Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 38
fullt af þessu dóti hjá ykkur þess- um krakkagörmum, sem aldrei gerið neitt nema óhlýðnast Jæja, það var alltaf eitthvað. Telp- an stundi. Það var lítið gaman að eiga heima hér. Bærinn var lokaður, eins og þegar þær skildu við hann. Þær fóru inn og lokuðu á eftir sér. „Því heldur þú ekki áfram?“ sagði konan og hnippti við telpunni. „Ég veit það ekki. Ég þori ekki, mamma“. „Mér liggur við að slá þig fyrir bannsetta heimskuna", sagði konan. „Hvað skyldi ég verða að segja, eina manneskjan á heimilinu með viti, ef svo má segja“. — Hún struns- aði inn í eldhúsið, og innan stundar hafði hún kveikt á eldhúslampanum, sem bar heldur lélega birtu. Hún tók ljósið, bar það upp stig- ann, sem lá úr eldhúsinu upp á loft- ið, og leit inn í herbergið sitt. Þar var enginn. Inga leit á móður sína, en þorði ekkert að segja. Hún hugsaði til þess með skelfingu, hvar Gilli myndi vera. Konan leit aftur fram á ganginn, einhver dýrslegur ótti skein úr aug- um hennar. Þá tók hún eftir, að dyrnar að kompunni hans Jónsa MANAOAR . RITIÐ í hyerjum mánuði. voru opnar. Hún fór óeðlilega hratt yfir ganginn. Það brast hátt í hurð- inni, er hún opnaði hana betur. — Jú, eins og hún hafði ímyndað sér, strákurinn lá þarna steinsofandi. Inga horfði áköf á rautt andlit Gilla, þar sem hann svaf með opinn munninn. „Mamma, af hverju er hann Gilli svona rauður?" „Rauður“, át hún eftir. „Heldurðu að það sé ekki ylur í bólinu hans Jónsa?“ „Á ekki að vekja hann Gilla?“ „Bull er þetta krakki. Hvað held- ur þú að ami að honum steinsof- andi?“ „En amma, — eigum við ekki að horfa inn til hennar?" „Hættu þessu rausi og komdu þér í rúmið“. Inga rölti ólundarlega á eftir mömmu sinni fram ganginn og inn í herbergið þeirra. „Mamma, á ég ekki að borða?“ „Borða. Þú ferð að sofa, Inga mín“. „Mig langar í mjólk“. „Þú veizt, að engin mjólk er til fyrr en á morgun. Ég fer ekki und- ir kúna nema í annað málið, hún er alveg að þorna. Hún á líka að bera fyrir iól. — Farðu að hátta. geyið mitt, ég skal sækia handa þér brauð- bita niður, ef þú gerir þig ánægða með það“. Þegar InfJa vaknaði um morgur.inn eftir var orðið albjart. Hún heyrði vlfrið í vindinum og sólin sást við n» við á milli skýjanna, sem þutu fram og aftur í margs konar mynd- um. f einni svipan mundi telpan eft- ir bróður sínum, rautt og sveitt and- lit hans var henni ennþá miög í minni. Hann Gilli, sem alltaf var vanur að vera fölur í framan, eins og pabbi þeirra hafði verið. En í gær- kvöldi leit hann allt öðru vísi út, og telpan var í senn undrandi og forvitin að heyra hvað hann segði. Mitt í þessum hugleiðingum stóð drengurinn í dyragættinni. Hann var rétt eins og venjulega, fölur og augun stór og starandi. „Því svafstu ekki i þínu rúmi, Gilli?“ „Af því bara“. „Því ertu milliskyrtulaus?" Gilli varð vandræðalegur og horfði niður á sig. — „Ég á eftir að fara í peysu“, sagði hann ólundar- lega. Hann fór í rúmfletið sitt, rótaði í því til fóta og von bráðar dró hann þar upp sauðsvarta peysu. Hún var orðin þröng og léleg, en samt ætlaði hann í hana svo ekki yrði rætt um milliskyrtuleysið á honum. , „Leiddist þér, Gilli?“ M „Auðvitað ekki. Þú verður heima ■filnæst þegar mamma fer að heiman“. Inga roðnaði, en sagði ekki neitt. Hún heyrði að móðir þeirra kom upp stigann og gekk beint inn til ömmu þeirra. Konan rak upp hátt óp. Börnin voru svo óvön slíkri upphrópun, að þau þutu bæði fram í dyrnar á her- bergi gömlu konunnar. Þvílík sjón. Rúðan var hreinlega horfin úr glugganum, svo regnið hafði komizt óhindrað að rúmi gömlu ömmu þeirra. Lampinn henn- ar lá brotinn úti á gólfi og sjálf lá hún dáin í rúminu sínu. „Þvílík undur, sem yfir þetta heimili dynja“, tautaði móðir þeirra. „Það eina, sem fleytti mínu heim- ili, var meðgjöfin með tengdamóður minni“. Inga varð allundrandi á þessari hugarfarsbreytingu mömmu sinnar, hafði henni ekki alltaf fundizt amma þeirra vera þeim til byrði? „Ég verð að finna prestinn. Þið látið ekkert til ykkar heyra, krakk- ar“, sagði móðir þeirra og ýtti þeim út á ganginn. Inga hljóp aftur inn í herbergið ov smeygði sér upp í rúmið sitt. Hún leit ekki á bróður sinn og sá þess vegna ekki, að hann var fölari og glærari en nokkru sinni fyrr. „Aumingja gamla amma“, sagði Inga. — ..Líklega hefur rúðan brotn- að. svo sálin kæmist einhvers staðar út“ — Og hún starði á sólskins- blettina á gólfinu. Drengurinn bagði. Bezt var að hafa ekki of mörg orð, fyrst enginn nema hann vissi, hvers vegna rúðan var ekki í glugganum. jr ^Tánið Framhald af bls. 11. hlustaði á hljóðið í vélinni, eins o það væri það eina, sem hann hefc áhuga á. Hún leit tortryggnislega á hann o svaraði ekki. — Margir af viðskiptavinum mfr um á verkstæðinu vinna við leil húsin, hélt Jim áfram. Sportbíi: inn, sem ég var að gera við þega þér komuð, er eign Steve Johnsoi s j ónvarpsleikst j órans. Hafið þé nokkum tíma unnið hjá honum? — Ég hef aldrei haft neina vinm Það er þannig leikkona, sem ég e: sagði stúlkan þrjózkulega. Ég hf verið í London í sjö mánuði og he enn enga vinnu fengið. Ég hef a visu unnið við afgreiðslu öðr hverju, en ég hef fengið nóg £ þessu. Nu fer ég heim. , — HXers vegna farið þér ekki o Íahð*V,lð Steve Johnson? sagði Jin Segið honum, að ég hafi sent yðu: Að þér hafið sent mig? — Ég get líka hringt til hans, ef þér viljið það heldur. — Haldið þér, að þér fáið sam- band við hann? Jim kinkaði kolli og brosti. — Hann elskar sportbílinn eins og barnið sitt og það vill svo til að ég er læknir barnsins. Ég fæ ábyggilega samband við hann. Jæja, hvað segið þér um það? — Ég þakka fyrir, en ég vil hvorki hitta Steve Johnson eða neinn annan. Ég gæti ekki þolað það, að missa alla von í eitt skipti enn. — Hvað ætlið þér að gera meðan ég geri við bílinn? Standa á verk- stæðinu? — Hvað meinið þér? — Hann verður í fyrsta lagi til- búinn í fyrramálið. Hann stanzaði við' rautt liós á St. James Street og fór út úr bílnum. Fljótar nú, skipaði hann fyrir. — Um hvað eruð þér að tala? — Flýtið yður nú áður en það græna kemur. Farið strax og talið við Johnson. Þegar þér komið aft- ur, verð ég búinn að athuga hvað er að bílnum, sagði hann. Farið núna strax. Ég hringi til hans og segi honum, að þér séuð á leiðinni. — Nú hef ég aldrei heyrt annað eins ... sagði Ann og klifraði út úr bílnum. Bílarnir þeyttu hornin að baki þeim. Jim fór aftur inn, en Ann stóð kyrr á götunni. — En lít ég ekki hræðilega út? Hárið á mér ... hrópaði hún. — Hann hefur áreiðanlega séð það svartara, kallaði Jim. Við sjá- umst á eftir. Mr. Johnson beið hennar. Jú, jú, bílaviðgerðarmaðurinn hafði hringt og sagt honum hve mikla hæfileika hún hefði. Svo sagði hann: — Jæja, við sjáumst þá á æfing- unni klukkan ellefu á morgun. Þeg- ar Ann kom hálftíma seinna á verk- stæðið, var hún alveg rugluð. Hún bara stóð í dyrunum og starði inn. Hún gat varla trúað því, að loks- ins, eftir hálfs árs baráttu, hefði hún fengið fyrsta hlutverkið — og á svona auðveldan hátt. Svo sá hún manninn, sem komið hafði þessu af stað. Hann lá ennþá undir bíl og hún gekk til hans, kraup á kné á dagblað og reyndi að tala við hann. — Halló aftur, sagði hún. Ég fékk vinnu. — Það var ágætt, sagði Jim og brosti til hennar. En ég sé nú, að það mun taka nokkra daga að gera við bílinn. — Mig langar svo til að þakka yður ... — Það tekur því ekki að minn- ast á það. Ann stóð upp. —- Ég mun búa hjá vinkonu minni næstu daga. Má ég láta dótið mitt vera hér í bílnum? — Það er alveg öruggt þar. Ég skal muna eftir að vökva blómin öðru hverju fyrir yður. — Það er fallega gert af yður. — Verið þér þá sælar á meðan. Það var ekki fyrr en eftir tvo daga, að hún hafði tíma frá æfing- unum til þess að fara aftur á verk- stæðið. — Ég hef haft svo mikið að gera, hrópaði hún glaðlega, þegar hún kom auga á hann. — Mr. Johnson sótti bílinn sinn í gærkvöldi. Hann sagði, að þér væruð stórkostlegar í hlutverkinu. — Ég get sagt yður dálítið ein- 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.