Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Page 29

Iðnneminn - 01.10.1997, Page 29
Tréiðnadeild Grunndeild tréiðna hefiir verið starfrækt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá haustönn 1977. Meginmarkmið brautarinnar er að veita undirstöðuþekkingu í tréiðnaði, meðferð og meðhöndlun áhalda. Nám í grunndeild tréiðna er tveggja anna nám (eitt ár) og lýkur með prófi sem veitir 12 mánaða styttingu á námssamningi í tréiðnum og áframhaldandi bóklegu framhaldsnámi s.s. í húsasmíði og húsgagnasmíði. Eftir sveinspróf í greininni getur nemandinn haldið áfram og farið í meistaraskóla, sem veitir honurn rétt til þess að stofna fyrirtæki í bygginga- og tréiðnaði. Auk þess að öðlast rétt til að fara í meistaraskóla getur nemandinn tekið stúdentspróf og sótt nám í verkfræði og/eða arkitektúr. Aðbúnaður til verklegs náms í tréiðnum er góður, skólinn er búinn góðu trésmíðaverkstæði sem rúmar 12 nemendur. Fyrir utan hefðbundið bóklegt og verklegt nám fara nemendur í heimsóknir á hina ýmsu staði sem tengjast byggingariðnaðinum s.s. BYKO hurðir og gluggar, límtrésverksmiðjuna að Flúðum, Timbur og Stál og Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins. Einnig hefur verið farin ferð til Finnlands á vegum Leonardo áætlunarinnar, þar sem fimm nemendur á lokaönn kynntu sér m.a. timburvinnslu (frá skógarhöggi til smíðaviðar), húsgagnaiðnað, iðnskóla og hönnunarskóla. Fjöldi atvinnutækifæra bíða þeirra sem lokið hafa iðnnámi þar sem vinnumarkaðurinn hefur mikla þörf fyrir góða faglega þekkingu og fjölhæfni. Hársnyrtibraut Við FS er starfrækt grunndeild í hársnyrtingu, sem er mjög vinsæl. Hársnyrtíiðn reynir á marga þætti, t.d. er framkoma og þjónustulund við viðskiptavin mikið atriði. Farið er inn á flesta verkþætti hársnyrtiiðnar t.d. hárþvott og djúpnæringar, blástur, margskonar bylgjur, daggreiðslur, permanent, háralit og ekki má gleyma klippingum fyrir dömur og herra. Sérstaða hársnyrtifólks er að vinna fyrir fólk og með öðru fólki. Fatagerð Fatagerð er valgrein innan skólans og eru tveir áfangar í boði; FAG-103 og FAG-203. í fyrri áfanganum er farið yfir helstu saumaaðferðir ásamt því að taka upp einföld snið og leggja snið á efni. í seinni áfanganum er meira farið í vandasamari saumaskap og sniðabreytingar eftír vexti. Nemendur í þessum áfanga halda vinnubók. Iðnneminn 29

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.