Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 27
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. OTTALEPPAR krakkarnir, fuglarnir og fiskarnir, eru gerðir úr ýmiss konar afgöngum og allt er hægt að nota. Þegar búið er að brydda jaðrana með mislitum skáböndum, eru pottaleppar þessir ákjósanleg afmælisgjöf eða jólagjöf. Teikninguna verðið þið að stækka á rúðustrikaðan pappír, þannig að einn reit- ur á teikningunni verði f jórir reitir á rúðu- strikaða pappírnum ykkar. En látið þetta ekki aftra ykkur frá að gera þessa skemmtileeu pottaleppa, þetta er auðveld- ara en þið haldið og auk þess ágæt æfing, áður en þið seinna ráðist í stærri og vandasamari verkefni. Pottalepparnir eru auðvitað tvöfaldir, en inn á milli er laet bykkt efni, t. d. úr pömlum ullarfrakka eða kápu, — en bezt er að nota svamppúmmí eins og notað er — eða var notað, fyrir eina tíð — í undir- pils vneri telpnanna. SvamDffúmmí bolir vel bæði hita frá ílátum oe seinna bvott og strauningu. Augu, vængir. uggar og annað, er applikerað á. — Nokkra>- að- ferðir við þetta verk, voru sýndar í 1. tbl. V-klúbbsins 8. marz. Augasteinana má gera með kúluoenna. því blek úr beim þolir þvott. Auvnabrúnir getið þið teiknað. eða saumað með fínum kontorstinp. Að lokum, þeaar búið er að brydda iaðrana með skáböndum, eru hankarnir saumaðir við. TÓMSTUNDAÞÁTTUR YIKUNNAR 4. OKTÓBER. Nú komum við að reglu, sem kölluð er „einn yfir einum“ eða reglan um, að nýr litur sagður sé krafa um eina sagnumferð. Þessi sagnaðferð krefst eftirfarandi: a) Segi svarhendi nýjan lit við opnun á einum í lit, þá verður opnarinn að segja aftur. Þessi sagnaðferð er mjög heppileg til þess að nýta sagnstigin vel og með því að nota hana getur svar- hendi sagt einn yfir einum á mjög sterk spil, án þess að eiga á hættu að makker segi pass. Hún er notuð af öllum góðum spilamönnum. Sagnaðferðin er eingöngu notuð í svari við opnun hjá makker, ekki í ströggli. Það eru aðeins tvö tilfelli, sem leysa opnarann undan þeirri skyldu að halda sögnum opnum og það er ef svarhöndin hefur sagt pass í upphafi, eða ef andstæðingur hefur strögglað í millihönd. Norður gefur: DÆMI UM „EINN YFIR EINUM“. Suður þarf ekki að halda sögninni opinni. Norður hefur sagt pass í upphafi. Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 ♦ 1 V i A pass 7 Norður Austur Suður Vestur 1 * ? pass 1 * pass Norður verður að segja aftur, þar eð suður sagði nýjan lit. Norður Austur Suður Vestur 1 * 1 pass 1 A 1 grand 7 Þ VÍ miður getum við ekki prentað þessa potta- leppa í sömu litum, eins og þeir voru í erlenda blaðinu, en fallegir eru þeir, því megið þið trúa og prýði í hverju eldhúsi. Þessi þrjú pör: * Norður má segja pass. Sögn vesturs heldur sögninni opinni fyrir suður. Veizt þú — ? að Benelúxlöndin, svokölluðu eru: Holland, Belgía og Luxemborg. að Maraþonhlaupið er 42 km og 195 metra langt. að gullplötur þær, sem s3ng- stjörnur hljóta sem heið- ursverðlaun, þegar plötur þeirra hafa selzt í feikna- upplögum, eru ekta. Það er hægt að spila þær! NOTAÐU LÓÐBOLTANN. Hvernig er bezt að tengja vírleiðslur við „battarí", spyr Jakob á Húsavík. Við fundum þessa mynd, Jakob, í safninu okkar, — eftir langa leit og vonum að hún sýni þér lausn sem þú getur fellt þig við. — Leiðsluendarnir eru lóðaðir við bréfklemmurnar. Þetta er ólíkt skemmtilegra og fljót- legra en að vefja vírana um pólana og sambandið verður betra. Sem sagt, þetta er „fag- leg“ lausn — og þó svo einföld. ★ K Á HÚN KISA. „Auðvitað nota ég ritvélina ef ég á annað borð kemst að henni — og það heppnast stundum, þegar húsbóndinn er ekki heima. — En hvar er nú árans K-ið? Mér verður stund- um leit úr því, — en bíddu við, þarna fann ég það loksins — eða hvað?“ VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.