Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 8
Að morfíni dags: Skóburstun framan við skáladyrnar í Árskarði. O til þess- að elta strokuhesta og enginn þurfti að fara í það að skilja hundana. í stað þess að ieggja við klárinn sinn og bíða eftir dagskipan fjallkóngsins, settust menn nú í rútubíl, sem kemst fjóra kíló- metra til viðbótar. Má þá segja að komið sé að snjóröndinni við Hveradalina. e Eru nú skíði tekin ofan og smurð ákaflega með tilhlýðilegum kunnáttusvip. Á þessum stað er stórkostlegt um að litast í björtu veðri: Kerlingarfjöllin girða fyrir suðrið og ber hæst Loomund, Fannborgina og Mæni. Hofsjökull er virðulegur nágranni í austurátt og þar skín alltaf sól þótt ann- ars staðar rigni. Kjölurinn með Langjökul er í norðri og sér vel á Mælifellshnjúk í Skagafirði við sj óndeildarhr ing. Það mætti segja mér, að áður en langt um líður verði komið skíðahótel á þennan stað með hvera- og leirböðum, en skíðalyftur þeysi allt upp á brúnir Fannborgar með innlenda skíðakappa og út- lenda túrista. Þá verður þess minnzt, er þeir Valdemar og Eiríkur námu hér land — eða kannske verða það þeir, sem gera þennan stað heimsfrægan. ^ f undirhlíðum Fannborgar, svonefndum Keis, eru nokkur djúp gil, sem ekki láta mikið yfir sér tilsýndar. En þau eru full af snjó og mismunandi brött og það er ekki þörf á að fara lengra. Þeir þremenningar, Valdemar, Eiríkur og Sigurður skipta hópnum eftir getu; Sigurður fær byrjendurna og úrvals fönn neðarlega í gilinu. Hann byrjar á „plógnum“, síðan kennir hann að taka beygjur og: loks eru settar upp svigstengur. Það verða margar byltur á þessari fönn, enginn verður neitt óbarinn eins og kunnugt er. Það sýnist svo sem ekki vera nein kúnst að taka þessar skollans beygjur þs^ar Si'mrður sýnir það ofurhægt. Svo fer maður harðákveðinn á eftir honum, enda engin skynsamleg rök, sem mæla með því að við getum ekki náð öllu sem hann kann. En hraðinn er ef til vill einum of mikill, þunginn óvart á öfugri löpp eða þyngdarpunkturinn einum um of fyrir aftan fæturna — svo skvnsamlegasta lausnin í bili er að láta sig síga á rassinn. Annars voru framfarirnar undraverðar, jafnvel svo greinilegur dagamunur sást. Já, það verður hverjum að list sem hann leikur. ^ En látum oss litast um ofar í gilinu, þar sem kunnáttumennirnir hafa numið land. Þar er skíðalyfta þótt ótrúlegt sé; traktor frá Hvanneyri, sem hefur verið fluttur í gilið, skorðaður fastur og önnur felgan notuð fyrir reimskífu. Menn grípa kaðalinn og dragast á geysihraða upp brekkuna; sumir eru jafnvel fljótari upp en niður. Jónas Kerúlf, bílstjóri, ungur og alskeggjaður Borgfirðingur, situr á traktornum og stjórnar lyftunni. Fólkið, sem var í fyrri vikunni undir handleiðslu Sigurðar í neðri brekkunni, þýtur nú eftir braut- unum og það er sjaldgæft að sjá nokkurn detta þarna. Jafnvel börn um fermingu fara þarna rétt eins og ekkert væri auðveldara og sjálfsagðara niður J Eins og gefur að skilja fá sumir allmyndarlegar harðsperrur og hætta áður en dagur er allur. Sumii u það vitrir, að bíða ekki eftir þeim, en hætta áður og fara þá ef til vill í gönguferðir um Hveradalina, í íshellinn fræga, eða jafnvel á Loðmund og Snæfell. Ég var aðeins vopnaður myndavél þarna í brekkunum. Valdemar fannst það ósvinna, að ég færi svo úr hans félagsskap að hafa ekki stigið á skíði. Dreif hann mig á forkunnarfögur skiði með plastbotm, ^ „ Framhald á bls. 31. Dansað við harmoníkuspil. Það skal tekið fram, að Jóhann Riba (næst á myndinni) er ekki í kúluvarpi. Hver maöur emn stein 1 vorouna a Blateiis- hálsi. Annars gengur ferðin ekki að óskum. 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.