Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 42
1100 FJÖGURRA DYRA FIMM MANNA REYNSLU- BIFREIÐ FYRIR HENDI YERÐ MEÐ MIÐSTÖÐ KR. 154.000.00 QQ Borgartún 7 Sími 2 22 35. Momi MORRIS UMBOÐIÐ Þ. ÞORGRÍMSSON •— tveir strákar og stúlka. En Emi- lía sagði mér, að daginn sem ég kom heim til hennar, hefði hún keypt lambalæri í matinn fyrir um sex dollara, eða tvö hundruð og fimm- tíu íslenzkar krónur. Að meðaltali fimmtíu krónur á mann. Þau Halldór búa í leiguíbúð í út- hverfi New York. Þar hafa þau þrjú herbergi og eldhús — efri hæðina í tveggja hæða húsi — og greiða fyr- ir það kr. 5.800 ($ 135/—) á mán- uði. íbúðin er ekki stór, tæplega yfir 100 fermetrar. Svalir eru út af stofunni, blómagarður fyrir fram- an húsið að götunni og túnblettur fyrir aftan. Hinum megin við tún- blettinn rennur lygn á, þar sem íbú- ar nágrennisins hafa vatnabáta og „róa“ til fiskjar um helgar. Innifalin í leigunni er ábyrgð á góðu veðri yfir sumartímann, og heimþrá .. . hvort sem veður er gott eða vont. 42 VIKAN Halldór er venjulega um hálftíma að aka til vinnunnar, en það kallast þar ytra að búa við vinnustað. Al- gengast er að menn séu í kring um klukkutíma að komast til vinnu, og það er alls ekki óþekkt fyrir- brigði að menn þurfi að reikna sér tvo tíma að heiman til vinnustaðar. Það er álíka og að þú ættir heima uppi á Akranesi, eða austur á Laug- arvatni og stundaðir vinnu í Reykja- vík alla daga. Líklega værir þú samt betur settur, því að þótt veg- irnir séu að vísu ekki alveg eins góðir og í New York, þá er um- ferðin líka dálítið minni, og engin umferðarljós á leiðinni — ef ég man rétt. Ef Halldór, eða Emilía ætla að skreppa til New York, þá er það í rauninni töluvert fyrirtæki út af fyrir sig. Þegar maður hérna heima heyrir að einhver fjölskylda eigi heima í New York, þá dettur manni ósjálfrátt í hug krakkamir hlaup- andi upp og niður stigana í Empire State Building eða einhverjum hinna skýjakljúfanna, unglingarnir otandi hnífum hver að öðrum og fullorðna fólkið skreppandi yfir götuna út í Radio City til að hlusta á Louis Armstrong eða rétt fyrir hornið út í Metropolitan óperuna til að hlusta á fræga óperusöngvara eins og Richard Tucker, Nicolai Gedda, Robert Merill, Zinka Milano og alla hina (og segið þið svo að ég sé ekki inni í músík!). En málið er semsagt ekki alveg svona einfalt. Það tekur Halldór um klukkutíma að aka niður í mið- borgina, þar sem aðalskrifstofur Loftleiða eru í Rockefeller Center. New York er nefnilega töluvert stór, og það er hreint ekki allt sagt með því að maður búi þar. Þar er að vísu heilmikið af skýjakljúfum eins og hérna í Reykjavík, en það mætti samt segja mér svona að órann- sökuðu máli, að við hér í Reykja- vík ættum meira af „skýjakljúf- um“ — auðvitað að tiltölu við fólks- fjölda — en þeir þar úti. Þar sem Halldór býr eru hreint engir slíkir, en hvert sem augum er rennt, sér maður ósköp venjuleg íbúðarhús, kílómetra eftir kílómetra. Nú, en þetta var eiginlega útúr- dúr til að benda á fjarlægðirnar þar á milli húsa, enda er mér tjáð af ólýgnum mönnum að maður sem fer til vinnu sinnar með lest, eyði að jafnaði um 1700 krónum á mán- uði í það farartæki. Þá er betra að standa í strætó hérna heima. Ef þú ætlar á bíó með konunni þinni og sjá einhverja sæmilega mynd í góðu kvikmyndahúsi, þá kosta miðarnir um 170 krónur fyrir ykkur bæði. Það má kallast öruggt mál að þú getur ekki farið heim til þín í hádegismatinn eins og þú gerir hérna heima. Þá getur þú að sjálf- sögðu haft með þér eitthvert snarl og borðað svo þína 50 krónu læris- sneið þegar þú kemur heim í kvöld- matinn eftir minnst klukkutíma ferðalag, eða þá að þú skreppir út á næsta veitingahús og fáir þér þar að borða, — en það kostar þig minnst 65 krónur — álíka matur og þú færð inni á Sælacafé fyrir tuttuguogfimmkall. Bjór á eftir mat — eða undan, nema hvort tveggja sé — kostar 13—15 krónur. Hann fæst líka dýr- ari, en þú verður að láta þér þetta Hvar er örkin hans Nóa? Ungírú Yndisfríð Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: FRIÐRIKA EÐVALDSDÓTTIR, Grundargötu 4, ísafirði. Nú er það örkin hans, Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og img- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.