Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Síða 12

Iðnneminn - 01.10.1997, Síða 12
Löng hefð er fyrir kennslu í ýmsum verklegum greinum á Isafirði. Þar var stofnaður Sjómannaskóli 1852, og var hann fyrsti starfsgreinaskóli á Islandi sem sinnti öðru en menntun embættismanna. Við Iðnskólann var í ntörg ár rekin vélstjóradeild, og alltaf öðru hvoru fór frarn við skólann kennsla í skipstjórnarfræðunt. Segja má' þó að uppistaðan hafi verið samningsbundið iðnnárn. Arið 1984 var sett á fót við skólann grunndeild rafiðna. Um 1990 bættist við grunndeild málmiðna. Haustið 1991 voru nemendur í starfsnámsgreinum alls 72, og hefur nemendafjöldi haldist svipaður síðan. Nýtt verkmenntahús 1995 Hinn 5 janúar 1995 urðu þáttaskil í sögu verkmenntakennslu á Isafirði , en þá var vígt nýtt verkmenntahús á lóð Franthaldsskólans. I húsinu eru tveir salir, og fer kennsla í grunndeild málmiðna frarn í öðrurn helmingnum en vélstjórakennsla í hinum. A sarna tíma var grunndeild rafiðna flutt inn í húsnæði á neðstu hæð heimavistar, örskammt frá verkmenntahúsinu, og unt leið var stofnuð ntatartæknibraut sem fékk inni í eldhúsi og matsal heimavistarinnar. Þannig liðu nákvæmlega 90 ár frá upphafi iðnfræðslu á Isafirði þar til hún nú fluttist að fúllu í eigið húsnæði. Fjölbreytt nám í boði Innan vébanda Framhaldsskóla Vestfjarða eru nú eftirtaldar starfsnámsbrautir: Sjávarútvegsbraut, tvö námsár, hét áður skipstjórnarbraut. Vélstjórnarbraut, tvö nárnsár. Fyrstu önninni lýkur með vélavarðarprófi, en til að fá vélstjórnarpróf 2. stigs skal ljúka þemur önnunt í viðbót. Grunndeild rafiðna, eitt námsár. Stundum hefúr verið hægt að taka eitt ár í viðbót í rafeindatækni á Isafirði, en til þess þarf að vera um nokkurn hóp nemenda að ræða. A eftir grunndcild rafiðna kemur samnings- bundið iðnnám. Grunndeild málmiðna, eitt nárnsár. Síðan kernur samningsbundið iðnnám í málm- iðnaðargreinunt. Samningsbundið iðnnám í öðrum iðngreinum. Stefnt er að stofnun grunn- deildar tréiðna á næstu misserum. Matartækninám, eitt ár, einskonar grunn- deild. Síðan á að vera unnt að halda áfram annarsstaðar í átt að prófi í matreiðslu eða framreiðslu. 12 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.