Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 36
Svarta rúðan Framhald af bls. 18. að fara úr skyrtunni. Það var eins og grannur kroppur hans ætlaði að eyða þeirri litlu orku, sem hann átti tU, við að losa hann úr þessari flík. „Hættu við að fara úr skyrtunni, Gilli. Ef þú hefðir þorað á eftir henni móður þinni, þá væri ég hér ein, og þá hefði enginn verið til að sinna þessum duttlungum í mér“. Hún horfði á drenginn með vax- andi áhuga. „Hlýddu því barn, farðu aftur í ermina. Þú nærð hvort eð er ekki upp fyrir þennan glugga, sem er upp undir þaki“. Drengurinn hætti við að ná skyrt- unni. Um stund sat hann aðgerðar- laus og horfði á gömlu konuna. „En draugar, amma? Draugar geta komizt upp á rúðuna“. „Talaðu ekki svona óvirðulega, drengur. Það eru bara til svipir manna, og þeir eru ekki verri en hverjir aðrir mennskir menn". Drengurinn rykkti skyrtunni fram yfir höfuðið svo brast og brakaði í henni. „Þú ættir ekki að gera þetta, Gilli. Það er ekki að vita að það borgi sig“. En nú hafði honum tekizt að kom- ast úr, og þarna sat hann á þófnum og stuttum nærbolnum, áberandi hálslangur og horaður. Ég held hann verði aldrei að manni, hugsaði gamla konan, það væri miklu frekar telpan, hún fór sínu fram þó hún væri slegin utan undir. Gamla konan geispaði. Ójá, það 36 VIKAN sótti að henni svefn. Kannske þessi óhugur, sem hafði verið henni svo nærri í kvöld, væri nú loksins að yfirgefa hana. Hún reyndi að fjaðra upp sængurbleðilinn og ná í eitt hornið upp á vangann. Já, þetta var gott. Það fór vel um hana núna. Henni fannst hún liggja á gömlu, hlýju fiðursænginni sinni, sem hún missti í brunann, og nú var hún eig- inlega ekkert svöng, bara syfjuð. Drengurinn gaf henni homauga. Hún var þá sofnuð, ekki var það skemmtilegra fyrir hann að híma hér einan og góna í svarta rúðuna. Bezt hann hengdi skyrtuna yfir hana. Hann tók skammel, sem stóð við rúm ömmu hans og setti það við gluggann. Svona, nú náði hann upp í loft. — Næst var að máta skyrt- una. Jú, hún náði fyrir rúðuna, að mestu leyti, ef neglt var í ermarn- ar. Já, að negla í ermamar, hvaða lifandi ráð átti hann að hafa með það? — Jú, þarna voru bandprjón- arnir hennar Ingu, hann gæti reynt að festa með þeim. Gilli flýtti sér ekkert. Hann sótti prjónana og gekk hægt, því hávaðinn var óþægilegur í þessari þögn. Hann steig á bláendann á skammelinu, en þá sporðreistist það. Andartak missti drengurinn jafnvægið, og um leið rak hann höfuðið í rúðuna, og án þess hann vissi hvort hún brotnaði eða ekki, þaut hún sína leið út í myrkrið. Þarna stóð hann og starði í rúðu- lausan gluggann, þar til hann fann kuldahroll fara um sig, þá fór hann að átta sig. Líklega var ekki minni þörf á að setja skyrtuna fyrir núna. Gilli tók upp skyrtuna, sem hafði fallið á gólfið, færði til skammelið og tók prjóninn úr gluggakistunni, hann hafði fallið þar úr höndum hans, þegar hann hnippti við rúð- unni. Hann reyndi að festa prjón- inn i hálffúið þilið, en það var furðu seigt fyrir, svo verkið var ekki í fljótheitum unnið, og áður en varði hafði skyrtan hans lent út um rúðu- lausan gluggann, golan greip hana og hún hvarf hljóðlaust út í myrkr- ið. Nú jæja. Það virtist allt snúast öfugt fyrir honum í kvöld, betur hann hefði haft kjark í sér til að láta slá sig utan undir og elta, eins og Inga. Hvað myndi móðir hans segja nú? Honum fannst hann sjá dökk augu hennar, sem stundum minntu hann á glóandi kúlur. Dreng- ur;nn leit niður til þess að forðast tillit hennar, en mannaði sig von bráðar upp aftur. — Uss, en sú vit- leysa, hann var einn í herberginu með gömlu ömmu sinni sofandi. Það kom kaldur súgur frá glugg- anum og Gilli fann regndropa skella á andlit sitt. — Árans rúðan skyldi fara svona — og skyrtan hans á eft- ir. Þetta hvort tveggja hafði farið óviljandi, en nú fékk hann brenn- andi löngun til þess að henda ein- hverju út í myrkrið. Hann þreif prjóna Ingu, sem ekki gátu lengur orðið honum að liði, og kastaði þeim út. Gilli hélt niðri í sér andanum og hneigði höfuðið, þegar hann heyrði þá skella í stéttinni. Átti hann að henda einhverju öðru? Kannske bókinni? — Hann seildist eftir henni út á koffortið. En allt í einu hikaði hann. Hann sá fyrir sér úfið hár og stingándi augu móður sinnar. — Nei, hann mátti ekki kasta þessari bók, pabbi hans hafði átt hana. Þetta var gömul ljóðabók. Þegar amma hans var hress, söng hún úr henni, sér til ánægju. — Þarna svaf amma. - Já, hún svaf, og hann var aleinn i húsinu. Þrátt fyrir kulda- gjóstinn svitnaði hann við tilhugsun- ina. ■— Átti hann að vekja hana? — Trúlegt var hún ærðist af angist, ef hún vissi hvað hann hafði gert, — að nú var engin rúða lengur í glugg- anum hennar og engin skyrta til þess að útiloka myrkrið. — Svona fór það. —• Hann langaði til að gráta, en harkaði af sér. Hann fann ekkert til. — Hvers vegna átti hann að gráta, enginn hafði barið hann. Drengurinn horfði á litla lamp- ann hennar ömmu sinnar. Honum brá, þegar hann sá hvað hann ósaði. Hann reyndi að skrúfa niður kveik- inn, en allt stóð klikkfast, hann gat ekki hreyft „skrúfið", hvernig sem hann fór að. — Ef að kviknaði nú í húsinu hjá þeim? - - Það yrði voða hiti og þau myndu brenna, bæði hann og amma hans. — í dauðans angist blés drengurinn ofan i lampa- glasið og á næsta augnabliki stóð hann í kolsvarta myrkri. Hann var alveg hissa á sjálfum sér. Allir utan hættu, suður gefur. A V ♦ * 10-5-3 A-6-4 10-8-5-4-2 7-6 Suður 2 grönd 3 tíglar pass A V ♦ * K-D-G-9 5-2 K-6-3 G-9-5-3 N V A S 7-6'4 y K-G-9-3 + 9-7 Jf, 10-8-2 * ♦ * Vestur pass pass pass A-8-2 D-10-8-7 A-D-G A-K-D-4 Norður 3 lauf 3 grönd Austur pass pass Útspil spaðakóngur. Þessari martröð lauk þegar vest- ur vaknaði. Hann spilaði vörnina gegn þriggja granda samningi suð- urs. Suður gaf kóng vesturs, en drap drottningxma og spilaði tígulás og síðan tígulgosa. Láti vestur kónginn og komi austur með drottninguna, þá getur sá fyrrnefndi pakkað saman. Gefi vestur hins vegar og þá spilar suð- ur drottningunni, þá er ólíklegt að vestur lifi skömmina af. Sagnhafi fer síðan inn á hjartaás í borði og tekur frítíglana. Eftir langa umhugsun lét vestur kónginn og var í þann veginn að hólka í sig spaðaslögunum, þegar eðlisávísunin sagði honum að staldra við. Ef austur á hjartakóng er hægt að setja spilið niður, en aðeins ef vestur spilar hjarta áður en hann tekur spaðaslagina. Ástæðan er sú, að suður kastar tíguldrottningunni í þrettánda spaðann og hefur síðan efni á því að drepa á hjartaásinn strax. Hann fær einn á spaða, einn á hjarta, fjóra á tígul og þrjá á lauf. Vestur spilaði því hjarta — og martröð hans breyttist í þægilega drauma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.