Vikan


Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 04.10.1962, Blaðsíða 28
V m Kirkjustræti. Hausttízkan glæsilegri en nokkru sinni fyrr. IJ * i 'loHPioar Stjiirnuspáin pildir frá liiiuntuiit-Ki til fimiutudui>s. Hrútsmerkiö (21. marz — 20. apr.): Það er eins og dagarnir hjá þér séu orðnir hver öðrum líkir, og gotur þú sjálfum þér um kennt. Þú virðist ekki hafa i þér frumkvæði til þess að breyta til. Þetta líf, sem þú lifir, er svo sem gott og bless- að, en hver myndi ekki fá leiða á þessu til lengdar? Reyndu að stefna að því, að dagurinn í dag taki fram deginum í gær. NnutsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þér berst skemmtileg sending 5 vikunni frá persónu, sem þú þekkir ekki nema lítillega. Líklega mun þessi sama persóna koma talsvert við sögu þína á næst- unni. Líkur á skemmtilegu ferðalagi — Þótt það verði aðeins stutt, gerist þó einkennilega margt í Því. Taktu ekki mark á því, sem sagt er um vin þinn. Þetta er slúður. TvíburamerkiÖ (22. maí — 21. júní): Þetta verð- ur heillavika fyrir karlmenn, en kvenfólkið þarf svo sem engu að kvíða — vikan verður því varla til neinna óheilla. Þú íærð hugmynd í vikunni, sem í fyrstu virðist ómerkileg og kannski gleymir þú henni von bráðar, en í rauninni er þetta merkilegasta hugmynd og vel þess virði, að henni sé hrint í framkvæmd. KrabbamerkiÖ (22. júní — 23. júlí); Það er eins og þú sért eitthvað daufur fram að helginni, en ekki þarftu að kviða því að þessi deyfð gagntaki þig, því áð um helgina gerist ýmislegt, sem ætti að koma lífi í hvaða dauðyfli sem er. Þú munt eiga annríkt í vikunni, og líklega væri þér hollast að fá vin þinn til þess að vinna með þér — þá ljúkið þið verkinu fljótt. Ljónsmerkið (24. júlí — 23 .ág.): Liklega hefur þér orðið á eitthvert glappaskot í vikunni sem leið, því að þú færð að kenna á því í þessari viku. Þú ert þó fyllilega maður til að standast smávægi- iegt mótlæti, enda sannast það berlega í þetta sinn. Kvöldin verða óvenjulega viðburðarrík og skemmti- ' leg, og dagarnir reyndar líka fram að helgi. Heillatala 11. MeyjarmerkiÖ 24. ág. — 23. sept.): Þú munt skemmta þér óvenjumikið í þessari viku, og átt þú vissulega fyrir því, því að siðustu vikur hafa verið heldur deyfðarlegar. Farðu varlega með peningana, einkum þó um helgina. Um helgina verður þér komið þægilega á óvart. Ekki er þér hollt að vera mikið úti á nætuánar — nema þá i góðu hófi. VogarmerkiÖ (24. sept. — 23. okt.): Fyrir nokkru kynntist þú persónu, sem þú varst mjög upptek- inn af, en nú sýnir þessi persóna, að hún vill þér miður vel, og skaltu þvi reyna að losna við að um- gangast hana, eins fljótt og auðið er. Gerðu það samt ekki ruddalega. Þú ferð liklega í stutta ferð, sem end- ar heldur snubbótt. Þó verður ferðin hin skemmtilegasta. Drekamerkiö (24. okt. — 22. nóv.): Þú verður í mjög góðu skapi alla vikuna, og er það sannarlega ekki að ástæðulausu. Þú munt umgangast félaga þína óvenjumikið, og verður sambúðin betri en nokkru sinni fyrr. 1 sambandi við einhvern merk- isdag í fjölskyldunni, gerist dálítið kyndugt, sem er í raun- inni mjög saklaust, en líklega tekur einhver það illa upp. Bogmannsmerkiö (23. nóv. — 21. des.): Það er einhver deyfð yfir einum félaga þinum, og verður það til þess að deyfð færist yfir þig líka. En ein- mitt i vikunni gerist eitthvað, sem snertir ykkur báða (bæði), og verður það til þess að koma lífi í tuskurnar, svo að þið hafið í nógu að snúast. Þú ferð í skemmtilega ferð, til staðar, sem þú þekkir frá barnæsku. Geitarmerkið (22. des — 20. jan.): Þú færð fréttir í vikunni, sem flestir misskilja nema þú. Þess vegna vill enginn hlusta á það, sem þú hefur að segja, svo að úr þessu verður hinn versti misskiln- ingur. Þú færð vissulega uppreisn í næstu viku. Kona, sem þú þekkir lítilsháttar, kemur nú talsvert við sögu þína og fjölskyldu þinnar, og líkar þér betur við hana. Vatnsberamerkiö (21. jan. — 19. feb.): Þú hefur í ýmsu að snúast I vikunni, og líklega ræður þú alls ekki fram úr öllu sem skyldi. Þú skalt samt ekki láta það á þig fá — ef þú hefur ekki slegið slöku við, er ekki hægt að kenna þér um það, ef illa hefur farið. Barn í fjölskyldunni kemur við sögu þína á óvenjulegan hátt. Fimmtudagur er heilladagur vikunnar. FiskamerleiÖ (20. feb. — 20. marz): Líklega færðu nú laglega að játa, að þú hafðir rangt fyrir þér í vikunni sem leið. Þetta verður ekki umflúið — og reyndu nú að játa upp á þig mistökin, eins og þér ber. Þú átt oft ótrúlega erfitt með að viðurkenna mistök þin. Laugardagurinn er mikill heilladagur fyrir karl- menn. Fyrir konur er hann hins vegar talsvert varasamur. 28 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.