Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 40

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 40
Þér njótið vaxandi álits þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð í*ér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Eó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, pá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörur^^rut. kennilegt. Nú er mér alveg sama, hvort ég er góð í hlutverkið. Ég er bara svo fegin að ég fékk vinnu við sjónvarpið. — Hvað er svona dásamlegt við sjónvarpið? spurði Jim. — Það er vegna foreldra minna. í sex mánuði hef ég verið að segja þeim frá hlutverkum, sem ég hafi leikið í sjónvarpinu, en sagt þeim, að það hafi aðeins verið í útsending- um innan London, sem þau hafa ekki getað séð heima í Bradford. — Þér eruð ekki sú fyrsta, sem býr til svona sögur, sagði hann. — En nú geta þau séð mig. í hverju sjónvarpstæki í Bradford horfa íbúarnir á mig. Hún leit upp til hans og fann, sér til skelfingar, að henni fannst vænt um þennan olíuslettótta viðgerðarmann með kuldalegu röddina. — Er bíllinn minn tilbúinn? spurði hún. Hann kinkaði kolli. — Við skulum aka honum til reynslu. Þau þrengdu sér inn í framsæt- 40 VIKAN ið eins og þau gerðu þrem dögum áður, og svo óku þau út á Picca- dilly. — Það heyrist ekki frekar í vél- inni en þetta væri Rolls-Roycebíll, sagði Ann. Hvað hafið þér gert við hann? — Ég gerði bara við hann. — Endist hann til Bradford núna? — Ég get gefið yður skriflega tryggingu fyrir því, ef þér viljið. — Ég fer þangað strax eftir sýn- inguna á laugardagskvöldið. — Látið nú ekki svona kjána- lega. Þér getið ekki farið núna. Þér fáið nóg af tilboðum fyrst þetta tókst svona vel. — Nei, sagði Ann. Hefði ég ekki komizt í eitt einasta stykki, hefði ég alltaf hugsað um Lundúnadvöl- ina með trega, en núna — núna hef ég þó bjargað heiðrinum. — Mér skilst að það sé mikil- vægt, sagði hann. — Ég skal segja yður, sagði Ann, að ég er ekki sérlega vel fallin tií leikhússlífs. Sífelld hlaup frá ein- um umboðsmanni til annars, vita — nei, ég hef átt mitt Lundúna- ævintýri. Nú ætla ég að setjast að einhvers staðar í ró og næði. — Giftast og eignast böm, geri ég ráð fyrir? — Er nokkuð athugavert við það? Jim ók inn í umferðina við Leicester Square. — Bíllinn gengur bara vel, er það ekki? sagði hann glaðlega. Ann sat þögul. Allt í einu hafði hún engan áhuga lengur fyrir gamla bílnum sínum. Fyrir nokkr- um mínútum hafði hún verið him- inlifandi yfir að losna frá London. Nú var hún eyðilögð yfir því. Hún gat ekki skilið hvað gengi að sér. Við umferðarljósin á Charing Cross neyddist Jim til að stanza. Karlmannsrödd hrópaði á hann og Jim sneri sér við. Á gangstéttinni stóð höfðinglegur maður. Ann þekkti hann strax. Þetta var fræg- ur leikari, sem einnig hafði leikið í mörgum kvikmyndum, en lék nú í einu af fínustu leikhúsunum í West End. aldrei hvort maður á til næsta máis — Sæll, Cyril! hrópaði Jim. Bílarnir flautuðu bak við þau, og Jim ók af stað i átt að Trafalgar Square. — Var þetta ekki Cyril Musgrove? spurði Ann. Hann stendur þarna og horfir á eftir yður. — Ég hefði átt að stanza og tala við hann. — Það hefðuð þér átt að gera, muldraði Ann. Hún horfði á hann athugul. —"En ég hef annað að gera. Þögul óku þau undir Admiralty- bogann, en þá gat Ann ekki lengur ráðið við forvitnina. — Hvernig þekkið þér Cyril Musgrove? spurði hún varfærnis- lega. Lætur hann kannski líka gera við bílinn sinn á verkstæðinu hjá yður? Jim sneri sér að henni og brosti. — Þetta var mjög skynsamleg ályktun, sagði hann. Bæði þögðu nokkra stund. — Nú líkar mér allt í einu ekk- ert vel við yður, sagði hún. — Það var leiðinlegt, svaraði Jim, því að mér líkar ákaflega vel við yður — allt of vel. — Ég held að þér leynið mig einhverju. Ég finn það á mér. — Það er ekki fallegt að vera tortryggin. Nú var aftur rautt ljós við St. James Street, og meðan þau stönz- uðu sagði Jim: — Ég er að hugsa um að fara með yður norður á bóginn. —■ Hvað eruð þér að segja? — Þetta er löng ferð og það er skemmtilegt fyrir yður að hafa fé- lagsskap. Við getum kynnzt betur á leiðinni. Svo get ég hitt fjölskyldu yðar, þegar við komum til Bradford. Það er vissara, það er ómögulegt að segja hvað getur komið fyrir. — Það er komið grænt ljós, sagði Ann. — Ég er ekki litblindur, sagði Jim og ók nú að verkstæðinu. — Ég verð að borga yður fyrir alla þessa vinnu. Hve mikið verð- ur það? — Fimmtíu pund. — Fimmtíu pund! hrópaði hún. Eruð þér ekki með réttu ráði? — Þér verðið að skilja það, að ég varð að setja alveg nýjan mótor í bílinn. — Hvaðan á ég að fá fimmtíu pund, sagði Ann. — Því var ég nú líka að velta fyrir mér, sagði Jim rólega. — Heyrið þér nú. Sjónvarpið borgar ekki fyrr en tíu dögum eftir sýningu. Þá fæ ég sextíu pund, og og þau senda þeir til Bradford. Get- ið þér treyst mér? — Já, já, ég get beðið eftir pen- ingunum þar, sagði Jim. — Af hverju látið þér svona? hrópaði Ann. Þér getið ekki farið með mér til Bradford. — Ég verð að sjá um, að þér skemmið ekki vélina. Ég á hana enn. Hann fór út úr bílnum og tók bíllyklana með sér. Hann stóð og vingsaði lyklunum fram og til baka. Hún var að verða viti sínu fjær af reiði og hefði með köldu blóði getað drepið hann á stundinni. — Ég hef gott af að taka mér dálítið frí, sagði hann. Aðstoðar- maður minn getur hæglega séð um verkstæðið á meðan. — Hafið þér aðstoðarmann? — Já. Hann sneri sér við og gekk inn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.