Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.10.2009, Blaðsíða 34
 8. október 2009 FIMMTUDAGUR 2 „Fagurfræði er undirgrein í heim- speki og varð til sem slík seint á 18. öld,” segir Margrét Elísabet. „Viðfangsefni þeirrar fagurfræði sem ég legg stund á tengist listum, í mínu tilfelli myndlist og miðla- list, en fagurfræðingar geta einnig fjallað um umhverfi og náttúru,“ segir hún og heldur áfram. „Fagur- fræðingar starfa oftar en ekki við kennslu og rannsóknir, oft í nánum tengslum við menntastofnanir á sviði lista, en þá er einnig að finna innan heimspekideilda í háskólum og úti í samfélaginu eins og gengur og gerist um menntað fólk á sviði hugvísinda.“ Margrét Elísabet segir spurn- inguna um hvar hönnun og list skarist frekar erfiða „Við getum sagt að á tuttug- ustu öldinni hafi reglulega komið fram bæði hönnuð- ir og listamenn sem hafa viljað tengja þetta tvennt saman. Nærtækasta dæmið er auðvitað Bau- haus-skólinn sem starfaði í Þýskalandi á fjórða ára- tug aldarinnar og skól- ar í Bandaríkjunum sem byggðu á svipaðri hug- myndafræði. Þekktastur þeirra er líklega Black Mountain College sem dró til sín kennara frá Bauhaus en færri vita kannski að áhrifa þaðan gætir einnig í MIT-tækniháskólan- um sem hefur lagt sig fram við að brúa bilið milli hönnunar, tækni, lista og vísinda.“ En er einhver munur á hönnun og list og svo nytjalist? „Þótt ýmsir hafi reynt að má út mörkin milli hönnunar og listar má segja að aðgreiningin lifi enn ágætu lífi. Til að einfalda málið er nytjalist það sama og hönnun, sem fæst við að búa til fallega nytjahluti fyrir manngert umhverfi, hluti sem eru fjöldaframleiddir áður en þeir eru settir á markað. Listin er yfirleitt ekki búin til fyrir einhvern sér- stakan og kemur ekki að neinum notum. Þegar um er að ræða myndlist getum við sagt að hún hafi þá sérstöðu að ganga kaup- um og sölum á markaði sem byggir verðmætamat sitt á fágæti.“ Hefur almenningur vit eða auga fyrir hönn- un eða list? „Ég held að almenningur sé oft mjög illa að sér um hönnun og listir. Ástæðan fyrir því er einföld, bæði lista- og hönnunarsögu er lítið sinnt í skólakerfinu.“ Nú finnst manni stundum að nánast hvað sem gert er, fái merki- miðann hönnun, er ekki stundum svolítið verið að gera lítið úr alvöruhönnun? „Jú, það finnst mér.“ Getur fagurfræðingur hjálpað fólki við hönnun heimila sinna eða ráðlagt því á einhvern hátt? „Nei, það getur hann ekki!“ Málþingið er haldið af Hönnunar- miðstöð Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og hefst klukkan 20 í Hafnarhúsinu í kvöld. - uhj Aðgreiningin lifir Hvar mætast list og hönnun? er umfjöllunarefni sem tekið verður fyrir á málþingi í Hafnarhúsinu í dag klukkan 20. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur er ein þeirra sem flytja erindi. Gott dæmi um nytjalist. Sítrónupressur frá Alessi. SORPA býður upp á fræðsluferðir fyrir grunnskóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmið fræðslunnar er að nemendurnir kynnist því hvað verður um ruslið þeirra. www.sorpa.is Ný íslensk bretti undir fartölvur, dagblaða- og bókastandar fram- leiddir af Múlalundi. Markaðssetning er hafin á nýrri íslenskri hönnunar- og fram- leiðslulínu, sem er sniðin að þörf- um þeirra sem nota fartölvur dag- lega, og samanstendur af brettum undir fartölvur og dag- blaða- og bókastöndum. Vörurnar eru framleiddar í Múlalundi og eru hannaðar af Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nánu samráði við lækna og iðjuþjálfa. NEMA-tölvubrettunum er ætlað að stemma stigu við hættunni sem líkamanum stafar af þeim algenga notkunarmáta að setja tölvuna í kjöltu sér án nokkurrar varnar. Auk þess að búa yfir geislavörn færa brettin notandanum á sama tíma aukin þægindi og leiða til ákjósanlegri líkamsbeitingar. Ásta Kristrún, náms- og starfsráð- gjafi, hefur unnið með náms- mönnum um þrjá- tíu ára skeið. Reynsla hennar á þeim vettvangi varð til þess að hún hófst handa við hönnun á forvarnarbún- aði fyrir námsfólk. Forvarnarbúnaður fyrir námsfólk Brettin búa yfir geislavörn og er ætlað að leiða til ákjósanlegri líkamsbeitingar. Margrét Elísabet Ólafsdóttir telur að almenningur sé oft mjög illa að sér um hönnun og listir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sjöan eftir Arne Jacobsen.             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.