Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 30
30 8. október 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Hjörleifur Stefánsson skrifar um skipulag miðbæjarins Ágæta borgarstjórn!Þetta bréf sendi ég ykkur í von um að það opni augu ykkar fyrir mistökum sem hafa átt sér stað í skipulagsmálum gömlu hverfa Reykjavíkur í marga ára- tugi og mikilvægt er að linni. Í upphafi voru þetta alls engin mistök. Það er auðvitað vel þekkt saga að margt sem byrjar sem hugmynd um framfarir getur smám saman orðið dragbítur. Þannig er það í þessu tilviki sem hér um ræðir og verður það rakið allt til bæjarbrunans mikla árið 1915 þegar mörg hús í miðbænum brunnu. Menn trúðu þá að nauðsynlegt væri að útrýma timburhúsum og byggja bæinn frá grunni úr stórum steinsteypuhús- um. Þessi framtíðarsýn bæjarstjórnar, sem skjalfest var með skipulaginu 1927, varð grundvöllur að verð- mati á viðkomandi eign. Lóð með litlu húsi gekk eftir þetta kaupum og sölum sem byggingarlóð. Á þessum tíma efaðist enginn um að þetta væri skynsamleg ráð- stöfun og samfélaginu fyrir bestu. Árið 1963 var samþykkt nýtt skipulag fyrir Reykja- vík sem áfram hvíldi á þeirri meginforsendu að bæinn skyldi endurbyggja úr steinsteypu en því til viðbótar kom nú sú reginfirra sem sprottin var af rótum módernismans, að sögulegir byggingarstílar væru lítils virði ef ekki beinlínis fyrirlitlegir. Svipaðar hugmyndir voru nánast allsráðandi um Evrópu á þessum tíma. Fljótlega tók almenningur þó að átta sig á því sem var að gerast. Fjöldahreyfingar risu gegn þeirri fyrirætlan skipulagsfræðinga og arkitekta að eyða sögulegum kjörnum borganna til þess að endurbyggja þær eftir mjög einstrengings- legri hugmyndafræði. Þetta gerðist líka hér í Reykjavík. Smám saman opnuðust augu almennings og þar með líka stjórn- málamanna fyrir því að í sögulegri vídd borgarinnar og margbreytileika væru fólgin ómetanleg gildi sem væru sameign samfélagsins. Nú er svo komið að fáir ef einhverjir andmæla því að sögulegir kjarnar miðborga eru mikilvægari en allt annað í borgarumhverfinu. Maðurinn er hugsandi tilfinningavera og einfaldlega þannig gerður að hann laðast að umhverfi sem þrungið er sögulegri merkingu. Skipulagsmál byggðar eru á forræði sveitarstjórna og þeim ber að endurskoða skipulag eftir því sem þörf krefur. Sú kvöð er auðvitað sprottin af þeirri nauðsyn að endurmeta fyrri ákvarðanir með hliðsjón af breytingum á gildismati samfélagsins. Þá er ég kominn að því að orða mistökin – hengja bjölluna á köttinn: Fram til þessa hefur borgarstjórn Reykjavíkur kosið að líta svo á að henni beri að bæta lóðareig- endum þann hugsanlega fjárhagslega skaða sem þeir kunna að verða fyrir ef samþykktu skipulagi er breytt á þann veg að minna megi byggja á viðkom- andi lóð en áður var heimilað. Þarna liggja mistökin sem ég nefndi í upphafi. Þetta er kjarni málsins. Mistökin eru fólgin í því að borgarstjórn hefur til þessa litið svo á að henni beri að bæta lóðaeigendum að verðmat lóða þeirra lækkar þegar deiliskipulagi er breytt þannig að minna megi byggja á lóðum þeirra en áður. Þetta er í raun og veru fráleitt. Þetta er í raun og veru jafn fráleitt og sú staðreynd sem við höfum orðið vitni að þegar eigendur fyrir- tækja hirða gróða þegar svo ber undir en samfélagið er látið bera tapið þegar illa fer. Aukinn byggingarréttur er í raun og veru aðeins ávísun á aukin verðmæti ef byggingarrétturinn er nýttur. Hann merkir von um ágóða sem rætist ef byggt er stærra hús og það selt. Sá lóðareigandi sem ekki kýs að notfæra sér þennan rétt meðan hann er fyrir hendi verður að sætta sig við að byggingar- rétturinn sé skertur ef borgarstjórn telur samfélags- lega nauðsyn bera til þess. Þetta er í sjálfu sér auðskilið og fellur vel að almennum hugmyndum um nauðsyn þess að hagur almennings á að ráða mótun samfélags okkar en jafn- framt eiga einstaklingar að njóta réttlætis og eignar- réttinn ber að virða. Það er mótun hins samfélagslega umhverfis borgarinnar sem hlýtur að vera leiðarljós borgarstjórnar en ekki hagur einstakra lóðareienda. Reglurnar um það hvernig þessu skuli háttað eru auðvitað sniðnar að og af samfélagi okkar. Þær eru mannanna verk. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja lög og reglur og því starfi lýkur aldrei því stöðugt þarf að bæta, leiðrétta og lagfæra til þess að löggjöfin gegni hlutverki sínu almenningi til heilla. Ef einhver lög verða túlkuð á þá leið að samfélag- inu beri skylda til þess að bæta lóðaeigendum skerta hagnaðarvon vegna þess að skipulagi er breytt til þess að tryggja sögulega vídd byggðarinnar þá ber löggjafanum einfaldlega að breyta henni. Höfundur er arkitekt. Brostnar gróðavonir UMRÆÐAN Anna Lára Steindal skrifar um málefni innflytjenda Fólksflutningar hafa verið hluti af mann- kynssögunni frá upphafi til okkar daga. En sam- fara aukinni hnattvæð- ingu og vaxandi sam- skiptum ríkja á milli hafa fólksflutningar og málefni inn- flytjenda orðið flóknari. Tækni- nýjungar á sviði upplýsingaflutn- ings og samgangna ýta svo enn frekar undir þessa þróun. Við vitum miklu meira um það sem er að gerast í heiminum – og með þessari nýju vitneskju skapast ný sýn og ný ábyrgð. Við getum ekki snúið okkur undan og látið eins og annað fólk og afdrif þess í heim- inum komi okkur ekki við. Öll sækjumst við í grundvallaratrið- um eftir sömu lífsgæðum, hvar í veröldinni sem við fæðumst. Nú á tímum er það algengt viðhorf að fólk eigi að hafa tækifæri til þess að setjast að þar sem afkomu þess er borgið – þar sem draumurinn um innihaldsríkt og farsælt líf getur mögulega ræst. Að minnsta kosti með ákveðnum skilyrðum og innan skilgreindra marka. Undanfarna áratugi hafa fjöl- menningarsamfélög nútímans verið að þróast í Evrópu, og víðar; sambýli fólks af ólíkum uppruna með ólík sjónarhorn á lífið og til- veruna. Þegar best lætur geta sam- félög af þessu tagi verið stórkost- legur suðupottur hugmynda þar sem eitthvað nýtt verður mikils- vert framlag til þróunar sam- félagsins og þeirrar menningar sem það hvílir á. Menning er ekki fyrir bæri heldur ferli og tekur m.a. mið af samskiptum, hugmynd- um og atferli þeirra sem samfélag- ið byggja á hverjum tíma. Íslend- ingar hafa til dæmis notið ávaxta fjölmenningar innar í fjölbreyttari matargerð og gróskumeira tón- listarlífi, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að nýta kosti fjölmenningar- samfélagsins til fulls verðum við þó að hlúa að því og efna til lifandi og einlægrar umræðu um kosti þess, áskoranir og afleiðingar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að umræðan á Íslandi sé skammt á veg komin, og hefur að verulegu leyti einskorðast við afmarkaðan hluta fræðasamfélagsins, stofnanir og stefnumótendur. Sú stefna sem íslenskt samfélag tekur á næstu misserum ræðst af því hvernig umræðunni vindur fram. Þróun fólksflutninga til Íslands hefur verið mjög hröð og á tíu árum hefur fjöldi innflytjenda margfaldast. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar af erlendum uppruna 2,1% íbúa á Íslandi árið 1998, en 7,6% í lok árs 2008. Það er ekki sjálfgefið að allir átti sig á þessum nýja veruleika, og í raun er ýmislegt sem bendir til þess að margir séu óör- uggir og ringlaðir, bæði innfæddir og innflytj- endurnir sjálfir. Ekki síst þeir sem hafa búið hér lengi. Þess vegna tel ég mjög brýnt að skapa grundvöll fyrir almenn- ari samræðu en nú tíðkast um viðfangsefnin sem fjölmenning- unni fylgja. Við verðum að leit- ast við það óttalaust og í einlægni að svara þeim spurningum sem vefjast fyrir fólki sem allt í einu vaknar upp við að búa í fjölmenn- ingarsamfélagi sem það ekki skil- ur. Eigi okkur að takast að njóta allra framandi og góðu ávaxtanna verðum við að færa umræðuna nær þeim sem lifa hinn fjölmenn- ingarlega veruleika á hverjum degi. Þar á ég við innflytjendurna sjálfa, vini þeirra og nágranna, kennara, bæjarstarfsmenn, fjöl- miðlafólk og svo framvegis. Almenningur þarf að vera með- vitaður og eins sáttur og unnt er við þær óumflýjanlegu breyting- ar sem eru að eiga sér stað, gera sér grein fyrir þeirri skyldu sem hvert samfélag hefur gagnvart sjálfu sér og gangast við kröfunni um að mannréttindi allra séu virt í hvívetna. Innflytjendurnir sjálfir þurfa að taka þátt í umræðunni svo þeir viti hvaða réttindi þeir hafa og hvaða skyldur þeir gang- ast undir með því að setjast að á Íslandi. Öll þurfum við að koma okkur saman um þær kröfur sem eðlilegt er að gera hvert til ann- ars – og hafa tiltækar aðferðir svo mögulegt sé að standa undir þeim. Hvað eigum við t.d. við þegar við gerum kröfu um að innflytjendur aðlagist – en leggjum um leið ríka áherslu á að þeir haldi í menn- ingu sína og uppruna? Hvar liggja mörkin? Hvaða skilaboð erum við að senda fólki þegar við gerum kröfu um að innflytjendur læri íslensku – en bjóðum svo ekki upp á tækifæri til þess? Hvers vegna er fólk í sumum tilvikum reiðu- búið til þess að umbera misbeit- ingu og kúgun innan hóps sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn, en ekki meðal inn- fæddra? Hvers vegna telja margir atvinnurekendur sjálfsagt að bjóða innflytjendum lægri laun en Íslendingum? Spurningarnar eru margar og brýnt að við þeim fáist viðunandi svör. Í því skyni þurfum við, sem samfélag og sem manneskjur, að ráðast í siðferði- legt endurmat á afstöðu okkar til fjölmenningarsamfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Akranesi. Ávextir fjölmenn- ingarsamfélagsins ANNA LÁRA STEINDAL HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON UMRÆÐAN Jan Eric Jessen og Guðrún Axfjörð skrifa um stjórnmál Þótt nú sé liðið ár frá því nýfrjáls-hyggjuveislunni miklu lauk, voru timburmenn hagræðingar í ríkisrekstri ekki kynntir til sög- unnar fyrr en í liðinni viku. Til að taka með festu á þeim geigvænlega fjárlagahalla sem í stefnir á næstu árum hefur Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra kynnt blóð- ugasta niðurskurð í sögu lýðveldis- ins. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir niður skurði og skattahækkunum sem alls nema um 115 milljörð- um króna. Forvitnilegt væri að sjá hvernig helstu gestgjöfum nýfrjáls- hyggjuveislunnar yrði við, þyrftu þeir að taka til eftir partíið sjálfir. Sú síbylja yfirlýsinga formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem dunið hefur á eyrum landsmanna upp á síðkastið, gefur til kynna að ekki sé að fullu runnið af þeim eftir veisluna. Yfirlýsing- arnar eru nefnilega flestar á þá lund að í stað þess að fara blandaða leið við hagræðingu í ríkisfjármál- um eigi ekki að ganga jafn langt í skattahækkunum og ríkisstjórninni þykir þurfa. Formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur m.a.s. lýst því yfir að það þurfi alls ekkert að hækka skatta. Þetta þýðir væntanlega að væri hann fjármálaráðherra, myndi hann eingöngu beita niðurskurðar- hnífnum til að ná settu marki. Ef hagræðingin yrði eingöngu í formi niðurskurðar, þyrfti að skera niður um 115 milljarða til að ná sama árangri og fjárlagafrumvarp- ið gerir ráð fyrir. Það myndi sam- svara því að íslenska heilbrigðis- kerfið yrði lagt niður í heild sinni og enn stæðu 2 milljarðar út af. Það er mjög gott að vita til þess að það fólk sem leiðir þessar hag- ræðingaraðgerðir hefur ávallt bar- ist fyrir öflugu velferðarkerfi á Íslandi en eru ekki einstaklingar eða hópar sem líta á heilbrigðis- og menntakerfið sem óplægða mark- aðsakra. Þau sem þetta rita gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin gengur nú í verk sem ekki eru vin- sæl. Við getum þó huggað okkur við það að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki, ólíkt forverum sínum, að bjóða í brjálað partí á kostnað almennings í landinu. Jan Eric er formaður Ungra Vinstri grænna og Guðrún Axfjörð Elínardóttir er varafor- maður Ungra Vinstri grænna. Timburmenn frjálshyggjunnar GUÐRÚN AXFJÖRÐJAN ERIC JESSEN SÓLNINGK ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722Smurstöð in K löpp , Vegmúla 4 , s ími 553 0440 Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn. is Öryggi og gæði Með Hankook dekk undir bílnum ertu öruggari í vetur. Hankook vetrardekk tryggja gott grip allan veturinn við síbreytilegar íslenskar aðstæður. Þú færð Hankook dekk hjá Sólningu og Barðanum. Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi og Barðanum, Skútuvogi Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 09.00–13.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.