Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 54
38 8. október 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af seinni flutningi verksins Náttúra eftir Hrafnhildi Hagalín sem er í kvöld kl. 22.15 á Rás 1: Einbúi í afskekktum dal verður var við að eini nágranni hans er horfinn. Hvert fór hann? Hvar er hann? Hvers vegna er hann ekki sjáanleg- ur lengur? Nágranninn var enginn vinur hans, samt getur einbúinn ekki á heilum sér tekið. Hann ákveður að fara og grennslast fyrir um hvarfið. Í burðarhlutverki er Erlingur Gíslason. Á tónleikum næstu helgi flytur kórinn Fílharmonía tvö heillandi kórverk frá tuttugustu öldinni sem bæði skírskota til framandi heims- álfna. Hin vinsæla suður-ameríska messa, Misa Criolla, eftir argent- ínska tónskáldið Ariel Ramirez, er byggð á þjóðlegum tónlistararfi álf- unnar. Kreólamessan, eða messa innfæddra, er ein fyrsta kaþólska messan í heiminum sem samin er í þjóðlegum stíl. Hitt verkið er Fjöl- menningarmessa eftir sænsk-úrúg- væska tónskáldið og hljóðfæraleik- arann Yamandú Pontvik, en hann sækir innblástur og efnivið í þetta fjörlega og ryþmiska tónverk úr fjölmörgum áttum og vefur saman heillandi og seiðandi tónheim. Í messunni má heyra afrískan víxlsöng, austurlenskan dýrðar- söng, trúarjátningu í sænskum þjóðlagastíl, argentínska zömbu og Sanctus í Candombe-tónlistarstílnum. Einsöngvarar á tónleikunum eru Einar Clausen og Hafsteinn Þórólfsson en auk þess leikur fimm manna ryþmahljómsveit með kórnum, hana skipa úrvals djassistar, Gunnar Gunnarsson á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Ómar Guðjónsson á gítar, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á slagverk. Tónleikunum stjórnar Magnús Ragnarsson. Tónleikarnir eru í Seltjarnarnes- kirkju helgina 10. og 11. október og hefjast kl. 16 báða daga. Miðar fást í forsölu hjá kórfélögum og í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu kórsins á www.filharmonia.mi.is. Kreólamessan á Valhúsahæð kl. 20. Hvar mætast list og hönnun er umfjöll- unarefni sem tekið verður fyrir á mál- þingi sem Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir í Hafnarhúsinu í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Framsögu- menn eru Andrea Maack myndlistar- maður, Þorvaldur Þorsteinsson mynd- listarmaður og rithöfundur, Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við LHÍ og Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur. Umræður að erindum loknum. Guðmundur Brynjólfsson, leik- húsfræðingur með meiru, hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaun- in fyrir unglingasöguna Þvílík vika, sem komin er út hjá Vöku- Helgafelli. Þetta er fyrsta skáld- saga Guðmundar en hann hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir smásögur og leikrit. Í sögunni segir frá einni viku í byrjun júní í lífi unglinga okkar tíma. Þrír vinir eru að ljúka grunnskóla og ætla að fagna því rækilega. En margt getur breyst á einni viku og ýmislegt fer öðru- vísi en þeir höfðu ætlað. Guðmundur Brynjólfsson er bókmennta- og leikhúsfræðingur að mennt og hefur auk þess lokið djáknanámi. Á síðasta ári sigraði hann í samkeppni Forlagsins og barnabókahátíðarinnar Draug- ar úti í mýri um draugasmásög- ur fyrir börn með sögu sinni At? Árið 2006 hreppti leikrit hans, Net, 2. sæti í handritasamkeppni Borgarleikhússins og leikrit sem hann skrifaði í félagi við Berg Ingólfsson, 21 manns saknað, var tilnefnt til Grímuverðlaun- anna fyrr á þessu ári. Um þess- ar mundir er annað leikrit eftir þá félaga, Horn á höfði, á fjölum Grindvíska atvinnuleikhússins, sem hefur fengið mikið lof gagn- rýnenda. Íslensku barnabókaverð - launin hafa fest sig vel í sessi síðan þau voru veitt fyrst 1986 og margir af okkar dáðustu barnabókahöfundum hafa unnið til þeirra. Af þeim má nefna Herdísi Egilsdóttur, Iðunni Steinsdóttur, Þorgrím Þráinsson, Brynhildi Þór- arinsdóttur og Friðrik Erlingsson. Þátttakan í ár var óvenjumikil en Þvílík vika var valin úr hópi 35 innsendra handrita. Dómnefnd- in var skipuð fulltrúum frá For- laginu, IBBY á Íslandi, Barnavina- félaginu Sumargjöf og erfingjum rithöfundarins Ármanns Kr. Ein- arssonar, auk tveggja nemenda úr Árbæjarskóla. Verðlaunaféð nemur 400.000 krónum. Samkeppnin um Íslensku barna- bókaverðlaunin er haldin á hverju ári. Skilafrestur á handritum sem keppa um verðlaunin 2010 er 1. febrúar næstkomandi. - pbb Ármannsverðlaun afhent Í gær opnaði Hallgrímur Helga- son, rithöfundur og myndlistar- maður, sýningu á nýjum verkum í galleríi á Skólavörðustíg 3, The Contemporary Art Gallery, sem höfundurinn kallar „Íslenska útrásin 2009“ og fjallar um nýbrotna sjálfsmynd hins sigur- reifa Íslendings. Hallgrímur hélt síðast sýningu í Gallerí Turpentine á olíuverkum en vendir nú kvæði sínu í kross og sýnir nú ljósmyndir í fyrsta sinn. Höfundurinn stillir sér upp í ljósmyndaröðinni sem skotin var á suðurhveli jarðar í janúar síð- astliðnum. Hún lýsir vandræðum útrásarvíkings sem seilst hefur of langt í landvinningum sínum og finnur nú afleiðingar ævin- týra sinna á eigin skinni. Hér er Íslenska útrásin komin á enda- stöð. En þótt sýningin lýsi ósigri og svartsýni er hún sett upp í sönnum íslenskum bjartsýnisanda. Fram- setning hennar tekur um margt mið af sýningarskálum Íslands á erlendri grund. Hér eru menn ekki af baki dottnir og kynna Íslensku útrásina sem aldrei fyrr. Jafnframt varpar sýningin ljósi á hina heimsfrægu íslensku kreppu, skoðar hana í hnattrænu ljósi og spyr: Hvað er kreppa? Að eiga ekki skó eða missa jeppa? - pbb Útrásaruppgjörið MYNDLIST Eitt verka Hallgríms af sýningunni. MYND/HALLGRÍMUR HELGASON/GALLERÍ TURPENTINE BÓKMENNTIR Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur hlaut Íslensku barnabókaverð- launin fyrir unglingasöguna Þvílík vika. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í dag verður opnuð í Edinborgar- húsinu á Ísafirði sýningin HEIMA – HEIMAN en þetta er annar áfanga- staðurinn á ferð hennar um landið. Sýningin Heima – Heiman var sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008 en höfundar hennar eru þær Katrín Elvarsdóttir ljós- myndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Á sýningunni hittum við fyrir ólíka einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín. Flestir vegna stríðsátaka. Sumir hafa leitað skjóls í flóttamannabúðum – aðrir hafa flúið land úr landi – en allir eiga þeir sameiginlegt að hafa að lokum komið hingað til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Við skynjum brot af sögu þeirra og tilfinningum í gegnum einn ein- stakan hlut sem fylgt hefur þeim frá gamla heimalandinu. Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari á að baki farsælan og fjölbreyttan feril og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga á Íslandi, í Banda- ríkjunum og í Danmörku, nú síð- ast í Gallerí Ágúst þar sem sýning hennar Margsaga var opnuð í ágúst síðastliðnum. - pbb Fyrir vestan sól SYLVIA Ljósmyndaverk eftir Katrínu Elvarsdóttur. TÓNLIST Einar og Hafsteinn syngja einsöng. MYND/FÍLHARMONÍAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.