Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 43

Fréttablaðið - 05.11.2009, Page 43
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 9neyðarkall ● Æfingar og þjálfun eru stór hluti af starfi björgunarsveitarmanna. Hluti námsins fer fram í skóla- stofum en annað þarf að kenna á vettvangi. Á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi eru þjálfunarbúðir fyrir leit og björgun. Þar var áður rekin lóranstöð en miklar breytingar og lagfæringar hafa átt sér stað svo nú er þar mjög góð, alhliða þjálfun- araðstaða, kennslustofur og gisti- rými. Umhverfi Gufuskála er einn- ig hentugt til þjálfunar og frábær aðstaða til æfinga í rústabjörgun sem vakið hefur athygli víða. En það eru ekki bara björgunarsveit- ir sem nýta sér aðstöðuna, lögregla og slökkvilið eiga þar innkomu, kvenna- og unglingadeildir halda þar fundi og námskeið og Útivist- arskóli unglinga er rekinn þar á sumrin. Jafnframt gefst félags- mönnum kostur á að leigja orlofs- íbúðir þegar laust er. Þjálfunarbúðir í heimsklassa Frá úttektaræfingu Íslensku alþjóða- björgunarsveitarinnar á Gufuskálum í september síðastliðnum. MYND/INGÓLFUR HARALDSSON Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur fjórtán björgunarskip og 125 hraðskreiða björgunarbáta sem eru staðsettir hringinn í kringum landið. Sinna þau um 100 aðstoðar- beiðnum frá sæfarendum á ári hverju. Hér eru nokkur dæmi um slík útköll:  Þær upplýsingar berast að átta manns af danska varðskipinu Triton sé saknað eftir að bátum þeirra hvolfdi fyrir utan brimgarðinn þegar þeir reyndu að aðstoða við strand Wilson Muga fyrir utan Sandgerði.  Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn var kallað út á rauðum forgangi þegar Hildur ÞH 38 sökk skyndilega tæpum níu sjómílum austur af Raufarhöfn. Um klukku- stund síðar var áhöfninni bjargað um borð í Gunnbjörgu.  Boð bárust um að Gísli KÓ 10 væri vélar- vana um 30 sjómílur vestur af Reykjanesi. Björgunarskip fór frá Grindavík og dró bát- inn til hafnar. Veður var afar vont á svæðinu.  Björgunarbáturinn á Akranesi kallaður út vegna vélarvana báts utan við Akranes. Átta mínútum eftir útkall voru félagar björgun- arfélagsins komnir og aðstoðuðu bátsverja.  Tilkynnt um veikan sjómann um borð í skuttogara sem var við veiðar út af Reykja- nesgrunni. Björgunarskip Grindavíkur sigldi til móts við togarann og flutti hinn slasaða til lands.  Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði kallað út þegar bátur með tveimur mönnum strandar í fjörunni. Þeir voru sóttir með slöngubát, reyndust ómeiddir en nokkuð blautir. Taug var komið í bátinn og hann dreginn til Bolungarvíkur.  Með öflugu neti björgunarbáta hringinn í kringum landið er hægt að bregðast hratt við og koma þeim til hjálpar sem lent hafa í erfiðum aðstæðum sem geta skapast úti á sjó. Markmið Slysavarnafélagsins Lands- bjargar er að vera alltaf til taks með góðan búnað og vel þjálfaða einstaklinga til að geta sinnt þeim erfiðu aðstæðum sem geta komið upp á sjó og við strendur landsins. Hraðskreiðir björgunarbátar eru oft notaðir til að komast fljótt og örugglega að sæfarendum í vanda. MYND/BRYNJAR ÁSMUNDSSON SJÓBJÖRGUN ● FJÁRÖFLUN BJÖRG- UNARSVEITA Þrátt fyrir að meðlimir björgunarsveita séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur öflugra björgunarsveita afar kostnaðarsamur. Þjálfa þarf björgunarsveitarfólk, tæki og tól verða að vera tiltæk og í góðu lagi, húsnæði þarf undir búnað og olíu á tækin. Félagseiningar Slysavarna- félagsins Landsbjargar eru fjárhagslega sjálfstæðar einingar og afla sér fjár með ýmsu móti en hæst ber þó sala flugelda fyrir áramót og sala Neyðarkalls í nóvember. Þar ná sveitirnar sér í þorra þess rekstrarfjár sem þær hafa úr að spila allt árið um kring.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.