Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 25
SURREY HUGÐIST HREYFA MÓTMÆLUM, EN FANN AUGNARÁÐ HENNAR HVÍLA Á SÉR, EINLÆGT EN FAST, OG HANN GERÐI SÉR LJÓST, AÐ ÞAÐ VAR EINGÖNGU SJÁLFS HANS VEGNA ... öllum áætlunum i bili. Fyrir þrem sól- arhringum byrjaði að snjóa; fyrst í stað skall yfir þétt logndrífa og snjón- um kyngdi niður jafnt og þétt, en innan skamms fór að hvessa og um leið jókst frostið og i fulla tvo sólar- hringa hafði geisað iðulaus stórhríð. Það leyndi sér ekki, að nú, þegar um miðjan október, var veturinn genginn í garð fyrir alvöru. Óafvitandi braut Surrey heilann um þetta öllum stundum, fyrst og fremst til að verjast áleitinni spurn- ingu, sem hann vissi að ekki var nema eitt svar við — eða öllu heldur einmitt vegna þess, að hann vildi ekki þurfa að viðurkenna það fyrir sjálf- um sér, að ekki væri nema eitt svar við henni. Og samt sem áður gat hann ekki varizt áleitni hennar; í hvert skipti, sem stormsveipirnir buldu á kofanum, laumaðist hún fram úr hug- skoti hans: Hvað verður um Burd í þessu veðri? Hann reyndi að leiða spurninguna hjá sér, snúa út úr henni. Sam Burd var að öllum líkindum kominn á leið- arenda, það voru liðnar þrjár vikur síðan hann lagði af stað. Sem betur fór, naut hann nú hvildar eftir langa og erfiða göngu, sem kærkominn gest- ur þeirra í Knob-flugstöðinni. Já, eða hann sat í kofa hjá veiðimönnum og reykti pípu sína. Þrjár vikur....það var ekki nein smáræðis vegalengd, sem hraustur og harðskeyttur maður gekk á þrem vikum, jafnvel þótt um auðn og vegleysur væri að fara.... Dahl greip brennilurk og varpaði á iogann í arninum, sem gleypti hann gráðugum hvofti. „Það er farið að ganga iskyggilega á eldiviðinn", varð honum að orði. „Það verður ekki hjá því komizt að við förum og höggvum dálítið til viðbótar, þótt veðrið sé ekki sem bezt“. Það vottaði fyrir leyndri tilhlökkun í röddinni; eins og hann eygði þarna ráð til að losna úr prls- undinni i bili. Stormurinn hvein við þekjuna, og snjóstrokurnar stóðu inn um hverja smugu. Greatorex gamli blimskakkaðl augunum á Dahl; það var auðséð, að honum gazt ekki að uppástungunni. „Röðin er komin að mér, Lincoln", varð Surrey að orði. Hann leit biðj- andi á Dahl. Dahl leit spyrjandi á Alison. Hún hristi höfuðið. „Þú vilt vonandi ekki eiga það á hættu, að brotið spill- ist aftur, einmitt þegar það má heita gróið?" spurði hún vingjarnlega, en með festu. „Þótt þú kennir ekkl bein- linis sársauka lengur, ertu ekki enn orðinn maður til að beita öxinnl". Surrey hugðist hreyfa mótmælum, en fann augnaráð hennar hvlla á sér, einlægt en fast, og hann geröl sér ljóst, að það var eingöngu sjálfs hans vegna, að hún hagaöi orðum sinum af slíkri hógværð I viðurvist hinna. Það var hún, sem hafði hjúkrað honum vikum saman af alúð og þolinmæði, og bata sinn átti hann fyrst og fremst henni að þakka, en á það minntist hún ekki; vissi að hann mundi skilja það samt og haga sér samkvæmt Þvl. Þótt ræða hennar minnti á rósablöð, lágu þyrnar faldir á bak við þau, hugsaði hann með sér og þagði. Prowse starði framundan sér. Svo dró hann rennilásinn á svefnpokan- um skyndilega niður og reis upp; skreið úr hinu mjúka og hlýja hýði sinu með nokkrum erfiðismunum, einkum fyrir það, að hann hafði ekki nennt að taka af sér stígvélahnallana áður en hann skreið i það. Loks stóð hann á báðum fótum í allri sinni lengd rétt hjá arninum, horfði enn á Alison, gaut augunum síðan sem snöggvast á Surrey. „Hvar skyldi Sam Burd vera niður kominn?" spurði hann. Surrey kipptist við. „Þegiðu", svaraði Dahl. Prowse beindi augnaráði sinu enn til Alison og tók að raula lágt. And- artaki síðar lagði hann báðar hendur á þjó sér, eftir að hafa vermt Þær við eldinn. „Haltu kjafti, Prowse", mælti hann ertnislega. „Hvað vildirðu gefa fyrir vænt staup af brennivíni, Lincoln?" Hann leit glottandi á jarðfræðinginn. Ósjálfrátt brá Dahl tungunni um varir sér. „Nú er nóg komið, Carl“, mælti Surrey hranalega. Dahl hefur háð sína baráttu, hugsaði hann. Eg segi það fyrir mig, að ég hefði ekki á móti hressingu eins og á stendur. Prowse brá hendinni að vöngum sér og gróf gómana í skeggið. Surrey sem gerði ráð fyrir að hann hefði nýja atlögu að Dahl I undirbúningi, fann reiðina og andúðina vakna með sér. Fann að það var ekki víst, að hann gæti stillt sig til lengdar gagnvart á- reitni þessa slána. En Prowse virtist hafa eitthvert hugboð um, að til væru takmörk, sem sér væri hollast að virða. „Hafið þið heyrt skrýtluna um auðkýfingana I New York, sem fóru á hverju hausti á laxveiðar norður I skógana I Ont- ario?" spurði hann og virti þau fyrir sér, hvert af öðru. Alison varð ein til svara. „Ekkl ég“, sagði hún. „Eg er hrædd um, að ég hafi ekki heyrt sérlega mikið af skrýtlum um ævina", bætti hún við, hálft I hvoru afsakandi, en það var auðheyranlegur áhugi I röddinni. Greatorex setti upp tortryggnisbros, og það fór ekki fram hjá Prowse. „Jú, jú, ég geri mér það fyllilega ljóst, að ung stúlka er meðal okkar", varð honum að orði, og bjó sig undir að hefja frásögnina. „Þetta voru sem sagt nokkrir auðkýfingar, sem höfðu gert eins konar félag með sér; skruppu þetta á hverju hausti sér til gamans og hressingar og spöruðu ekkert til við undirbúninginn, höfðu með sér bát og ræðara og hvaðeina, til þess að ferðalagið og dvölin þarna inni á ðbyggðunum yrði þeim sem þægileg- ust... .Og svo var það eitt haustið, aö nýr félagi bættist I hópinn, náungl, sem aldrei hafði farið I slíkt ferða- lag áður...." Surrey rétti úr fótunum. Maður vissi aldrei á hverju var von, þegar Prowse var annars vegar; ekkl fyrir það að hann skorti smekk eða dóm- greind, heldur var hann að því leyti eins og kettirnir, að hann viðurkenndi ekki nein lög eða reglur I umgengni við aðra, heldur fór þar að eigin geð- þótta, og terrði út klærnar, þegar honum bauð svo við að horfa. „Þessi náungi vildi sem minnst láta á þvi bera, að hann væri eins konar nýgræðingur I hópnum, sizt af öllu gera sig beran að fáfræði með heimskulegum spurningum. Þvert á móti vildi hann gera allt til þess að þeir hinir litu á hann sem fullgildan félaga, er stæði þeim á sporði I einu og öllu. En samt sem áður var eitt, sem hann fékk ekki með neinu mótl skilið, og vakti með honum slíka for- vitni, að hann varð að taka á öllu sinu viljaþreki til Þess að spyrja ekki neins. Það var í sambandi við Indiánakerl- ingu, afkáralega ljóta og andstyggi- lega, feita subbu, sem alltaf sat I stefni eins bátsins, og hafðist ekkert að.... tók aldrei hendi til neins, bara sat þarna eins og skessa.... “ Greatorex tók að ókyrrast. „Heyrðu Carl... .ertu viss um, að þessi saga þin sé... .þú skilur.... ?“ Prowse leit sem snöggvast á hann, ekki laust við illkvittni, og hélt áfram frásögn sinni, eins og ekkert hefði i skorizt. „Þessir karlar voru ekki neitt viðbundnir. Þeir réðu sjálfir tima sin- um, og voru ekkert að flýta sér; höfðu ekki fastákveðið neitt um það, þegar lagt var af stað, hvenær haldið yrði af stað heimleiðis aftur. Og loks gat náunginn ekki lengur á sér setið. Hvers vegna erum við að væflast með þessa Indíánakerlingu? spurði hann formálalaust". „Carl....“, greip Greatorex fram 1 fyrir honum. Prowse glotti, neri nefið og starði í eldinn. „Og hverju haldið þið, að þeir hinir hafi svarað? Jú....við tökum alltaf slika kerlingu með okkur á hverju hausti, þá ljótustu og leiðustu, sem við getum fundið. Við erum allir okkar eigin húsbændur, skilurðu, og óbundnir af dagatali og öðru þess háttar. En þegar við verðum þess varir, að okkur er farið að lítast sæmi- lega á kerlinguna, vitum við hvað klukkan slær... ,að þá er ekki seinna vænna að snúa heim". Prowse hallaði höfði á bak aftur og hló ákaft, og Greatorex gamli, sem var því fegnastur að Prowse skyldi ekki stofna þeim í neinn vanda í þetta skiptið, tók undir hlátur hans með lágu kumri. Þeim Surrey og Dahl varð báðum litið til Alison. Hún hló ekki. Svipur hennar var óræður — það var eins og hún væri að leitast við að skilja eitthvað til hlítar, sem hún vildi þó um leið forð- ast að skilja. „Er sögunni lokið?" spurði hún Prowse. „Það er eitthvað, sem hlýtur að hafa farið fram hjá mér...." Hlátur Prowse hljóðnaði. Hann leit á stúlkuna og skipti litum. „Nei, nú gengur fram af mér“, tautaði hann á- sakandi. „Láttu það ekki á þig fá, dóttir góð“, varð Greatorex gamla að orði. „Þegar allt kemur til alls, er ekki vist að sagan hafi verið svo sérlega fyndin". Dahl notaði tækifærið til að beina athygli þeirra að öðru. Honum varð litið á norðurvegg kofans, þar sem rifan var miUi bjálkanna. „Hafið þið tekið eftir því, að snjóstrokan stend- ur ekki inn þarna lengur?" spurði hann. Um leið tók Surrey eftir því, að vindhvinurinn á þaldnu var þagnað- ur. Hann lagði við hlustir, úti fyrir virtist allt dottiö I dúnalogn. Hann reis á fætur, værðarmókinu var skyndilega af honum svipt, og þegar hann gekk út að dyrunum, steig hann ósjálfrátt svo fast niður fótum, að bjálkarnir í gólfinu brökuðu við. Hann greip um málmsnerilinn á hurðinni, ýtti fast á, svo neðri brún hennar sópaði mjöllinni frá dyrunum eins og plógur, en þegar hann hugðist sleppa Framhald i næsta blaði. YIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.