu í framkvæmd. En Lesley var ung, og æskan er sveigjanleg. Auk þess var ekki nema rétt að hún ynni fyrir sér, og það hefði alls ekki verið einfalt mál, ef hún hefði átt að gera það í Afríku. Það hefði þótt einkennilegt að sjá Lesley vinna fyrir sér á skrifstofu fyrir nokkur hundruð krónur á mánuði, en Virgi- niu og föður hennar lifa í allsnægtum á lúx- usheimili. Þegar þau komu heim sagði hún Salomon að hita kaffi og bera fram kökur. Hún kom sjálf með bakkann fram á svalirnar, og í fyrsta skipti síðan hún kom til Afriku fannst henni hún vera rík. Nú hafði hún allt í hendi sér — enginn mundi líta aðvörunaraugum til hennar þó að hún keypti sér fallegan skartgrip eða bærist mikið á í mat og drykk. Amanzi-firmað var ekki neitt milljónafyrir- tæki, en það gaf þó svo mikið af sér, að hún gat lifað þægilegu lifi og haldið marga þjóna. Salomon var alls ekki lélegur í eldhúsinu — hann hafði lært talsvert af Lesley, en nú hafði Virginia frjálsar hendur og ætlaði sér að ná í æfðan bryta, sem gæti tekið á móti gestum og gengið um beina. Það var mikil blessun að allt var orðið svo Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Adamson og innri maður hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.